KISUKERTIN ERU KOMIN

Pyropet kisukertin eftir vöruhönnuðinn Þórunni Árnadóttur voru að koma aftur en þau ruku út eins og heitar lummur síðast. Þórunn Árnadóttir er tilnefnd til virtra hönnunarverðlauna Icon Magazine árið 2014 sem mest spennandi hönnunarstúdíóið á uppleið, það verður því gaman að fylgjast með Þórunni í framtíðinni! 

Kertið hannaði Þórunn þegar hún var við nám við Royal College of Art í London fyrir nokkrum árum síðan. Kertið lítur út eins og saklaus kettlingur við fyrstu sýn en inni í vaxinu er falin beinagrind sem birtist óvænt eftir að kveikt hefur verið á kertinu.1GPC2QLAO-L-6d-uiwJSZQM1RnBAhZ9LZ5wVdQsiZ5o-620x413

 Kisa er fyrsta dýrið sem fyrirtæki Þórunnar PyroPet gefur út og munu vonandi bætast við fleiri kerti í framtíðinni.

eijIyNoLRHoKmYcADe54n1lrH2sp97uoDBQno1Y-yTQ-620x382 HkABpUKderEBd-C2cNSLaqAwz5-2ZCXhLHwL_RsdOFk-620x382 oKXYqAPVq64w0S4pkQHW68sKtO-6-YD1puVt5qO8Nt0-620x413 Plj-SBA3GCzAzEylJ0d4N-4piviL15Njz-I1UgXRVR4-620x413 xfkeJTKUQCeHWJbyBEq0K_uITYuQk1Tj3en2yirBRtI-620x382

Flott í jólapakkann í ár!

JÓLATRÉÐ Í ÁR?

Núna bjóðum við upp á 30% afslátt af minni gerðinni af svörtum trjám frá Swedese, trén voru hönnuð af Katrínu Ólínu Pétursdóttur og Michael Young árið 2001 og eru fáanleg í tveimur stærðum, bæði frístandandi og á vegg.

Trén hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár um allan heim, en þau njóta sín bæði sem fallegur skúlptúr á heimilinu ásamt því að vera fallegt fatahengi.

8279548bf9555aa8138ae1b3cae9b785-1 b07e840b2669d2513f9fe775d9e6d1f5 55d2dddc9769ebca2ae91f0a60e5e4aa-1

Tré A4

 

Tilvalið í jólapakkann í ár!

INNBLÁSTUR: GÆRUSKINN

Við vorum að fá stóra sendingu af fallegum íslenskum gærum frá Sauðárkróki. Þær eru tilvaldar til að gera hlýlegt á heimilinu fyrir veturinn, þær má t.d. leggja á sófann til að hjúfra sig uppvið, yfir uppáhaldsstólinn sinn eða jafnvel leggja á gólfið.

Hér eru nokkrar myndir sem veita innblástur,

8fbe623ed553f77f3657432f8282a47f 14a9b0b8efff3163ff23000599bb6d0c-620x930 67fdc3e9c92094d302eb58c11d37a3871-620x757 b61d9e33bfeb152d53c60d9ddc423239 f4e73f240edd060865feac3bd0f85723-620x930

ÍSLENSK HÖNNUN: JAKOB & RONJA

Borðlamparnir JAKOB & RONJA sem hannaðir eru af Dóru Hansen og voru frumsýndir í Epal á Hönnunarmars fyrr á árinu eru komnir í sölu hjá okkur.

Skermarnir eru smíðaðir úr íslensku lerki frá Hallormsstaðaskógi og lampafætur eru úr pólýhúðuðu stáli. Lamparnir koma í tveimur stærðum og þremur litum, hvítur, dökkgrár og riðbrúnn. Lamparnir eru hannaðir fyrir GU10 LED peru og eru dimmanlegir. Peran lýsir upp í lokaðan skerminn sem endurkastar ljósinu niður, ljósið tekur í sig mjúkan lit frá viðnum.

01 lamp 02 lampi 03 lami 04 05 (2) 07 08 9 10 11

Falleg íslensk hönnun fyrir heimilið.

FINN JUHL : SNÚNINGSBAKKI

Finn Juhl hannaði einstaklega fallegan snúningsbakka árið 1956. Í dag eru bakkarnir hans framleiddir af danska hönnunarfyrirtækinu ARCHITECTMADE eftir upprunarlegum teikningum Finn Juhl. Bakkarnir sem eru handgerðir úr tekki og geirnegltir má nota á marga vegu til að prýða heimilið.

Bakkarnir koma í þremur stærðum og nokkrum fallegum  litasamsetningum, hægt er að snúa bakkanum við til að breyta um lit sem gerir hann einstaklega skemmtilegann.

Snúningsbakkinn er hin fullkomna gjöf handa þeim sem kann að meta gæði og góða hönnun.
LERCHE_design_Finn_Juhl_Turning_tray_milj__www_QLERCHE_design_(c)_sengemilj__Finn_Juhl_bakke_og_HA
TurningTray - II1530turning trays

30 ÁRA AFMÆLISÚTGÁFA JÓLAÓRÓANS

Frá árinu 1984 hefur Georg Jensen gefið út jólaóróa á hverju ári til að fagna jólunum og með tímanum hefur óróinn orðið ein vinsælasta og best selda jólavara í Skandinavíu.

Jólaóróinn er skemmtileg söfnunarvara sem finna má á mörgum íslenskum heimilum og eiga margir óróana frá upphafi og hengja þau stolt upp safnið um hver jól.

Núna í ár verður þrjátíu ára afmæli jólaóróans fagnað með því gefa út upphaflega jólaóróann í takmörkuðu upplagi. Jólaóróann sem kom fyrst út árið 1984 og verður afmælisútgáfan framleidd með sömu aðferðum og þekktust fyrir þrjátíu árum síðan.

Við hvetjum ykkur til að næla ykkur í þennan einstaka óróa fyrir jólin.

 

listView

MONTANA HILLUKERFI

Peter J. Lassen stofnaði fjölskyldufyrirtæki sitt Montana Møbler árið 1982. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hillurnar er hægt að nota á ýmsa vegu og koma þær í mörgum litum. Því er hægt að fá hillur sem henta manni fullkomnlega og gera rýmið persónulegra. 

Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku. 

1c9436d64e404b5c071a4d05ddf1838e-1 64390f1ff633d17c810e13620b715749 4655313e12d4711b2aef0ca142c8456b abd65fe60fa269976d7e909fa8332889 c29e3d9e69a4f074fc11075db7ab8cca 7be205094778937d055167e16de114d4

Við eigum til fallegar Montana einingar á frábæru tilboðsverði, kíktu endilega við og skoðaðu úrvalið.

image001

BRYNDÍS BOLLA Í EPAL

Bryndís Bolla kynnir kÚLU í verslun okkar Skeifunni 6, laugardaginn 11.október frá kl.13-16.

kÚLA er veggverk sem hefur hljóðdempandi og hljóðdreifandi eiginleika og hefur verið þróuð til að bæta hljóðvist bæði fyrir opinber rými og heimili. Hin hálfkúlulaga kÚLA hefur ytra byrði úr ull og er framleidd í mörgum litum og stærðum til að falla að ólíkum aðstæðum með ótakmarkaða möguleika í uppsetningu.

Kveikjan að hugmyndinni varð til árið 2007 þegar óskað var eftir ráðgjöf vegna glymjanda í heimahúsi, þegar ófullnægjandi lausnir voru í boði. Síðan hefur kÚLA sannað sitt gildi sem hágæða vara sem hefur sett íslensku ullina og íslenska framleiðslu í nýtt og spennandi samhengi. kÚLA hefur fengið ISO vottun (fyrsta flokk, A klassa) og kom fyrst á íslenskann markað árið 2010. Varan er byggð á íslensku hugviti og framleidd úr íslensku hráefni á Íslandi. Einkaleyfisstofa hefur einnig staðfest nýnæmni hennar.

Bryndis-Bolladottir_Kúlan_1 kula 01

24-1

19

Kíktu við laugardaginn 11.október á milli kl.13-16 og kynntu þér þessa flottu íslensku hönnun.