Helgarbrunchinn verður sérstaklega ljúffengur þegar lagt er fallega á borð,
Iittala Taika stellið er einstaklega fallegt og kemur það í nokkrum litum.
Góða helgi!
Flott í jólapakkann í ár!
Núna bjóðum við upp á 30% afslátt af minni gerðinni af svörtum trjám frá Swedese, trén voru hönnuð af Katrínu Ólínu Pétursdóttur og Michael Young árið 2001 og eru fáanleg í tveimur stærðum, bæði frístandandi og á vegg.
Trén hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár um allan heim, en þau njóta sín bæði sem fallegur skúlptúr á heimilinu ásamt því að vera fallegt fatahengi.
Tilvalið í jólapakkann í ár!
Borðlamparnir JAKOB & RONJA sem hannaðir eru af Dóru Hansen og voru frumsýndir í Epal á Hönnunarmars fyrr á árinu eru komnir í sölu hjá okkur.
Skermarnir eru smíðaðir úr íslensku lerki frá Hallormsstaðaskógi og lampafætur eru úr pólýhúðuðu stáli. Lamparnir koma í tveimur stærðum og þremur litum, hvítur, dökkgrár og riðbrúnn. Lamparnir eru hannaðir fyrir GU10 LED peru og eru dimmanlegir. Peran lýsir upp í lokaðan skerminn sem endurkastar ljósinu niður, ljósið tekur í sig mjúkan lit frá viðnum.
Falleg íslensk hönnun fyrir heimilið.
Finn Juhl hannaði einstaklega fallegan snúningsbakka árið 1956. Í dag eru bakkarnir hans framleiddir af danska hönnunarfyrirtækinu ARCHITECTMADE eftir upprunarlegum teikningum Finn Juhl. Bakkarnir sem eru handgerðir úr tekki og geirnegltir má nota á marga vegu til að prýða heimilið.
Bakkarnir koma í þremur stærðum og nokkrum fallegum litasamsetningum, hægt er að snúa bakkanum við til að breyta um lit sem gerir hann einstaklega skemmtilegann.
Snúningsbakkinn er hin fullkomna gjöf handa þeim sem kann að meta gæði og góða hönnun.
Frá árinu 1984 hefur Georg Jensen gefið út jólaóróa á hverju ári til að fagna jólunum og með tímanum hefur óróinn orðið ein vinsælasta og best selda jólavara í Skandinavíu.
Jólaóróinn er skemmtileg söfnunarvara sem finna má á mörgum íslenskum heimilum og eiga margir óróana frá upphafi og hengja þau stolt upp safnið um hver jól.
Núna í ár verður þrjátíu ára afmæli jólaóróans fagnað með því gefa út upphaflega jólaóróann í takmörkuðu upplagi. Jólaóróann sem kom fyrst út árið 1984 og verður afmælisútgáfan framleidd með sömu aðferðum og þekktust fyrir þrjátíu árum síðan.
Við hvetjum ykkur til að næla ykkur í þennan einstaka óróa fyrir jólin.
Peter J. Lassen stofnaði fjölskyldufyrirtæki sitt Montana Møbler árið 1982. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hillurnar er hægt að nota á ýmsa vegu og koma þær í mörgum litum. Því er hægt að fá hillur sem henta manni fullkomnlega og gera rýmið persónulegra.
Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.
Við eigum til fallegar Montana einingar á frábæru tilboðsverði, kíktu endilega við og skoðaðu úrvalið.
Bryndís Bolla kynnir kÚLU í verslun okkar Skeifunni 6, laugardaginn 11.október frá kl.13-16.
kÚLA er veggverk sem hefur hljóðdempandi og hljóðdreifandi eiginleika og hefur verið þróuð til að bæta hljóðvist bæði fyrir opinber rými og heimili. Hin hálfkúlulaga kÚLA hefur ytra byrði úr ull og er framleidd í mörgum litum og stærðum til að falla að ólíkum aðstæðum með ótakmarkaða möguleika í uppsetningu.
Kveikjan að hugmyndinni varð til árið 2007 þegar óskað var eftir ráðgjöf vegna glymjanda í heimahúsi, þegar ófullnægjandi lausnir voru í boði. Síðan hefur kÚLA sannað sitt gildi sem hágæða vara sem hefur sett íslensku ullina og íslenska framleiðslu í nýtt og spennandi samhengi. kÚLA hefur fengið ISO vottun (fyrsta flokk, A klassa) og kom fyrst á íslenskann markað árið 2010. Varan er byggð á íslensku hugviti og framleidd úr íslensku hráefni á Íslandi. Einkaleyfisstofa hefur einnig staðfest nýnæmni hennar.
Kíktu við laugardaginn 11.október á milli kl.13-16 og kynntu þér þessa flottu íslensku hönnun.