Jacques Adnet (1900-1984) var franskur arkitekt og hönnuður. Ásamt því að hanna húsgögn og spegla, hannaði Adnet íbúðir og skrifstofur, meðal annars fyrir franska forsetann (Vincent Auriol) og Unseco.
Saga Adnet spegilsins fer þó aftur til ársins 1950 þegar að Jacques Adnet hóf samstarf með franska tískuhúsinu Hermés þar sem að Adnet þróaði línu af leðurklæddum húsgögnum og skrautmunum fyrir heimilið. Hann hannaði þá Adnet spegilinn fræga, sem er hringlaga leðurspegill sem hangir á leðuról.
Adnet spegillinn hentar vel á baðherbergi, á ganginn eða í hvert annað rými. Árið 2013 hóf danska hönnunarhúsið Gubi aftur framleiðslu á Adnet speglinum eftir að hafa verið ófáanlegur um tíma. Adnet spegillinn fæst núna í Epal.
Jacques Adnet er einn frægasti franski hönnuður sem uppi hefur verið og er hönnun hans enn þann dag í dag mjög eftirsótt enda tímalaus og klassísk hönnun.