KLASSÍSK HÖNNUN: AJ LAMPINN

AJ lampinn var hannaður af Arne Jacobsen árið 1960 fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn. Sagan segir að hringlaga gatið á járnbotni lampans hafi upphaflega verið ætlað til að hafa öskubakka í, en reykingar voru afar vinsælar á þeim tíma sem lampinn var hannaður. AJ lampinn er klassísk eign sem verður bara flottari með hverju árinu sem líður.

Upphaflega var lampinn aðeins framleiddur í svörtum, hvítum og gráum lit en á fimmtíu ára afmæli lampans fræga voru bætt við fimm nýjum og skemmtilegum litum, gulum, rauðum, grænbláum, dökkbláum og sandlituðum.

7a1f5c6ed7fdff150e438460ed1393effd8549c20f6841f0ebc4cfea7e8ec7816f22c466e3d1a4749d09a90e1ff65db4-1 4c8d67c39cd25659a578ba296e80fb73 4e2bc60961482b787f3d0b74ec565cf7 5b6f153b44c5d6255cf755673fb42445 51b0b8f974c5b629a800024e._w.540_s.fit_ 59ed9e32bbd2f0a82613ba6ac6737604 85f8ca63d1488761a8b181cdf38d2648 00219edd8c907e51ea4cf967f5979cde 684c8f78c513bf9e961a04c02f4467ea 3271c2e6f114b31273b648a7d5c359d9-1 40925ab4654a2a772c549a39a7fe4811 832572696758b01df53051d23e8ea540 Black-and-white-bedroom Bungalow5-Home-Pics-Week-14-a-682x1024-1 Lamper Aj_20sol_20verte

 

AJ lampinn er falleg og klassísk eign.

INNBLÁSTUR: KUBUS BY LASSEN

Danski arkitektinn Mogens Lassen hannaði Kubus kertastjakann árið 1962.

Það mætti segja að hann hafi verið á undan sinni samtíð þegar að hann hannaði Kubus sem var ekki með nokkuð punt né prjál, aðeins hrein og bein form. Vegna þess hve einfaldur Kubus er þá passar hann inná flest öll heimili og er flott gjafahugmynd fyrir hönnunarunnendur.

209b7f49f72c207ee597073111db062f66e25384cffd13fd8d924a6dca1f8ec9Screen Shot 2014-09-30 at 9.56.20 PM

Kubus skálarnar eru einnig einstaklega flottar og hægt að nota á ýmsa vegu.

861b7d4b5b875d5a0739ba0d1ad9d52a 76517a17c2d0bf7306022edc1eab4a76 a5d11a70bb30a13b2998dd9a799b054c b66a9712e65967fb194fde6c0be04875 e1a27b34c51415f6f0e0a7a075c55a37 Kubus-3 Screen Shot 2014-09-30 at 10.28.18 PM

Skoðaðu úrvalið í vefverslun okkar. 

 

UMHVERFISVÆN HÖNNUN: MATER

Við vorum að hefja sölu á fallegum hönnunarvörum frá danska fyrirtækinu Mater.

 Mater (sem þýðir móðir á latínu) er leiðandi hönnunarframleiðandi á heimsvísu, Mater er mjög umhverfisvænt og um leið siðferðislega og samfélagslega ábyrgt fyrirtæki.

Það var árið 2007 sem Henrik Marstrand stofnandi Mater kynnti í fyrsta sinn fyrirtæki sitt á hönnunarsýningunni Maison & Objet í París, hans hugsýn var að framleiða framúrskarandi og tímalausa hönnun sem framleidd væri á umhverfisvænan hátt, með virðingu fyrir fólki og handverki.

story_front

Barstóllinn High stool er t.d. framleiddur úr FSC vottuðum við en í FCS vottuðum skógi (Forest Stewarship Council) eru engin tré felld nema skógurinn ráði við að framleiða sama magn. Þar að auki tryggir FSC að annar gróður hljóti ekki skaða af ásamt því að fólkið sem starfar í skóginum er tryggt menntun, vinnuöryggi og sanngjörn laun. www.fsc.org

stolar

Bowl Table eru einstaklega falleg stofuborð sem framleidd eru úr umhverfisvænum mangóvið og smíðuð á Indlandi.bowl_table_serie Bowl_xlarge

Mater er frábær viðbót við vöruúrval okkar í Epal.

Mater.dk 

 

HEIMSÓKN UM HELGINA & HAPPDRÆTTI

3 sérfræðingar verða hjá okkur núna um helgina, fimmtudag, föstudag og laugardag 25. – 27. september.

Sérfræðingarnir verða frá fyrirtækjunum Republic of Fritz Hansen, Montana og Carl Hansen & son. Einnig munum við hafa happdrætti fyrir okkar viðskiptavini þar sem við munum draga út 3 heppna sem geta unnið, Montana einingu, Dropann frá Fritz Hansen eða Y-stól frá Carl Hansen & son.

image001 copy

Dropinn eftir Arne Jacobsen er glæsilegur stóll sem hannaður var árið 1958.
Arne-Jacobsen-Drop-Chair-Fritz-Hansen-4Montana hillueiningarnar voru hannaðar af Peter J. Lassen árið 1982.

sectional-montana-bookcaseY-stóllinn eftir Hans J. Wegner er framleiddur af Carl Hansen & Son.

d2f7a11b9a4db2e58f4c3b74ce728c4f

Kíktu við um helgina og fáðu ráðgjöf sérfræðinga og taktu þátt í flottu happdrætti.

 

ÍSLENSK HÖNNUN FRÁ NORMANN COPENHAGEN

Húsgagnahönnuðurinn Sigurjón Pálsson hannaði þessa fallegu vaðfugla sem danska hönnunarfyrirtækið Normann Copenhagen keypti til framleiðslu fyrr á þessu ári og bera nú heitið Shorebirds. Fuglarnir eru komnir til sölu hjá okkur í Epal og hafa þeir vakið mikla athygli. Sigurjón er þriðji íslenski hönnuðurinn til að heilla Normann Copenhagen en fyrirtækið framleiðir einnig vörur eftir þær Bryndísi Bolladóttur og Helgu I. Sigurbjarnardóttur.

V3-7070599811001_Shorebird_Swan_Ducky_1

1001_Shorebird_Swan_Ducky_2

Fyrirmyndirnar sótti Sigurjón í íslensku vaðfuglana, spóa, stelk og sendling.

Shorebirds koma í þremur stærðum og í fjórum mismunandi litum.

GUBI ADNET SPEGILLINN

Jacques Adnet (1900-1984) var franskur arkitekt og hönnuður. Ásamt því að hanna húsgögn og spegla, hannaði Adnet íbúðir og skrifstofur, meðal annars fyrir franska forsetann (Vincent Auriol) og Unseco.

Saga Adnet spegilsins fer þó aftur til ársins 1950 þegar að Jacques Adnet hóf samstarf með franska tískuhúsinu Hermés þar sem að Adnet þróaði línu af leðurklæddum húsgögnum og skrautmunum fyrir heimilið. Hann hannaði þá Adnet spegilinn fræga, sem er hringlaga leðurspegill sem hangir á leðuról.

Adnet spegillinn hentar vel á baðherbergi, á ganginn eða í hvert annað rými. Árið 2013 hóf danska hönnunarhúsið Gubi aftur framleiðslu á Adnet speglinum eftir að hafa verið ófáanlegur um tíma. Adnet spegillinn fæst núna í Epal.

12648 Gubi_Adnet_Mirror-02_1024x1024 gubi-adnet-mirror-1 gubi-adnet-mirror-2 gu0031_ls1Render.jpg33ab6f8a-d258-4157-be08-1188aa87d205Original

Jacques Adnet er einn frægasti franski hönnuður sem uppi hefur verið og er hönnun hans enn þann dag í dag mjög eftirsótt enda tímalaus og klassísk hönnun.

ÍSLENSK HÖNNUN FRÁ TULIPOP

Þessar skemmtilegu myndir eru frá íslenska hönnunarfyrirtækinu Tulipop og sýna þær vel vöruúrval þeirra.Vörurnar frá Tulipop eru glaðlegar og það er auðvelt að falla fyrir litríkum og krúttlegum fígúrunum í Tulipop ævintýraheiminum, en þar á hver fígúra sitt nafn og sinn eigin hugarheim.

10484218_839114742767785_2235598897529233640_o 10486052_839114646101128_3469234523295692894_n 10628471_839114672767792_520376487281692723_n 10649734_839114632767796_9109487354419268992_n 10679825_839114722767787_6771142011610187154_o

Myndirnar tók Axel Sigurðarsson.

Tulipop fæst í Epal.

Poul Henningsen: Afmælisútgáfa af PH 3½-3

Í tilefni þess að nú eru 120 ár liðin frá fæðingu danska hönnuðarins Poul Henningsen gefur Louis Poulsen út nýja útgáfu af PH 3½-3 ljósinu fræga. Ljósið verður frumsýnt í Epal þann 9.september á fæðingardegi hönnuðarins.

Poul Henningsen leitaðist við að hanna lampa sem gefa milda birtu og eru PH-ljósin í dag auðþekkjanleg, því á þeim eru að minnsta kosti þrír skermar. Nýju PH 3½-3 ljósin eru byggð á upprunarlegum teikningum eftir Poul Henningsen frá árinu 1929 þar sem frægi þriggja laga skermurinn kemur fyrir.

Ljósið verður nú í boði í grænum, gulum, rauðum og hvítum lit með brúnlitum festingum úr kopar. Litirnir eru innblásnir af hönnuðinum sjálfum, og eru ljósin þessvegna mjög litrík.

ikast-11 ikast-28 ph-31-2_3-detail_01_gul ph-31-2_3-detail_04_roed ph-31-2_3-detail_06-hvid ph-31-2_3-detail_08-groen 4.0.1

 Þrátt fyrir að PH 3½-3 ljósið sé yfir 80 ára gamalt þykir það enn í dag vera nútímalegt en þó klassískt á sama tíma, sem gerir það að verkum að það hentar mörgum ólíkum heimilum.

Þegar Poul Henningsen hannaði ljósið lagði hann áherslu á að birtan frá ljósinu skapaði ró og kæmi jafnvægi á umhverfið. PH 3½-3 ljósið veitir góða birtu og gefur hvaða heimili fallegan þokka með því einu að vera til staðar hvort sem kveikt er á ljósinu eða ekki. Það er fallegt eitt og sér eða parað saman með fleiri ljósum.

 Hönnun Poul Henningsen er tímalaus og sumir ganga jafnframt svo langt að kalla hana ódauðlega.

Ljósin verða frumsýnd í Epal þann 9. september, kíktu endilega í heimsókn og sjáðu þessi einstöku ljós.

ÍSLENSK HÖNNUN: FJÖLSKYLDAN MÍN

Fjölskyldan mín eru skemmtileg glös sem sköpuð voru til að brjóta upp hversdagsleikann á heimilinu. Þemað er hin íslenska fjölskylda, þjóðbúningurinn okkar, torfbæirnir, kindin og sveitin fagra sem tengja okkur fortíðinni og rótum okkar.

Þessi flottu glös voru að koma aftur í verslun okkar Epal, en þau eru hönnuð af Ingibjörgu Hönnu og Dagnýju Kristjánsdóttur.

Screen Shot 2014-09-04 at 10.15.06 PM Screen Shot 2014-09-04 at 10.16.03 PM Screen Shot 2014-09-04 at 10.16.24 PM Screen Shot 2014-09-04 at 10.15.24 PM Screen Shot 2014-09-04 at 10.14.39 PM Screen Shot 2014-09-04 at 10.15.44 PM

 

Skemmtileg íslensk hönnun.