GUBI ADNET SPEGILLINN

Jacques Adnet (1900-1984) var franskur arkitekt og hönnuður. Ásamt því að hanna húsgögn og spegla, hannaði Adnet íbúðir og skrifstofur, meðal annars fyrir franska forsetann (Vincent Auriol) og Unseco.

Saga Adnet spegilsins fer þó aftur til ársins 1950 þegar að Jacques Adnet hóf samstarf með franska tískuhúsinu Hermés þar sem að Adnet þróaði línu af leðurklæddum húsgögnum og skrautmunum fyrir heimilið. Hann hannaði þá Adnet spegilinn fræga, sem er hringlaga leðurspegill sem hangir á leðuról.

Adnet spegillinn hentar vel á baðherbergi, á ganginn eða í hvert annað rými. Árið 2013 hóf danska hönnunarhúsið Gubi aftur framleiðslu á Adnet speglinum eftir að hafa verið ófáanlegur um tíma. Adnet spegillinn fæst núna í Epal.

12648 Gubi_Adnet_Mirror-02_1024x1024 gubi-adnet-mirror-1 gubi-adnet-mirror-2 gu0031_ls1Render.jpg33ab6f8a-d258-4157-be08-1188aa87d205Original

Jacques Adnet er einn frægasti franski hönnuður sem uppi hefur verið og er hönnun hans enn þann dag í dag mjög eftirsótt enda tímalaus og klassísk hönnun.

ÍSLENSK HÖNNUN FRÁ TULIPOP

Þessar skemmtilegu myndir eru frá íslenska hönnunarfyrirtækinu Tulipop og sýna þær vel vöruúrval þeirra.Vörurnar frá Tulipop eru glaðlegar og það er auðvelt að falla fyrir litríkum og krúttlegum fígúrunum í Tulipop ævintýraheiminum, en þar á hver fígúra sitt nafn og sinn eigin hugarheim.

10484218_839114742767785_2235598897529233640_o 10486052_839114646101128_3469234523295692894_n 10628471_839114672767792_520376487281692723_n 10649734_839114632767796_9109487354419268992_n 10679825_839114722767787_6771142011610187154_o

Myndirnar tók Axel Sigurðarsson.

Tulipop fæst í Epal.

Poul Henningsen: Afmælisútgáfa af PH 3½-3

Í tilefni þess að nú eru 120 ár liðin frá fæðingu danska hönnuðarins Poul Henningsen gefur Louis Poulsen út nýja útgáfu af PH 3½-3 ljósinu fræga. Ljósið verður frumsýnt í Epal þann 9.september á fæðingardegi hönnuðarins.

Poul Henningsen leitaðist við að hanna lampa sem gefa milda birtu og eru PH-ljósin í dag auðþekkjanleg, því á þeim eru að minnsta kosti þrír skermar. Nýju PH 3½-3 ljósin eru byggð á upprunarlegum teikningum eftir Poul Henningsen frá árinu 1929 þar sem frægi þriggja laga skermurinn kemur fyrir.

Ljósið verður nú í boði í grænum, gulum, rauðum og hvítum lit með brúnlitum festingum úr kopar. Litirnir eru innblásnir af hönnuðinum sjálfum, og eru ljósin þessvegna mjög litrík.

ikast-11 ikast-28 ph-31-2_3-detail_01_gul ph-31-2_3-detail_04_roed ph-31-2_3-detail_06-hvid ph-31-2_3-detail_08-groen 4.0.1

 Þrátt fyrir að PH 3½-3 ljósið sé yfir 80 ára gamalt þykir það enn í dag vera nútímalegt en þó klassískt á sama tíma, sem gerir það að verkum að það hentar mörgum ólíkum heimilum.

Þegar Poul Henningsen hannaði ljósið lagði hann áherslu á að birtan frá ljósinu skapaði ró og kæmi jafnvægi á umhverfið. PH 3½-3 ljósið veitir góða birtu og gefur hvaða heimili fallegan þokka með því einu að vera til staðar hvort sem kveikt er á ljósinu eða ekki. Það er fallegt eitt og sér eða parað saman með fleiri ljósum.

 Hönnun Poul Henningsen er tímalaus og sumir ganga jafnframt svo langt að kalla hana ódauðlega.

Ljósin verða frumsýnd í Epal þann 9. september, kíktu endilega í heimsókn og sjáðu þessi einstöku ljós.

ÍSLENSK HÖNNUN: FJÖLSKYLDAN MÍN

Fjölskyldan mín eru skemmtileg glös sem sköpuð voru til að brjóta upp hversdagsleikann á heimilinu. Þemað er hin íslenska fjölskylda, þjóðbúningurinn okkar, torfbæirnir, kindin og sveitin fagra sem tengja okkur fortíðinni og rótum okkar.

Þessi flottu glös voru að koma aftur í verslun okkar Epal, en þau eru hönnuð af Ingibjörgu Hönnu og Dagnýju Kristjánsdóttur.

Screen Shot 2014-09-04 at 10.15.06 PM Screen Shot 2014-09-04 at 10.16.03 PM Screen Shot 2014-09-04 at 10.16.24 PM Screen Shot 2014-09-04 at 10.15.24 PM Screen Shot 2014-09-04 at 10.14.39 PM Screen Shot 2014-09-04 at 10.15.44 PM

 

Skemmtileg íslensk hönnun.

IITTALA HÖNNUN Á ÚTSÖLU

Hönnuðurinn Harri Koskinen sá um hönnun á Meno pokanum (á finnsku þýðir orðið “to go”), pokinn kemur í þremur stærðum og er úr þæfðu Polyester efni. Hægt er að nota pokana á marga vegu, sá minnsti hentar t.d. vel undir skjöl og i-pad, miðjustærðin er frábær til að sinna daglegum erindum og hentar einnig sem verslunarpoki. Sá stærsti bíður upp á ótrúlegt geymslupláss og er jafnvel hentugur til að skella í bílinn fyrir helgarferðina. Hönnuðurinn sjálfur, Harri Koskinen, dásamar pokann og segist nota þann stærsta þegar hann fer í skíðaferðalag með fjölskyldunni.

Screen Shot 2014-08-29 at 1.28.58 PM

iittala-meno2

meno-home-bag-d400x500x250mm-grey-feltseries-iittala-meno-1

 Meno pokarnir eru á 50% afslætti fram yfir helgi, og kosta núna  frá 5.100 – 9.975 kr.  

Meno pokarnir eru aðeins brot af iittala vörum sem eru á 50% afslætti, kíktu við um helgina og gerðu góð kaup.

Opið laugardag og sunnudag.

UPPRUNALEGI LYNGBY VASINN AFTUR FÁANLEGUR

Við erum komin með í sölu hina einu og sönnu Lyngby vasa sem upphaflega voru framleiddir á árunum 1936-1969 af postulínverksmiðjunni Denmark. Vasinn er klassísk hönnun sem hafið var endurframleiðslu á árið 2012 eftir að hafa verið ófáanlegur í 43 ár. 
Við erum mjög spennt fyrir því að bæta upprunalega Lyngby vasanum við vöruúrvalið okkar og er hann framleiddur í tveimur litum, dökkgráum og hvítum. Ásamt vasanum eru einnig til falleg ílát með loki sem henta vel á kaffiborðið eða jafnvel undir skartgripi.

bbd878624b01ccc393f65b65d7e1a6c1e98df72767a277a562ca997f47c20dceBonBonniere_Lyngby_Porcelæn_krukke_opbevaring_lå Bonbonniere_NEW-1

Lyngby_vasen_3_stk lyngby-vase-hilfling Vase_bottom

83bc4482593dfa0054ada618927defdf

Einstaklega fallegur vasi sem fæst núna hjá okkur í Epal.

ERTU KLÁR Í SKÓLANN?

Ertu klár í skólann? Skólarnir eru að hefjast um þessar mundir og hjá okkur í Epal leynast ýmsar vörur ofan í skólatöskuna eða á vinnuborðið jafnt fyrir yngri kynslóðina sem eldri. Við bjóðum upp á gott úrval af skólavörum, þar má meðal annars nefna fallegar stílabækur frá ýmsum merkjum, skemmtileg og litrík nestisbox, drykkjarílát, skissubækur og margt fleira.

Hér að neðan má sjá brot af úrvalinu.

lego-lunch

Frá Room Copenhagen koma stórskemmtilegu LEGO vörurnar sem eru einnig á frábæru verði. Drykkjarmál og Lego nestisbox, einnig eru til Lego skipulagsbox í mörgum stærðum og gerðum sem hægt er að nota fyrir skipulagið á skrifborðinu.

lego-storage-aufbewahrung-lunchbox-kuechepojemnik-sniadaniowy-sni_31265


203cb5d42c8fad05fe2ac5aa4f74d56d-1

Paul Frank vörurnar frá Room Copenhagen eru mjög skemmtilegar, flott nestisbox og drykkjarmál fyrir skólann.

de706f0680c62df4223127a0906dfac210502367_811596408852952_5093103525935879835_n

Íslenska merkið Tulipop er með fallegt úrval af nestisboxum og stílabókum.

984044_761918520487408_1632014711587589674_n 1979702_761918510487409_5331524983835021114_n
10420325_811596485519611_3777445959212713460_n
10547663_811596575519602_7867228892279336775_ntulipop_giveaway-680x453

Einstaklega litríkar og glaðlegar vörur.

image_2798.jpg

Erum með úrval af sniðugum nestisboxum frá Black+Blum.

10650003-1

Fallegar vörur frá Pantone fyrir skrifborðið.

Design-Letters-and-Friends-1-office-koncept

Design Letter er vörulína sem skreytt er leturgerð eftir Arne Jacobsen, stílabækur, blíantar og stafaglösin hafa t.d. notið mikilla vinsælda.

Design-Letters-and-Friends-2-office-600x631 Design-Letters-and-Friends-3-office-pencils-600x316-1


GetImage.ashx

Frá Ferm Living koma þessar flottu stílabækur.

thumb-2-Spine-Notebook-02_2014-2-17_9-32-11

Danska merkið HAY er með úrval af skemmtilegum og skipulagsboxum í ýmsum stærðum og gerðum. Tilvalið á skrifborðið!

HAY denmark stationery boxes thumb-1-16571_2012-1-12_21-15-17

Skipulagsbakkar, bókastoðir og fleiri fallegar vörur frá HAY.

thumb-2-Organizer catalogue_2013-1-22_13-37-58 thumb-2-Phi-Scissors-L_2013-10-15_10-42-51

Gyllt og falleg skæri fyrir fagurkera frá HAY.
thumb-2-Tower-Block-All-ATWTP_2014-2-17_12-45-16d7438f433111d6c10599eb4d9d4e093d

Komdu við og kíktu á úrvalið!

HAUST & VETRARLÍNA FERM LIVING

Danska hönnunarfyrirtækið Ferm Living birti nýlega þessar myndir af væntanlegri haust og vetrarlínu sinni fyrir árið 2014. Línan sem kemur í verslanir með haustinu er glæsileg að sjá og er án efa eftir að slá í gegn. Skemmtilegt samspil lita og geómetrísk form einkenna línuna, en hún inniheldur m.a. húsgögn og ýmsar smávörur til að skreyta heimilið.

Hægt er að skoða línuna nánar á vefsíðu Ferm Living, -hér. 

10425035_10152123629342242_6235054579542215146_n

997017_10152123628797242_6096430414812170860_n 1451413_10152123630782242_5566628414256149971_n 1795775_10152123630292242_8444165526182016481_n 10357513_10152123628142242_7147110754320142600_nAW14_newsletter1 kopi 10386269_10152123628912242_1943873565223821710_n10441019_10152123628552242_845390443836777230_n 10516845_10152123628697242_3399446813129393208_n 10534517_10152123628907242_233923349772578711_n 10552394_10152123629152242_6918437091882264689_n 10559912_10152123630947242_7089738160008526024_n 10563057_10152123630307242_4796741487751339379_n 10565118_10152123629792242_2965885177583506425_n 10568868_10152123629857242_1687907993839805588_n 10599125_10152123630932242_8483344100313846258_n 10600546_10152123630157242_1420325134110648567_nAW14_newsletter2

EINSTAKUR SÓFI FRÁ ERIK JØRGENSEN

Toward sófinn var hannaður af Anne Boysen fyrir sófaframleiðandann Erik Jorgensen árið 2013. Sófinn er einstakur í útliti og hefur mikinn og skemmtilegann karakter, einnig er hægt er að færa til púðana og á þann hátt má breyta notagildi sófans.

Toward_Sofa-Anne_Boysen_Erik_Joergensen-1
Toward-Sofa-1Toward_Sofa-Anne_Boysen_Erik_Joergensen-3-600x300

Erik Jørgensen er einn stærsti sófaframleiðandi í Skandinavíu. Erik Jørgensen stofnaði samnefnt fyrirtæki sitt árið 1954 í Svendborg í Danmörku en hann hafði áður starfað sem söðlasmiður og bólstrari. Hann hafði áhuga á að snúa sér að húsgögnum og eftir að hann hafði komið sér upp verkstæði hóf hann að framleiða sófa.

Erik Jørgensen fyrirtækið hefur alltaf haldið sig við að að handgera allt sem hægt er að vinna í höndum og er það lykillinn af velgengni fyrirtækisins, þeir eru í raun lítið fyrirtæki í Danmörku en orðspor þeirra er mikið stærra. Vörulína þeirra er breið og sófa að finna í mörgum verðflokkum.