TILBOÐ Á AXEL SÓFA FRÁ MONTIS

Í tilefni af 30 ára afmæli hollenska sófaframleiðandans Montis bjóðum við upp á afmælistilboð á 3,5 sæta Axel sófanum frá Montis.

contemporary-sofas-adult-5027-1625441

Montis var stofnað árið 1974 og hafa þeir að leiðarljósi í hönnun sinni að hanna móderníska sófa með miklum þægindum.

Axel sófinn sem hannaður er af Gijs Papavoine er fullkominn sófi fyrir allar stofur. Sófinn er nokkuð hár sem gerir auðveldara fyrir að standa upp úr honum og sófafætur eru látlausar og lítið ber á þeim og mætti jafnvel halda að sófinn fljóti á gólfinu.

Einstaklega smart og þægilegur sófi sem er á frábæru tilboði! Komdu og kynntu þér Axel sófann frá Montis.

NÝTT Í EPAL: DISCIPLINE

Við vorum að hefja sölu á vörum frá ítalska hönnunarfyrirtækinu Discipline. Discipline framleiðir fallegar vörur fyrir heimilið og hið daglega líf með áherslu á náttúruleg efni og mikil gæði.

Í vöruúrvali þeirra má m.a. finna ýmsa smávöru fyrir heimilið ásamt fallegum húsgögnum.

1978792_691579847555172_1863116279_ninline-re-turned-4 10152552_710156415697515_7314553666950238011_n10492422_749987698381053_910533667973462301_n clipcover Discipline_SmithMatthias_Tilt Discipline-products1 discipline-profil f0ff978dee Ichiro-Iwasaki-for-Discipline-Cup-Table-on-flodeau.com-3-1024x1024 images
l2_p334477_488_336-1 l2_p334503_488_336-1 selection-cuivre-last-stool-de-max-lamb-pour-Discipline

Við erum sérstaklega spennt fyrir þessu flotta merki sem hefur vakið mikla athygli á erlendri grundu nýlega. Fyrirtækið er ungt en á svo sannarlega mikið inni.

Kíkið endilega á úrvalið í verslun okkar Skeifunni 6, einnig viljum við benda á að hægt er að sérpanta allar vörur frá Discipline sem ekki eru til í verslun okkar. Vefsíðu þeirra má finna á: www.discipline.eu

 

VERSLUN: HOME AUTOUR DE MONDE

Elísabet Ómarsdóttir er innanhússhönnuður og nemi í lýsingarfræði. Hún átti nýlega leið til Parísar og stoppaði við í versluninni Home Autour de monde. Elísabet tók nokkrar myndir í heimsókn sinni sem við fáum að deila með ykkur hér,

“Home autour de monde er verslun í París sem býður upp á margsskonar úrval af fallegri gjafavöru, húsgögnum og fatnaði. Ingibjörg Hönnu þekkja eflaust margir, hún hannaði m.a. vinsæla Krumman sem hangir í mörgum gluggum og hengið Ekki Rúdólf sem er selt í Epal.

Verslunin selur nokkrar af hennar vörum eins og Experienced og Dot púðana, einnig bolla sem kallast Wood/Wood/Wood sem eru skemmtilegir og smart bollar. Verslunin er með flott úrval frá skandinavískum fyrirtækjum eins og Normann Copenhagen, Muuto og HAY.”

IMG_4177-

Dot púðinn kemur vel út með eikar borðinu.

IMG_4169-

Experienced púðinn eftir Ingibjörgu, með gulri bakhlið og Dot púðinn kemur vel út með eikar borðinu. munstraðri framhlið.

IMG_0299-

HAY rúmfötin eru úr bómullar satíni og eru framleidd í nokkrum litum og munstrum.

IMG_0307-

Wood/Wood/Wood bollarnir í beyki og með hvítri áferð, einnig framleiddir í svörtu.

IMG_4183-

IMG_0324-

Lífleg og litrík gluggaútstilling með bökkunum frá HAY og kertastjökunum frá Applicata.

IMG_4181-

Það sést glitta í viskastykki sem er með saman munstri og Experienced púðinn. Munstruðu kringlóttu bakkarnir eru frá Ferm living.

IMG_4187-

Gluggaútstilling á rue des Francs Bourgeois. Það sést í Flip speglana frá Normann Copenhagen og viðarlampann frá Muuto.

INSTAGRAMLEIKUR EPAL & TRENDNET

Það er skemmtilegur leikur í gangi á instagram fram yfir helgi sem við erum með í samstarfi við vefmiðilinn Trendnet.is. Þátttakendur eru hvattir til að merkja myndir sem þeir taka með merkinu #epaldesign og #trendnet og hlýtur vinningshafinn Hay Dot púða að eigin vali frá Epal.

Sendar hafa verið inn fjölmargar myndir og hér að neðan má aðeins sjá lítið brot, okkur þykir sérstaklega gaman að sjá vörur frá versluninni okkar skreyta heimilið ykkar:)

Screen Shot 2014-07-04 at 12.26.40 PM Screen Shot 2014-07-04 at 12.27.34 PM Screen Shot 2014-07-04 at 12.27.50 PM Screen Shot 2014-07-04 at 12.29.22 PM Screen Shot 2014-07-04 at 12.29.48 PM Screen Shot 2014-07-04 at 12.30.01 PM Screen Shot 2014-07-04 at 12.30.19 PM Screen Shot 2014-07-04 at 12.30.33 PM Screen Shot 2014-07-04 at 12.30.47 PM Screen Shot 2014-07-04 at 12.31.06 PM Screen Shot 2014-07-04 at 12.31.39 PM

Við hvetjum ykkur til að taka þátt, og fylgja okkur einnig á instagram.

TABLO STOFUBORÐ FRÁ NORMANN COPENHAGEN

Tablo frá Normann Copenhagen er einstaklega flott borð hannað af Nicholai Wiig Hansen. Tablo hefur notið mikilla vinsælda sem stofuborð, en það kemur í tveimur stærðum og nokkrum litum. Borðið er gott dæmi þar sem notagildi, efnisval og fegurð spilar vel saman en auðvelt er að setja borðið saman eða taka í sundur.

a3b6ea4a0a7e511f59255f6f907853a9

b399bb03836b532d1f502dcb231e3813

53f29f47bee22ad2aa9aa22642e624b3

3d950c46618b16996b97fdf71bb1d3b9

75ad7ea3153ee2a3f72ba05b64abb179 177f95b4212beb087d510f35cc01b5ec

Borðplatan kemur í nokkrum litum og eru borðfætur úr aski, einnig er hægt að fá borðið með hvítum eða svörtum borðfótum í stíl við borðplötuna.

Kíktu við hjá okkur og skoðaðu úrvalið af stofuborðum sem við bjóðum upp á.

NÝTT FRÁ NORMANN COPENHAGEN: POCKET

Við vorum að fá nýja og bráðsniðuga hönnun frá Normann Copenhagen sem ber heitið Pocket!

Pocket sem hannaðir eru af Simon Legald eru skemmtilegir veggvasar sem nýta má á óteljandi hátt til að skipuleggja heimilið. Pocket kemur í fjórum stærðum og nokkrum litum og henta því m.a. undir tímarit, penna, plöntur eða annað skraut. Það er undir þér komið hvaða hlutverki Pocket fær að gegna á þínu heimili. 
3820_Pocket_Organizer_4Colors_Plants-p
Skærmbillede-2014-03-26-kl.-00.00.08 1512396_10152184683557859_941325375_n Messe_jka01 Messe_jka05 normann-copenhagen-pocket-serie-wit-white-emma-b-utrecht-emmab_1_1_1_1Screen Shot 2014-07-02 at 3.33.00 PM Screen Shot 2014-07-02 at 3.33.12 PMSkemmtileg hönnun sem hægt er að raða upp að vild og hentar jafn vel í eldhúsið, skrifstofuna eða á baðherbergið.

Kíktu á úrvalið hjá okkur í Epal.

KLASSÍSKT DANSKT HEIMILI

Á þessu einstaka heimili býr sannkallaður fagurkeri og ekta safnari. Húsögnin eru mörg hver eftir dönsku meistarana, Borge Mogensen, Finn Juhl og Hans J. Wegner. Í viðtali sem birtist með þessu innliti í danska Bo Bedre tímaritinu kom fram að eigandinn hafi mjög ungur að aldri hafið að safna hönnun og list, hann las bækur um listmuni og jafnvel um kínverskt postulín, og á 12 ára aldri hafi hann verið búinn að kaupa sér sína fyrstu postulínstyttu.

Við mælum með að lesa greinina sem fylgir þessum myndum sem finna má á vefsíðu Bo Bedre hér. 

f010d1764bb5449eaddc61f5547e9dc42106dbad95a44e0f8ef5e0dc6a65f72211c5076e7fad485b9531a278599f33a188932ad394cf40a894648b30bfe514d0
47c1da19c918435881688bc34e9f1b00 81f7460eeb35484b8bed6748080c7a47 86bec5e5f7624aeca55d53b87a08086a 463d4e5f5d7141fb9ddf9725958a121d 4876b390929e4391b8c6df5ea785f03a 8916d43fed324496a6cf7abcccb5a82e 23907c22552e489ebfc895febaa21b1c 73857fb24c2a4a78bef5e8450ac33ce8 a7211744cde0480f9c151536df4488a1 d456bff1a8514b7d9c5fd02a7c8ac465

CH24 WISHBONE CHAIR Á TILBOÐI

Eitt þekktasta húsgagn hannað af Hans J. Wegner er CH24 / Wishbone chair, sem einnig gengur undir nafninu Y-stóllinn. Wishbone stóllinn er á sérstöku tilboðsverði í tilefni 100 ára afmælis Hans J. Wegner. Stóllinn var hannaður árið 1949 og var eitt fyrsta húsgagnið sem Hans J. Wegner hannaði fyrir danska húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Son og hefur stóllinn verið í framleiðslu frá árinu 1950 og notið mikilla vinsælda.

Y-ið eða óskabeinið í bakinu gefur stólnum mikinn karakter og veitir einnig góðan stuðning við bakið. Stóllinn er léttur og því er auðvelt að færa hann á milli rýma, hann hentar vel við borðstofuborðið, skrifborðið eða jafnvel einn og sér.

d2f7a11b9a4db2e58f4c3b74ce728c4f

7ced4d2180e67caabbfc0c10d932e292-620x899 105457230a84f6584a71399112a597ce-620x930

4ac7311f107c1d7514bebb62982673e1

Hér að neðan má sjá myndir frá framleiðsluferlinu:

Decon-Wishbone-Chair-Carl-Hansen-6-legs-600x903 Decon-Wishbone-Chair-Carl-Hansen-7-chisel-600x903 Decon-Wishbone-Chair-Carl-Hansen-8-sanding-600x903 Decon-Wishbone-Chair-Carl-Hansen-9-weaving-600x745


CH24 0614 AUGL

Tilboðið gildir til 1.nóvember 2014.

KAISER IDELL BORÐLAMPI Á AFSLÆTTI

Kaiser idell borðlampinn er tímalaust hönnunartákn.

Kaiser idell lampinn var hannaður af Christian Dell(1893-1974) sem var þýskur silfursmiður og hönnuður.

Á árunum 1922-25 var Dell yfir málmverkstæðinu í Bauhaus skólanum í Weimar og hafði hann mikil áhrif á Bauhaus stílinn. Frá árunum 1926 teiknaði Dell nokkur ljós og flest voru þau teiknuð fyrir ljósaverksmiðjuna Gebr. Kaiser & Co. Fyrsta línan var gefin út árið 1936 og þar var m.a. að finna borðlampann 6556-T.

3466

KAISER idell 6556-T er tímalaust hönnunartákn, þýsk gæðahönnun og er lampinn þekktastur sem ein frægasta ljósahönnun sem þróaðist á Bauhaus tímabilinu.

Í Kaiser idell línunni er einnig að finna gólflampa, vegglampa og loftljós sem öll eru framleidd í dag af Fritz Hansen. Ljósin eru framleidd úr hágæða stáli og eru skermarnir handmálaðir.

30733076 3078 3080 3412 3450

KAISER idell lampinn er núna á 40% afslætti á meðan birgðir endast og kostar aðeins 59.800 kr.-

Falleg hönnunarklassík á frábæru verði!

POV KERTASTJAKI FRÁ MENU

POV kertastjakarnir frá Menu eru fallega hannaðir og hægt er að nota þá staka eða marga saman í hóp. Hægt er að leika sér með uppröðun þeirra og er POV flottur einn og sér en myndar svo skemmtilegt grafískt mynstur þegar mörgum er raðað saman.

POV sem stendur fyrir “Point of view” hefur verið vinsæll í gjöf, og er tilvalinn í pakkann fyrir væntanleg brjúðhjón.

0c9d3be44f59c1a351bf05e1f04a8e48 29cff2d1ccd31a69bdaca15b90da33b7409bda3a442200efd592523b88edc016 558f6a2e472f139c63a58846c95e6a14 990b36d6f20b7f124320190b6241d74a 4130642d9ee35f069c581a57ed7e7cccc5c613ea176a40b9bcf651bb4b65f3c9a18d8213d6bd310a45efd481f8cde4d8