HÖNNUNARFYRIRTÆKIÐ TON

Tékkneska húsgagnafyrirtækið TON á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1861. TON var stofnað af húsgagnasmiðnum Michael Thonet en nafnið vísar þó ekki aðeins í nafn stofnanda þess heldur í tékknesku orðin Továrna Ohýbaného Nábytku sem stendur fyrir formbeygð-húsgagna-framleiðsla.

 TON er elsta húsgagnaframleiðslufyrirtæki í heiminum sem formbeygir við og er það í dag stærsti framleiðandi í Evrópu sem sérhæfir sig í formbeygðum viðarhúsgögnum.

11_chair-002-311002-006

TON framleiðir m.a. stól nr.14 eða öðru nafni Vínarstólinn sem er hinn eini sanni kaffihúsastóll. Stóllinn er framleiddur úr formbeygðum við með sérstakri tækni sem fundin var upp fyrir miðja 19.öld. Stólinn má finna á listasöfnum og kaffihúsum um heim allan svo miklar eru vinsældir hans. Sagt er að á hverjum degi sé a.m.k. eitt almenningsrými fyllt með húsgögnum frá T0N, allt frá litlum kaffihúsum til stærðarinnar hótela.

Screen Shot 2014-05-16 at 10.57.18 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.57.31 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.58.08 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.58.24 PM Screen Shot 2014-05-16 at 10.59.46 PM Screen Shot 2014-05-16 at 11.01.20 PM Screen Shot 2014-05-16 at 11.02.14 PM Screen Shot 2014-05-16 at 11.02.59 PM Screen Shot 2014-05-16 at 11.04.42 PM Screen Shot 2014-05-16 at 11.05.18 PM TON-furniture_dezeen_ss_5

Alla tíð vann Thonet að þeirri hugsjón sinni að búa til falleg húsgögn sem allir gætu eignast, og sú hugsjón hans hefur svo sannarlega ræst.

Í dag bíður TON upp á mjög gott úrval af stólum, borðum og öðrum húsgögnum á góðu verði. Húsgögnin eru tímalaus og gerð úr miklum gæðum. Vörurnar eru allar látnar fara í gegnum strangt gæðapróf til að geta staðist sem best tímans tönn og mikla notkun. Einnig eru allar TON vörur með 5 ára ábyrgð.

TON stendur fyrir gæði og klassík, kynntu þér úrvalið!

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.ton.eu

ÍSLENSK HÖNNUN: TRITON

Triton er fallegt hangandi ljós eftir íslenska hönnuðinn Söndru Kristínu Jóhannesdóttur. Sandra Kristín er uppalin á Akureyri og útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2013.

Ljósið Triton er auðvelt í samsetningu og kemur það flatpakkað. Ljósið samanstendur af 16 stykkjum af 3mm þykkum örmum úr áli sem mynda hring þegar sett er saman. Triton kemur í tveimur stærðum og tveimur litum, svörtum og hvítum.
Screen Shot 2014-05-21 at 2.32.54 PM Screen Shot 2014-05-21 at 2.33.06 PM Screen Shot 2014-05-21 at 2.33.15 PM
951f65_c4ac20b018634eadb07749d7fa256d34.jpg_srz_374_208_75_22_0.50_1.20_0.00_jpg_srz

951f65_90271d1f12ea4fc1b068d8321ed83c50.jpg_srz_374_327_75_22_0.50_1.20_0.00_jpg_srz951f65_5545650902b74366920ca32a710dcbe8.jpg_srz_374_327_75_22_0.50_1.20_0.00_jpg_srz951f65_d41f8cd4b53d4415a87f6b86e9ed8546.png_srz_374_345_75_22_0.50_1.20_0.00_png_srz

Triton fæst í Epal.

 

SUMARLEGIR GRASVASAR

Grasvasarnir frá Normann Copenhagen eru bráðsniðug hönnun með smá húmor. Vasarnir sem koma í þremur stærðum eru hugsaðir undir litlu smáblómin sem við oftast horfum fram hjá í daglegu lífi, þessi sem vaxa meðfram húsveggnum eða á túninu. Grasvasarnir eru fullkomnir undir þessi litlu blóm og færa náttúruna svo sannarlega inn á heimilið.

Vasarnir eru fallegir stakir eða nokkrir saman í hóp.

GAB1556_normann 153 grass-vase-pink-background Grass._Birdsview_300_dpiGAB1556_normann 182

207a6957-835f-4fec-9c3b-8f6636f32fde

Hönnunartvíeykið Claydies hannaði vasana árið 2008 og hafa þær hlotið verðlaun fyrir þá.

Grasvasarnir fást í Epal.

 

SÓFINN VETUR : NOTAÐ VERÐUR NÝTT AFTUR

Við vorum að fá þennan einstaka sófa til sölu í Notað verður Nýtt aftur.

Sófinn sem hannaður var af Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur og Oddgeiri Þórðarsyni, í samvinnu við Tolla, sem málaði áklæðið í tauþrykkslitum er talinn vera ein birtingarmynda póstmódernismans í íslenskri húsgagnahönnun, sem kom fram undir lok níunda áratugar 20. aldar.
“Sófinn Vetur er ein birtingarmynda póstmódernismans í íslenskri húsgagnahönnun, sem kom fram undir lok níunda áratugar 20. aldar. Höfundar hans eru Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson, í samvinnu við Tolla, sem málaði áklæðið í tauþrykkslitum. Sófinn var bólstraður af Kjartani Einarssyni bólstrara og gerður í þremur eintökum. Auk Veturs, voru sófarnir Sumar og Nótt, samkvæmt skilgreiningu og útfærslu Tolla. Sófinn var kynntur í Epal árið 1989 og var Vetur seldur. Nótt er á Hönnunarsafni Íslands og Sumar fór á norræna húsgagnasýningu í Noregi og þaðan til Los Angeles. Síðan hefur ekkert til hans spurst.” heimild: mbl.is.

Screen Shot 2014-05-20 at 12.41.30 PM

GE4D3JK8

Einstakur sófi sem kominn er í sölu aftur í Epal.

HEWI : AÐGENGISHÖNNUN Á HEIMSMÆLIKVARÐA

Saga þýska hönnunarfyrirtækisins HEWI nær allt aftur til ársins 1929 þegar fyrirtækið var stofnað af Heinrich Wilke. Í dag er fyrirtækið margverðlaunað og leiðandi á sviði aðgengishönnunar, en það hannar og framleiðir m.a. ýmis stuðningshandföng, baðbekki, handlaugar, salernisstoðir og aðra hönnun fyrir baðherbergi með notagildi og fullkomið aðgengi í huga. HEWI hefur margoft unnið alþjóðlegu Red Dot verðlaunin fyrir bestu hönnunina, og árið 2011 unnu þeir verðlaunin “Architects Favourite” í flokki Aðgengishönnunar, en baðherbergislína HEWI nýtur mikilla vinsælda meðal arkitekta og innanhússhönnuða um heim allann.

Það var árið 1979 sem HEWI hannaði fyrstu vörulínu sína sem var sérhönnuð fyrir aldraða og hreyfihamlaða til að auðvelda þeim allt aðgengi. Línan var unnin í samstarfi við arkitekta og notendur og hefur HEWI síðan þá verið leiðandi framleiðandi í aðgengishönnun í heiminum.

Vörurnar frá HEWI auðvelda skipulagningu og hönnun, eins býður fyrirtækið upp á samhæfðar tæknilegar undirstöður fyrir sérsniðnar lausnir í formi efnis og lita. Hvert verkefni er einstakt og við skipulagningu þess er leitað að lausnum sem sameina á sem bestan hátt kröfur um hönnun og gæði.

800-K-Interieur-Washbasin-b 805_erga ani_2ani_4hewi-1011-1 hewi-explorer-system-815 l2_p339969_488_336-1F13748F13781

Sem dæmi um sérsniðnar lausnir frá HEWI eru:

 -Skilti/vegvísar sem vísa fólki veginn innanhúss.

-Samræmd hönnun hurðahúna, lama o.fl.

-Handrið og veggvarnir úr viði, málmi og plasti.

 -Þægilegar, einfaldar lausnir sem auðvelda hindrunarlaust aðgengi í baðherbergjum sem og fjölbreytilegt úrval fylgihluta fyrir baðherbergi.

Nýttu þér þekkta kosti HEWI varanna sem eru:

-Tæknileg fullkomnun

-Tímalaus hönnun

-Gæði og góð ending

-Gott samspil verðs og gæða

 -Lítill viðhaldskostnaður

 Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.hewi.de

 

 

HAY DOT PILLOW

Dot púðarnir frá HAY eru skemmtilegir púðar með mikinn karakter. Púðarnir eru úr hágæðaefni frá Kvadrat og eru því mjög endingargóðir. Það sem einkennir púðana eru hnappar sem finna má á báðum hliðum púðans en þó í ólíkum lit svo hægt er að snúa púðanum við og fá nýtt útlit.

IMG_9285_thumb[3]fd38b9e39bf085d9d7c4d633de73cbfdthumb_320752_500x500thumb_1237669_500x500

DOT púðanir koma í tveimur stærðum og mörgum litaútgáfum.

Kíktu við og skoðaðu úrvalið!

 

MUUTO STACKED SHELF

Stacked shelf frá skandinavíska hönnunarfyrirtækinu Muuto er skemmtileg hillulausn hönnuð af Julien de Smedt. Hillunum er hægt að raða saman að vild svo hver fái það geymslupláss sem hentar best. Hillurnar koma í nokkrum stærðum ásamt því að til er mini-Stacked shelf sem henta vel sem vegghillur undir smáhluti.

Creativ BoardsCreativ Boards Creativ Boards Stacked_Closeup Creativ Boards Stacked_full Creativ BoardsMuuto Creativ Boards Creativ Boards

FALLEGT HEIMILI ÍSLENDINGS Í KÖBEN

Nýlega birtist þetta fallega innlit í danska tímaritinu Bolig Magasinet, en hér búa þau Katrín Björk og Jens Søgaards. Katrín Björk er sjálfstætt starfandi ljósmyndari búsett í Kaupmannahöfn og heldur hún einnig úti fallegri bloggsíðu sem ber heitið Modern Wifestyle. Hún segist hafa mikinn áhuga á hönnun, list, ferðalögum og heilbrigðum lífstíl og má sjá sérstaklega fallegar matarmyndir ásamt girnilegum uppskriftum á Modern Wifestyle. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með henni -hér. 

Heimilið Katrínar og Jens er einstaklega fallegt og þau eiga gott safn af fallegri hönnun. Viðtalið sjálft er hægt að lesa á heimasíðu Bolig Magasinet, hér. 

d0dc2d11b934467f9361ed8dacd32b75

Sjöurnar eftir Arne Jacobsen njóta sín vel á þessu heimili.

881e082cce0644aa9e0d1aec673a1972

Acapulco stóll í svörtu og vírakarfa frá Ferm Living.

2ff2d2bf600841f2b321d2b882ec20fb 5e8d3f01e35f4dd8b8fd776992b78e2c

Viðarhankar frá Muuto.

6ac46a779cc149eea1285f3da892d334

Þessi litríka og flotta skipulagsmappa er frá HAY, ásamt Kaleido bakkanum sem er á borðinu.

8afb792ba6e649aca74b4c26959aa773 38cde8ab29a24ce8bd831fcb5b737a87

Rúmteppið Dots er frá HAY.

2637cf3015a44564ab6ea2a5eec0c205 a4a29f99739d4289bebee895836f50a6

Kaleido bakkana frá HAY er hægt að nota á ýmsa vegu.

c4ce6dac3fbe4d92b9bb19c184a2744d f148899ee99b4ee9bb70d560ce1ff0a7 fbfa3d33205144bba48c7502a7ff3596

Fallegt og litríkt heimili:)

Myndirnar tók Tia Borgsmidt.

INNLIT: BÚÐIN Í NYC

Elísabet Ómarsdóttir er innanhússhönnuður og nemi í lýsingarfræði. Hún átti nýlega leið til New York og stoppaði við í Búðinni sem er er skemmtileg blanda af kaffihúsi og hönnunarverslun sem rekin er af Rut Hermannsdóttur og tveimur viðskiptafélögum hennar. Búðin selur ýmsa íslenska hönnun ásamt úrvali af gæða hönnun frá Skandinavíu.

Elísabet tók nokkrar myndir sem við fáum að deila með ykkur hér,

Screen Shot 2014-04-28 at 11.17.44 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.17.55 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.18.05 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.18.15 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.18.25 PM

Skartið er frá Hring eftir hring, hannað af Steinunni Völu Sigfúsdóttur.

Screen Shot 2014-04-28 at 11.18.34 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.18.41 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.18.48 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.18.55 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.19.03 PM

Kvarnirnar eru frá Muuto og saltið frá Saltverk.

Screen Shot 2014-04-28 at 11.19.10 PM

Vinsæla Kastehelmi línan frá Iittala og salatáhöldin eru frá Muuto.

Screen Shot 2014-04-28 at 11.19.18 PM

Vörurnar frá Farmers Market og Vík Prjónsdóttur hanga á hjólinu.

Screen Shot 2014-04-28 at 11.19.26 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.19.33 PM

Vörur frá Sóley Organics unnið úr íslenskum jurtum.

Fyrir áhugasama þá er heimasíðan þeirra budin-nyc.com