HELT HONEY: NÝTT OG LJÚFFENGT

 HELT – sem þýðir HETJA á dönsku – er ljúffengt og handgert danskt hunang.

HELT hunangsframleiðslan var stofnuð árið 2012 af Anthony Lee, áhugamanni um hunangsflugur og hunang. Eftir að hafa elt ástina yfir til Danmörku frá Englandi átti hann erfitt með að finna sér starf við hæfi vegna þess að hann talaði ekki dönsku. Eftir smá íhugun datt honum þó í hug að starf á hunangsbúi gæti verið sniðugt fyrir hann, hunangsflugur tala jú ekki dönsku og þær voru hans áhugamál.

 Anthony starfaði í þrjú ár fyrir einn stærsta býflugnaframleiðanda í Skandinavíu og eyddi hann mörgum kvöldum í að lesa sér til um hunangsflugur og hunang ásamt því að gera tilraunir með að bragðbæta hunangið í eldhúsinu sínu.

“Ég var svo heillaður af hunangsflugum og fylgdist með þeim flögra um frá mars til september, dag eftir dag og var fullur af áhuga. Ég eyddi heilum vetri í allskyns tilraunir með hunang og blandaði fullt af hollustu í hunangið, t.d. safaríkum berjum, náttúrulegum kryddum, kakóbaunum ásamt fleiri bragðefnum. Niðurstaðan var svo sannarlega bragðgóð! Hún var í rauninni svo bragðgóð að vinir mínir fóru að suða í mér að framleiða hunangið svo að aðrir gætu notið þess, sem að ég svo gerði, og í dag er bragðbætt hunang mín sérgrein.”

286df50564356e5c44463a4ec907e235-1

Anthony stofnaði HELT því honum langaði til að kynna fyrir öðrum hversu stórkostlegt hunangið getur verið. Þess má geta að Anthony giftist nýlega dönsku kærustunni sinni og búa þau á Jótlandi ásamt dætrum sínum og að sjálfsögðu nokkur hundruð hunangsflugum.

grid-cell-13054-1386343278-12grid-cell-13054-1386343280-16

chili cinnamon liquorice mint raspberry

HELT Honey fæst í Epal í ótal bragðtegundum.

Það er einstaklega ljúffengt með morgunmatnum, á brauðið, með jógúrti og svo er það sérstaklega gott með vöfflum og rjóma.

 

NORMANN COPENHAGEN Í MÍLANÓ

Danska hönnunarfyrirtækið Normann Copenhagen tók þátt í nýliðinni hönnunarsýningu Salone del Mobile í Mílanó og vakti sýning þeirra mikla eftirtekt. Fulltrúar Epal voru á svæðinu og kynntu þeir sér allar nýjungar þekktustu hönnunarfyrirtækjanna. Vörurnar sem kynntar voru á sýningu Normann Copenhagen voru einstaklega smart en þar mátti meðal annars sjá fallega stóla, vegghillur, loftljós, lampa, sófa ásamt fleiri vörum sem frumsýndar voru í Mílanó.

Við erum spennt fyrir þessum væntanlegu nýjungum frá Normann Copenhagen sem munu að sjálfsögðu fást í Epal.

6028_Era_Lounge_Chair_Home_1.ashx 6028_Era_Lounge_Chair_Room_1.ashx 602817_Form_Chair_Grey_Oak_1_In_Room.ashx 13715887303_066d1eeb53_o 13716246114_6642d6b478_o 13716248914_f83a439f2a_o 13716249664_4f51797390_o 13716250604_0aaf76ef5e_o Afbeelding 1

www.normann-copenhagen.com

FERMINGARGJAFIR: HRING EFTIR HRING

Skartgripafyrirtækið Hring eftir hring hef komið með á markað sérstaka línu af hálsmenum, eyrnalokkum og armböndum handa yngri stúlkum. Línan er öll léttari og minni um sig og hentar því vel í t.d. fermingargjafir.


Sett af hálsmeni og eyrnalokkum kostar 14.200 kr. og sett af armbandi og eyrnalokkum kostar 7.500 kr.

Fæst í Epal Skeifunni.

NÝTT FRÁ BY NORD

By Nord er danskt hönnunarmerki sem sérhæfir sig í fallegum fylgihlutum fyrir heimilið, þá helst prentuðum textílvörum Þekktustu vörur þess eru án efa fallegir púðar sem flestir eru skreyttir með myndum af dýrum. By Nord sækir innbástur í hráa en fallega norræna náttúru og sjá má t.d. íslenska hestinn og lunda prýða nokkrar vörur.

Úrvalið frá By Nord er gott og erum við hjá Epal afskaplega hrifin af þessu merki, vonandi eruð þið það líka!

HÖNNUNARMARS Í EPAL

Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd:

Hönnunarmars hefst í dag í Epal Skeifunni, miðvikudaginn 26.mars. Opnunarhóf stendur á milli kl.17-19.

Sýnd verður áhugaverð hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða, 30 hönnuðir kynna 60 nýjar vörur. Epal hefur frá stofnun 1975 haft að leiðarljósi að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja hönnun og gæðavörur sem skara fram úr.

Hér að neðan má sjá lítið brot af því sem sjá má í Epal á Hönnunarmars.

Anna Þórunn Hauksdóttir kynnir lampann KOL 305.

Ingibjörg Hanna kynnir nýja línu af púðum og rúmfötum ásamt fallegri rólu fyrir heimilið.

Sigríður Hjaltdal Pálsdóttir kynnir línuna Famlily frá BYBIBI.

María Dýrfjörð kynnir munsturlínuna Hulduheimur sem er innblásin af verkum Guðjóns Samúelssonar húsameistara.

Dagný Björg Stefánsdóttir kynnir fyrstu vöru sína, kollinn Okta.

Inga Sól Ingibjargardóttir kynnir m.a. fjölnota húsgagnið Ask.

Guðrún Valdimarsdóttir kynnir skrifborðið Hylur.

 Þér er boðið á opnun Hönnunarmars í Epal Skeifunni 6, miðvikudaginn 26 mars kl 17-19.

Sjáumst

 

CHADWICK SKRIFBORÐSSTÓLLINN

Hönnuðurinn og frumkvöðullinn Don Chadwick hannaði skrifborðsstólinn Chadwick árið 2005 sem framleiddur er af Knoll. Chadwick hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir hönnun stólsins sem er bæði góður funda- og skrifborðstóll. Chadwick stóllinn sameinar falleg form og hámarksþægindi og veitir einstaklega góðan stuðning við bak og fætur. Með einu handtaki er hægt að stilla hæð og bak stólsins, ásamt því að hækka/lækka arma eftir því hverslags verkefni er verið að vinna.

Chadwick stóllinn er á tilboði núna í Epal.

Loksins færðu stuðning í vinnunni!

NÝTT Í EPAL: ONE NORDIC

Við kynnum með stolti nýtt fyrirtæki í Epal, One Nordic.

One Nordic framleiðir húsgögn og fylgihluti fyrir heimilið eftir bestu norrænu hönnuðina að hverju sinni, ásamt því framleiða þeir einnig vörur eftir erlenda hönnuði sem þeirra hugmynd um hvað norræn hönnun stendur fyrir. Fyrirtækið er stundum kallað “lúxus Ikea” en vörurnar þeirra koma ósamsettar með leiðbeiningum og því ekki að furða þessa samlíkingu. Þó þarf engin verkfæri né skrúfur og ætti því að vera auðvelt fyrir hvern sem er að setja þau saman og aftur í sundur við flutninga. Það sparar kostnað við flutninga á milli landa og geta þeir því boðið upp á sanngjörn verð miðað við hágæða hönnunarvörur.

One Nordic er með puttann á púlsinum þegar kemur að trendum í hönnunarheiminum en býður einnig upp á gott úrval af klassískum vörum.


Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur heimasíðu One Nordic; www.onenordic.com

Hægt er að panta allar vörur frá þeim.

NÝTT FRÁ TULIPOP

Tvær nýjar og skemmtilegar vörur frá Tulipop voru að koma á markað, en það eru minnisbækur og teygjumöppur með sætu sveppasystkinunum Bubble og Gloomy. Minnisbækurnar eru virkilega vandaðar, en í þeim eru límmiðar, og bæði auðar og línustrikaðar blaðsíður. Bækurnar eru því tilvaldar til notkunar hvort sem er sem skissubækur, minnisbækur eða dagbækur. Teygjumöppurnar eru frábærar fyrir pappírana, jafn fyrir skólakrakka sem á skrifstofuna.


Skoðið allan ævintýraheim Tulipop og sjáið alla vörulínuna á www.tulipop.is en þar má einnig lesa sögur um allar persónur Tulipop heimsins, prenta út myndir til að lita og fleira skemmtilegt. Fylgist með Tulipop á Facebook á www.facebook.com/tulipop

Tulipop vörurnar fást í Epal.