Stacked shelf frá skandinavíska hönnunarfyrirtækinu Muuto er skemmtileg hillulausn hönnuð af Julien de Smedt. Hillunum er hægt að raða saman að vild svo hver fái það geymslupláss sem hentar best. Hillurnar koma í nokkrum stærðum ásamt því að til er mini-Stacked shelf sem henta vel sem vegghillur undir smáhluti.
Nýlega birtist þetta fallega innlit í danska tímaritinu Bolig Magasinet, en hér búa þau Katrín Björk og Jens Søgaards. Katrín Björk er sjálfstætt starfandi ljósmyndari búsett í Kaupmannahöfn og heldur hún einnig úti fallegri bloggsíðu sem ber heitið Modern Wifestyle. Hún segist hafa mikinn áhuga á hönnun, list, ferðalögum og heilbrigðum lífstíl og má sjá sérstaklega fallegar matarmyndir ásamt girnilegum uppskriftum á Modern Wifestyle. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með henni -hér.
Heimilið Katrínar og Jens er einstaklega fallegt og þau eiga gott safn af fallegri hönnun. Viðtalið sjálft er hægt að lesa á heimasíðu Bolig Magasinet, hér.
Sjöurnar eftir Arne Jacobsen njóta sín vel á þessu heimili.
Acapulco stóll í svörtu og vírakarfa frá Ferm Living.
Viðarhankar frá Muuto.
Þessi litríka og flotta skipulagsmappa er frá HAY, ásamt Kaleido bakkanum sem er á borðinu.
Rúmteppið Dots er frá HAY.
Kaleido bakkana frá HAY er hægt að nota á ýmsa vegu.
Fallegt og litríkt heimili:)
Myndirnar tók Tia Borgsmidt.
Elísabet Ómarsdóttir er innanhússhönnuður og nemi í lýsingarfræði. Hún átti nýlega leið til New York og stoppaði við í Búðinni sem er er skemmtileg blanda af kaffihúsi og hönnunarverslun sem rekin er af Rut Hermannsdóttur og tveimur viðskiptafélögum hennar. Búðin selur ýmsa íslenska hönnun ásamt úrvali af gæða hönnun frá Skandinavíu.
Elísabet tók nokkrar myndir sem við fáum að deila með ykkur hér,
Skartið er frá Hring eftir hring, hannað af Steinunni Völu Sigfúsdóttur.
Kvarnirnar eru frá Muuto og saltið frá Saltverk.
Vinsæla Kastehelmi línan frá Iittala og salatáhöldin eru frá Muuto.
Vörurnar frá Farmers Market og Vík Prjónsdóttur hanga á hjólinu.
Vörur frá Sóley Organics unnið úr íslenskum jurtum.
Fyrir áhugasama þá er heimasíðan þeirra budin-nyc.com
HELT – sem þýðir HETJA á dönsku – er ljúffengt og handgert danskt hunang.
HELT hunangsframleiðslan var stofnuð árið 2012 af Anthony Lee, áhugamanni um hunangsflugur og hunang. Eftir að hafa elt ástina yfir til Danmörku frá Englandi átti hann erfitt með að finna sér starf við hæfi vegna þess að hann talaði ekki dönsku. Eftir smá íhugun datt honum þó í hug að starf á hunangsbúi gæti verið sniðugt fyrir hann, hunangsflugur tala jú ekki dönsku og þær voru hans áhugamál.
Anthony starfaði í þrjú ár fyrir einn stærsta býflugnaframleiðanda í Skandinavíu og eyddi hann mörgum kvöldum í að lesa sér til um hunangsflugur og hunang ásamt því að gera tilraunir með að bragðbæta hunangið í eldhúsinu sínu.
“Ég var svo heillaður af hunangsflugum og fylgdist með þeim flögra um frá mars til september, dag eftir dag og var fullur af áhuga. Ég eyddi heilum vetri í allskyns tilraunir með hunang og blandaði fullt af hollustu í hunangið, t.d. safaríkum berjum, náttúrulegum kryddum, kakóbaunum ásamt fleiri bragðefnum. Niðurstaðan var svo sannarlega bragðgóð! Hún var í rauninni svo bragðgóð að vinir mínir fóru að suða í mér að framleiða hunangið svo að aðrir gætu notið þess, sem að ég svo gerði, og í dag er bragðbætt hunang mín sérgrein.”
Anthony stofnaði HELT því honum langaði til að kynna fyrir öðrum hversu stórkostlegt hunangið getur verið. Þess má geta að Anthony giftist nýlega dönsku kærustunni sinni og búa þau á Jótlandi ásamt dætrum sínum og að sjálfsögðu nokkur hundruð hunangsflugum.
HELT Honey fæst í Epal í ótal bragðtegundum.
Það er einstaklega ljúffengt með morgunmatnum, á brauðið, með jógúrti og svo er það sérstaklega gott með vöfflum og rjóma.
Danska hönnunarfyrirtækið Normann Copenhagen tók þátt í nýliðinni hönnunarsýningu Salone del Mobile í Mílanó og vakti sýning þeirra mikla eftirtekt. Fulltrúar Epal voru á svæðinu og kynntu þeir sér allar nýjungar þekktustu hönnunarfyrirtækjanna. Vörurnar sem kynntar voru á sýningu Normann Copenhagen voru einstaklega smart en þar mátti meðal annars sjá fallega stóla, vegghillur, loftljós, lampa, sófa ásamt fleiri vörum sem frumsýndar voru í Mílanó.
Við erum spennt fyrir þessum væntanlegu nýjungum frá Normann Copenhagen sem munu að sjálfsögðu fást í Epal.
www.normann-copenhagen.com
Skartgripafyrirtækið Hring eftir hring hef komið með á markað sérstaka línu af hálsmenum, eyrnalokkum og armböndum handa yngri stúlkum. Línan er öll léttari og minni um sig og hentar því vel í t.d. fermingargjafir.
Sett af hálsmeni og eyrnalokkum kostar 14.200 kr. og sett af armbandi og eyrnalokkum kostar 7.500 kr.
Fæst í Epal Skeifunni.
By Nord er danskt hönnunarmerki sem sérhæfir sig í fallegum fylgihlutum fyrir heimilið, þá helst prentuðum textílvörum Þekktustu vörur þess eru án efa fallegir púðar sem flestir eru skreyttir með myndum af dýrum. By Nord sækir innbástur í hráa en fallega norræna náttúru og sjá má t.d. íslenska hestinn og lunda prýða nokkrar vörur.
Úrvalið frá By Nord er gott og erum við hjá Epal afskaplega hrifin af þessu merki, vonandi eruð þið það líka!
Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd:
Hönnunarmars hefst í dag í Epal Skeifunni, miðvikudaginn 26.mars. Opnunarhóf stendur á milli kl.17-19.
Sýnd verður áhugaverð hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða, 30 hönnuðir kynna 60 nýjar vörur. Epal hefur frá stofnun 1975 haft að leiðarljósi að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja hönnun og gæðavörur sem skara fram úr.
Hér að neðan má sjá lítið brot af því sem sjá má í Epal á Hönnunarmars.
Anna Þórunn Hauksdóttir kynnir lampann KOL 305.
Ingibjörg Hanna kynnir nýja línu af púðum og rúmfötum ásamt fallegri rólu fyrir heimilið.
Sigríður Hjaltdal Pálsdóttir kynnir línuna Famlily frá BYBIBI.
María Dýrfjörð kynnir munsturlínuna Hulduheimur sem er innblásin af verkum Guðjóns Samúelssonar húsameistara.
Dagný Björg Stefánsdóttir kynnir fyrstu vöru sína, kollinn Okta.
Inga Sól Ingibjargardóttir kynnir m.a. fjölnota húsgagnið Ask.
Guðrún Valdimarsdóttir kynnir skrifborðið Hylur.
Þér er boðið á opnun Hönnunarmars í Epal Skeifunni 6, miðvikudaginn 26 mars kl 17-19.
Sjáumst