HELT – sem þýðir HETJA á dönsku – er ljúffengt og handgert danskt hunang.
HELT hunangsframleiðslan var stofnuð árið 2012 af Anthony Lee, áhugamanni um hunangsflugur og hunang. Eftir að hafa elt ástina yfir til Danmörku frá Englandi átti hann erfitt með að finna sér starf við hæfi vegna þess að hann talaði ekki dönsku. Eftir smá íhugun datt honum þó í hug að starf á hunangsbúi gæti verið sniðugt fyrir hann, hunangsflugur tala jú ekki dönsku og þær voru hans áhugamál.
Anthony starfaði í þrjú ár fyrir einn stærsta býflugnaframleiðanda í Skandinavíu og eyddi hann mörgum kvöldum í að lesa sér til um hunangsflugur og hunang ásamt því að gera tilraunir með að bragðbæta hunangið í eldhúsinu sínu.
“Ég var svo heillaður af hunangsflugum og fylgdist með þeim flögra um frá mars til september, dag eftir dag og var fullur af áhuga. Ég eyddi heilum vetri í allskyns tilraunir með hunang og blandaði fullt af hollustu í hunangið, t.d. safaríkum berjum, náttúrulegum kryddum, kakóbaunum ásamt fleiri bragðefnum. Niðurstaðan var svo sannarlega bragðgóð! Hún var í rauninni svo bragðgóð að vinir mínir fóru að suða í mér að framleiða hunangið svo að aðrir gætu notið þess, sem að ég svo gerði, og í dag er bragðbætt hunang mín sérgrein.”
Anthony stofnaði HELT því honum langaði til að kynna fyrir öðrum hversu stórkostlegt hunangið getur verið. Þess má geta að Anthony giftist nýlega dönsku kærustunni sinni og búa þau á Jótlandi ásamt dætrum sínum og að sjálfsögðu nokkur hundruð hunangsflugum.
HELT Honey fæst í Epal í ótal bragðtegundum.
Það er einstaklega ljúffengt með morgunmatnum, á brauðið, með jógúrti og svo er það sérstaklega gott með vöfflum og rjóma.