TAKMARKAÐ UPPLAG : POUL HENNINGSEN PH3 ½ -3

Í tilefni þess að danski hönnuðurinn Poul Henningsen hefði orðið 120 ára þann 9.september 2014, hefur Louis Poulsen hafið sölu á sérstakri útgáfu af ljósinu PH3 ½ -3 í takmörkuðu upplagi. Ljósið sem er eitt fyrsta ljósið úr PH seríunni er nú fáanlegt úr kopar og handblásnu gleri.

Ljósið verður einungis hægt að versla á tímabilinu 1.mars – 31.maí, og verður eftir það ófáanlegt.

Þetta einstaklega fallega ljós er nú til sýnis í verslun okkar Epal Skeifunni.

NÝTT FRÁ SEBRA

Sebra Interior er danskt hönnunarfyrirtæki sem hannar og framleiðir húsgögn og smávörur fyrir barnaherbergi. Fyrirtækið var stofnað af Miu Dela árið 2004 og fagnar Sebra því 10 ára afmæli í ár. Mia Dela ákvað að stofna sitt eigið hönnunarfyrirtæki þegar hún var að innrétta herbergi sonar síns Gustav, en henni fannst ekki vera til nógu gott úrval af gæða húsgögnum sérhönnuðum fyrir börn. Í dag eru alls 14 hönnuðir sem hanna fyrir Sebra en samtals eiga þau 26 börn, því er hægt að segja að þau séu með puttann á púlsinum þegar kemur að góðri hönnun fyrir barnaherbergi.

Hér að neðan má sjá myndir úr nýju vor og sumarlínunni 2014 frá Sebra sem er litrík og falleg.


Stækkanlegu barnarúmin frá Sebra njóta mikilla vinsælda og eru þau til í fjölmörgum litum.

Kíktu við í Epal og skoðaðu úrvalið, einnig er hægt að sérpanta vörur sem ekki eru til í verslun okkar.

Hægt er að skoða Sebra bæklinginn með því að klikka á linkinn HÉR. 

NÝTT FRÁ BY LASSEN

Við vorum að fá spennandi nýjungar frá by Lassen.

Kubus skálin kom í fallegum beige lit.

Einnig komu geymslubox og púðar skreyttir teikningum af byggingum bræðranna Mogens og Flemming Lassen.

by Lassen er danskt hönnunarfyrirtæki sem framleiðir gæðahönnun eftir tvo fremstu dönsku arkitekta sem uppi hafa verið, bræðurna Mogens og Flemming Lassen.

NÝIR LITIR FRÁ STELTON

Fræga Stelton hitakannan sem hönnuð var árið 1977 af Erik Magnussen hefur núna verið framleidd í tveimur nýjum og ferskum litum. Litirnir eru innblásnir frá nýlegri Stelton könnu í koparlit sem kom á markað í fyrra og sló rækilega í gegn. Nýju litirnir tóna vel við þá koparlituðu en það er brúnn litur og pastel grænn litur sem bætast við litarflóru Stelton og koma í verslanir innan skamms.

Hitakannan er klassísk hönnun frá árinu 1977 og hefur hún hlotið ýmis virt hönnunarverðlaun.

Smart litasamsetning.

 

NÝ LÍNA FRÁ MENU

Hér má sjá brot af nýrri vor og sumarlínu danska hönnunarfyrirtækisins MENU. Þeir eru mjög framarlega þegar kemur að hönnunarfyrirtækjum sem sérhæfa sig í smávörum fyrir heimilið og fylgjast þeir vel með öllum stefnum og straumum. Þessi nýja lína er mjög fersk og flott og erum við afskaplega spennt fyrir henni.

Þess má geta að hægt er að panta allar vörurnar úr þessari nýju línu MENU hjá okkur.

 


Væntanlegt í Epal.

ÍSLANDSBAKKINN

Grein um Íslandsbakkann birtist í Lífinu með Fréttablaðinu í morgun.

Það voru þær Unnur Ýrr Helgadóttir og Marikó Margrét Ragnarsdóttir sem hönnuðu Íslandsbakkann sem fæst hjá okkur í Epal. Íslandsbakkinn er fallega myndskreyttur bakki sem hægt er að nota til að bera fram veitingar eða jafnvel sem veggskraut.

Falleg íslensk hönnun.

LUCIE KAAS

Það var ekki fyrr en árið 2012 sem danska hönnunarfyrirtækið Lucie Kaas var stofnað, en þeirra markmið er að koma fram með tímalausa og fallega hönnun. Þeir byrjuðu á því að hefja endurframleiðslu á nokkrum þekktum vörum frá fimmta, sjötta og sjöunda áratugnum. Þar má nefna t.d. tréfígúrúr Gunnar Flørning og Arne Clausen collection sem er lína af skálum og borðbúnaði með lótusmynstri, sem fjölmargir ættu að kannast við.

Á stuttum tíma hefur Lucie Kaas náð gífurlegum árangri og eru vörurnar seldar í verslunum um heim allan, t.d. Epal!

ÁRLEGUR LITUR VIPP : YELLOW FELLOW

Danski ruslafötuframleiðandinn VIPP hefur tilkynnt hver litur ársins 2014 er, liturinn kallast Yellow Fellow og er bjartur ljósgulur litur. Undanfarin ár hefur VIPP línan komið í nýjum og fallegum litum hvert ár og má þar t.d. nefna Ray of Grey árið 2013, Kaupmannarhafnar grænan árið 2012 og svo Reykjavík Blue árið 2007. Einnig hafa nokkrum sinnum verið gefnar út sérstakar línur í takmörkuðu upplagi þá í samstarfi við t.d. Louvre safnið, Collette í París og listamanninn Damien Hirst.

Vipp á sögu sína að rekja allt til ársins 1939 og fagnar því í ár 75 ára afmæli ruslafötunnar. Þrátt fyrir aldurinn er ekkert farið að sjá á VIPP ruslafötunni sem ennþá nýtur gífurlegra vinsælda um heim allann, á hárgreiðslustofum, tannlæknastofum og á heimilum.

“Þegar pabbi hannaði ruslafötuna fyrir hárgreiðslustofu móður minnar árið 1939, var hún upphaflega bara handa henni. Það að við séum að dreifa ruslafötunni sem hann skapaði um heim allan og að hún sé jafnvel til sýnis á hönnunarsafninu MoMa í New York, það hefði gert hann gífurlega stoltann.” -Jette Egelund, dóttir stofnandans Holger Nielsen.

Hér að ofan má sjá áhugavert video um gerð VIPP.