30 ÁRA AFMÆLISTILBOÐ Á MONTIS SÓFUM

Í tilefni af 30 ára afmæli hollenska sófaframleiðandans Montis bjóðum við upp á afmælistilboð á 3,5 sæta Axel sófanum frá Montis.

Montis var stofnað árið 1974 og hafa þeir að leiðarljósi í hönnun sinni að hanna móderníska sófa með miklum þægindum.

Axel sófinn sem hannaður er af Gijs Papavoine er fullkominn sófi fyrir allar stofur. Sófinn er nokkuð hár sem gerir auðveldara fyrir að standa upp úr honum og sófafætur eru látlausar og lítið ber á þeim og mætti jafnvel halda að sófinn fljóti á gólfinu.

Einstaklega smart og þægilegur sófi sem er á frábæru tilboði! Komdu og kynntu þér Axel sófann frá Montis.

SÉRFRÆÐINGAR FRÁ ERIK JØRGENSEN Í EPAL

Erik Jørgensen er einn stærsti sófaframleiðandi í Skandinavíu. Erik Jørgensen stofnaði samnefnt fyrirtæki sitt árið 1954 í Svendborg í Danmörku en hann hafði áður starfað sem söðlasmiður og bólstrari, hann hafði áhuga á að snúa sér að húsgögnum og eftir að hann hafði komið sér upp verkstæði hóf hann að framleiða sófa.

Erik Jørgensen fyrirtækið hefur alltaf haldið sig við að að handgera allt sem hægt er að vinna í höndum og er það lykillinn af velgengni fyrirtækisins, þeir eru í raun lítið fyrirtæki í Danmörku en orðspor þeirra er mikið stærra. Vörulína þeirra er breið og sófa að finna í mörgum verðflokkum.

 Sófinn Delphi er einn af vinsælustu sófum fyrirtækisins, en hann er úr hágæðaleðri og endist gífurlega vel og lengi.

Sófinn Lagoon er hannaður af Hee Welling og Guðmundi Lúðvíks. Sófinn er framleiddur úr við, textíl og leiðri.

 

Helgina 6.-8.mars verða sérfræðingar frá Montana og Erik Jørgensen í verslun okkar Skeifunni 6.
40% afsláttur verður af sérvöldum einingum frá Montana og 20% afsláttur af öllum pöntunum frá bæði Montana og Erik Jørgensen.
Ekki láta þetta framhjá þér fara!

MONTANA Á TILBOÐI

Það er spennandi helgi framundan hjá okkur í Epal, helgina 6.-8.mars verða sérfræðingar frá Montana og Erik Jorgensen í verslun okkar Skeifunni 6.
40% afsláttur verður af sérvöldum einingum frá Montana og 20% afsláttur af öllum pöntunum frá bæði Montana og Erik Jorgensen.

Peter J. Lassen stofnaði Montana Møbler árið 1982, Montana er fjölskyldufyrirtæki og fer öll framleiðslan fram í Danmörku. Montana framleiðir hillueiningar fyrir heimili og skrifstofur. Hillurnar er hægt að móta á ýmsa vegu og koma þær í mörgum litum, því er hægt að fá hillur sem henta manni fullkomnlega og gera rýmið persónulegra.

Hér að neðan má sjá myndir af fjölbreytileika Montana hillueininganna,


Ekki láta þetta framhjá þér fara!

TAKMARKAÐ UPPLAG : POUL HENNINGSEN PH3 ½ -3

Í tilefni þess að danski hönnuðurinn Poul Henningsen hefði orðið 120 ára þann 9.september 2014, hefur Louis Poulsen hafið sölu á sérstakri útgáfu af ljósinu PH3 ½ -3 í takmörkuðu upplagi. Ljósið sem er eitt fyrsta ljósið úr PH seríunni er nú fáanlegt úr kopar og handblásnu gleri.

Ljósið verður einungis hægt að versla á tímabilinu 1.mars – 31.maí, og verður eftir það ófáanlegt.

Þetta einstaklega fallega ljós er nú til sýnis í verslun okkar Epal Skeifunni.

NÝTT FRÁ SEBRA

Sebra Interior er danskt hönnunarfyrirtæki sem hannar og framleiðir húsgögn og smávörur fyrir barnaherbergi. Fyrirtækið var stofnað af Miu Dela árið 2004 og fagnar Sebra því 10 ára afmæli í ár. Mia Dela ákvað að stofna sitt eigið hönnunarfyrirtæki þegar hún var að innrétta herbergi sonar síns Gustav, en henni fannst ekki vera til nógu gott úrval af gæða húsgögnum sérhönnuðum fyrir börn. Í dag eru alls 14 hönnuðir sem hanna fyrir Sebra en samtals eiga þau 26 börn, því er hægt að segja að þau séu með puttann á púlsinum þegar kemur að góðri hönnun fyrir barnaherbergi.

Hér að neðan má sjá myndir úr nýju vor og sumarlínunni 2014 frá Sebra sem er litrík og falleg.


Stækkanlegu barnarúmin frá Sebra njóta mikilla vinsælda og eru þau til í fjölmörgum litum.

Kíktu við í Epal og skoðaðu úrvalið, einnig er hægt að sérpanta vörur sem ekki eru til í verslun okkar.

Hægt er að skoða Sebra bæklinginn með því að klikka á linkinn HÉR. 

NÝTT FRÁ BY LASSEN

Við vorum að fá spennandi nýjungar frá by Lassen.

Kubus skálin kom í fallegum beige lit.

Einnig komu geymslubox og púðar skreyttir teikningum af byggingum bræðranna Mogens og Flemming Lassen.

by Lassen er danskt hönnunarfyrirtæki sem framleiðir gæðahönnun eftir tvo fremstu dönsku arkitekta sem uppi hafa verið, bræðurna Mogens og Flemming Lassen.

NÝIR LITIR FRÁ STELTON

Fræga Stelton hitakannan sem hönnuð var árið 1977 af Erik Magnussen hefur núna verið framleidd í tveimur nýjum og ferskum litum. Litirnir eru innblásnir frá nýlegri Stelton könnu í koparlit sem kom á markað í fyrra og sló rækilega í gegn. Nýju litirnir tóna vel við þá koparlituðu en það er brúnn litur og pastel grænn litur sem bætast við litarflóru Stelton og koma í verslanir innan skamms.

Hitakannan er klassísk hönnun frá árinu 1977 og hefur hún hlotið ýmis virt hönnunarverðlaun.

Smart litasamsetning.

 

NÝ LÍNA FRÁ MENU

Hér má sjá brot af nýrri vor og sumarlínu danska hönnunarfyrirtækisins MENU. Þeir eru mjög framarlega þegar kemur að hönnunarfyrirtækjum sem sérhæfa sig í smávörum fyrir heimilið og fylgjast þeir vel með öllum stefnum og straumum. Þessi nýja lína er mjög fersk og flott og erum við afskaplega spennt fyrir henni.

Þess má geta að hægt er að panta allar vörurnar úr þessari nýju línu MENU hjá okkur.

 


Væntanlegt í Epal.