Danska hönnunarmerkið Stoff Nagel er þekktast fyrir að draga aftur fram í sviðsljósið klassísku staflanlegu STOFF kertastjakana þegar þeir hófu endurframleiðslu á þeim árið 2015. Kertastjakarnir sem hannaður voru af þýska arkitektinum Werner Stoff nutu mikilla vinsælda á sjöunda áratugnum. Í dag samastendur STOFF Nagel vörulínan af glæsilegum kertastjökum, skálum, vasa og standi svo hver og einn getur sett saman sína eigin einstöku útgáfu af STOFF.
Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal.is
Er ferming framundan?
Við tókum saman nokkrar góðar gjafahugmyndir fyrir fermingarbarnið. Það er gaman að gleðja fermingarbarnið með tímalausri hönnun sem mun fylgja þeim inn í fullorðinsárin. Fallegur stakur hönnunarstóll í herbergið, hleðslulampar og ljós, String hillur, rúmföt og rúmteppi, hönnunarbækur og önnur vönduð smávara fyrir unglingaherbergið eru dæmi um gjafir sem endast vel og lengi. Leyfðu okkur að aðstoða þig við valið. Gefðu gjöf frá frægustu hönnuðum heims.
– Flettu lengra til að skoða fermingargjafahugmyndirnar –
String hillukerfið býður upp á marga notkunarmöguleika sem henta vel fyrir unglingaherbergið og hægt að velja meðal annars um String skrifborð, vegghillur, hillusamstæður eða náttborð. Smelltu hér til að skoða String í vefverslun.
Klassískir borðlampar í mörgum litum ásamt hleðslulömpum sem njóta mikilla vinsælda í dag er vönduð gjöf sem gleður alla fagurkera. Smelltu hér til að skoða úrvalið af hleðslulömpum.
Vönduð rúmteppi og sængurföt er tilvalin fermingargjöf. Smelltu hér til að sjá úrvalið í vefverslun Epal.
Smelltu hér til að sjá úrvalið af sængum og koddum.
Klassískur og stakur stóll nýtur sín vel í herberginu, við eigum til gott úrval á lager af fallegum hönnunarstólum í mörgum litum. Smelltu hér til að sjá brot af úrvalinu frá Fritz Hansen.
Við eigum til örfá eintök af Jensen 90×200 rúmum í beige lit með olíubornum viðarfótum. Tilboðsverð 119.000 kr. Fullt verð 169.500 kr. Kíktu við hjá okkur í Epal Skeifunni til að skoða rúmin.
Hjá okkur í Epal finnur þú gott úrval af vönduðum hönnunar og lífstílsbókum ásamt skemmtilegum albúmum. Smelltu hér til að skoða úrvalið.
Spilin frá Printworks eru ekki bara skemmtileg heldur koma í fallegum umbúðum sem gaman er að hafa uppivið. Tilvalin fermingargjöf! Smelltu til að sjá úrvalið af spilum í vefverslun Epal.
Klassísk viðardýr eftir Kay Bojesen gleðja unga sem aldna. Smelltu hér til að sjá úrvalið.
Smelltu hér til að sjá enn fleiri fermingargjafahugmyndir
Carl Hansen & Søn kynna afmælisútgáfu CH24 sem framleidd er í takmörkuðu upplagi í tilefni af afmælisdegi húsgagnahönnuðarins Hans J. Wegner þann 2. apríl.
2023 afmælisútgáfa CH24 stólsins er úr FSCTM vottaðri olíuborinni eik með tvíofinni setu úr náttúrulegum pappírsþræði. Stóllinn er merktur með brass plötu sem grafin er með undirskrift Hans J. Wegner ásamt fæðingardegi.
Afmælisútgáfa CH24 er aðeins til sölu þann 30. mars en forsala stendur yfir frá 20. mars
Verð 139.900,-kr
Innblásturinn á bakvið þessa einstöku sérútgáfu kemur frá THE LAB sem er lærlingaverkstæði Carl Hansen & Søn í Danmörku þar sem 20 upprennandi húsgagnasmiðir fá þjálfun og menntun hvert ár. Lærlingarnar fengu það verkefni að hanna og útfæra hugmynd af nýju sæti í CH24 Wishbone stólinn. Besta tillagan var að lokum prófuð, samþykkt af Hans J. Wegner Tegnestue og þróuð áfram af færustu vefarameisturum Carl Hansen & Søn.
Sebra er danskt hönnunarfyrirtæki sem framleiðir vönduð húsgögn og smávörur fyrir börn sem njóta mikilla vinsælda. Nú á dögunum fengum við til okkar glæsilegar vor og sumar nýjungar frá Sebra ásamt 80 ára afmælisútgáfu af klassíska Sebra rúminu í litnum Jette Beige sem er hlutlaus og fallegur litur innblásinn af björtum norrænum ströndum.
Barnarúmið frá Sebra er einstaklega fallegt og tímalaus hönnun sem vex með barninu. Rúmið býður uppá tvær lengdir frá 115 cm uppí 155 cm og hentar vel strax frá fæðingu. Hægt er að stilla botinn á rúminu í tvær stillingar og fjarðlægja rimla eftir þörfum.
Komdu við hjá okkur og sjáðu úrvalið eða kynntu þér vöruúrvalið frá Sebra í vefverslun Epal.is
Ungbarnastuðkantur Sebra er fylltur með silkimjúku Kapok, náttúrulegu efni sem hefur bakteríudrepandi eiginleika sem andar og er temprandi.
PH Limited Edition 2022 frá Louis Poulsen eru einstakir safngripir sem við eigum enn til nokkur eintök af!
PH 3/3 er einstakur áletraður safngripur með skermi úr burstuðu messing sem mun öðlast fallega áferð með tíma og neðri skermirnir eru úr munnblásnu opal gleri.
Fáanlegt í vefverslun Epal.is og hjá okkur í Epal Skeifunni.
Við vorum að fá spennandi nýjungar frá Moomin!
Um er að ræða tvö matarsett, myndskreytt Múmínpabba og Hemúlnum. Myndirnar sýna tvær af dáðustu persónum Múmíndals sinna sínum uppáhalds verkum og áhugamálum, Múmínpabbi sinnir fjölskyldunni og heimilinu en Hemúllinn eltist við sjaldgæfar plöntutegundir.
Nældu þér í vörurnar í vefverslun Epal: www.epal.is/vorur/herbergi/eldhus-herbergi/bordbunadur/mumin-bordbunadur/
Nú bjóðum við 20% afslátt af glæsilegum leðurbólstruðum PLAYchair Tube stólum og PLAYchair barstólum frá Bruunmunch sem gildir til 31. mars.
Bruunmunch framleiðir glæsileg húsgögn með gæði, sjálfbærni og samfélagslega ábyrð að leiðarljósi. Mikil áhersla er lögð á að nota aðeins umhverfisvottuð efni og vinna aðeins með framleiðendum sem standast strangar kröfur um sjálfbæra starfshætti samkvæmt Evrópusambandinu. Danska hönnunarmerkið Bruunmunch var stofnað árið 2008 af æskuvinunum þeim Jacob Munch og Henrik Bruun með það markmið að skapa sjálfbær og falleg húsgögn sem endast alla ævina – og lengra, án þess að hafa neikvæð áhrif á umhverfið við framleiðsluna.
Vönduð gæðahúsgögn með virðingu fyrir náttúrunni. Sjáðu úrvalið hjá okkur í Epal Skeifunni.
Smelltu hér til að skoða úrvalið í vefverslun Epal.is
Maurinn Deko Silhouette er klasssísk hönnun í einstakri listaverkaútgáfu.
Maurinn sem hannaður var af Arne Jacobsen árið 1952 og framleiddur af Fritz Hansen er hér í einstakri útgáfu, myndskreyttur af dönsku listakonunni Kristu Rosenkilde. Mynstrið er innblásið af formi Maursins og var upprunalegt listaverkið dúkrist og handprentað og að lokum skannað inn og prentað á yfirborð stólsins.
Einstök listaverka útgáfa á tímalausri hönnun Maursins, nú á frábæru verði á meðan birgðir endast.
3 sérvaldir litir! Tilboðsverð 19.800 kr. / Fullt verð 48.900 kr.