FERM LIVING SS14

Hér að neðan má sjá væntanlega vor og sumarlínu frá Ferm Living. Línan er mjög fjölbreytt og falleg eins og þeim er einum lagið. Við fáum línuna í verslun okkar með vorinu og munum við setja inn tilkynningu þegar vörurnar koma á facebooksíðu Epal sem finna má hér.



SMART NESTISBOX FRÁ BLACK+BLUM

Nýju nestisboxin frá BLACK+BLUM eru stórsniðug en líka smart. Lokið sem er úr bambus er hægt að nota sem bretti til að skera meðlæti á, t.d. epli og tómata, einnig virkar það sem hinn fínasti diskur. Nestisboxið er úr áli og er því einstaklega létt og kemur það í þremur litum, silfur, grænum og bleikum.

 

Stórsniðugt í vinnuna eða skólann.

GJAFALEIKUR : PLUS & CUBE RÚMFÖT FRÁ NORMANN COPENHAGEN

Plus & Cube rúmfötin frá Normann Copenhagen eru sería af mínimalískum rúmfötum hönnuðum af Anne Lehmann árið 2013. Í stað þess að hanna rúmföt með stóru mynstri á eða blómum hannaði Anne mynstur sem hefur vissa ró yfir sér, litlir krossar eða kassar. Rúmfötin eru gerð úr satín sem er ótrúlega mjúkt og það er því einstaklega þægilegt að sofa með þau.

Hér að neðan má sjá brot af vöruúrvali Normann Copenhagen:

 Einstaklega skemmtilegar og flottar vörur fyrir heimilið. Epal er söluaðili Normann Copenhagen á Íslandi.
Smelltu “like” við facebook síðu Epal og skildu eftir komment við myndina af Plus & Cube rúmfötunum. Heppnin gæti verið með þér!
Á sunnudaginnn drögum við út einn heppinn lesanda sem hlýtur gullfalleg rúmföt í jólagjöf frá Normann Copenhagen.

TEIKNIMOTTUR FYRIR KRAKKA

MARK-MAT eru bráðsniðugar myndskreyttar silkiprentaðar sílikon mottur sem eru sérhannaðar fyrir krakka. Teiknimottunum fylgja sérstakir tússlitir svo auðvelt er að þrífa þær og endurnota. MARK-MAT teiknimotturnar eru sérstaklega vinsælar hjá börnum við matarborðið, og hefur jafnvel hvetjandi áhrif fyrir þau að sitja lengur við borðhaldið.


Skemmtileg hönnun fyrir krakka.

KRUMMINN Í HÁTÍÐARÚTGÁFU

Flest okkar þekkjum Krumma Ingibjargar Hönnu sem kom á markað árið 2007. Hann hefur slegið svo rækilega í gegn að það þarf einungis að taka stuttan bíltúr til að sjá Krummann njóta sín hangandi í fjölmörgum gluggum. Núna er hægt að næla sér í Krummann í hátíðarbúning, en hann var nýlega settur í framleiðslu í fallegum koparlit. Glæsilegur Krummi fyrir hönnunarunnendur sem fæst að sjálfsögðu hjá okkur í Epal.

BÓK: HEIMSÓKNIR, ÍSLENSK HEIMILI

Bókin Heimsókn, íslensk heimili eftir Höllu Báru Gestsdóttur og Gunnar Sverrisson er hin glæsilegasta. Hér að neðan má sjá brot af þeim fallegu myndum sem finna má í bókinni. Bókin er tilvalin í jólapakkann handa hönnunarunnendum og fæst hún í Epal.




Í bókinni eru mörg glæsileg heimili.

NÝTT: ÍSLANDSBAKKINN

Við vorum að fá þennan fallega Íslandsbakka, sem er tilvalinn í jólapakkann fyrir þann sem kann vel að meta íslenska hönnun.

Listaverk eftir Unni Ýrr Helgadóttur prýðir Íslandsbakka Nr.1 sem ber heitið “Sveitin mín”. Innblástur verksins er ljóðið “Sveitin mín” eftir Sigurð Jónsson sem finna má á bakhlið bakkans.

Ísland hefur sterk áhrif á listamanninn, en Unnur leggur áherslu á samspil og flæði lita. Margbreytileg náttúrusýn með víðfeðmri flóru lita og sterk sýn með þjóðlegum minnum og fólki en nánast annars- heimslegri litadýrð/myndefni eru einkenni Unnar sem listamanns.

Unnur starfar sem grafískur hönnuður og listmálari hér á landi og í Svíþjóð. Meira má finna um hana á www.unnurart.com.

GJAFALEIKUR: IITTALA NAPPULA

Nappula kertastjakarnir voru hannaðir árið 2012 af Matti Klenell. Innblástur kertastjakanna fékk hann í ferð sinni í Nuutajärvi glersafnið í Finnlandi og varð hann yfir sig hrifinn af borði sem hann sá þar, en það var einstakt fyrir óvenjulega lögun sína. Innblásinn af formi borðsins teiknaði hann Nappula kertastjakana sem samtvinna ást hans á nútímalegri og vintage hönnun. Nappula kertastjakarnir eru framleiddir úr brass og stáli sem er púðurhúðað í svörtum, hvítum, grænum og blágrænum lit.

Smart blanda af Iittala Nappula og Iittala Festivo saman á borði frá HAY.

Matti Klenell er sænskur hönnuður sem hefur sérhæft sig í hönnun á glervörum og eru þekktustu vörurnar sem hann hefur hannað fyrir Iittala staflanlegu Lempi glösin og sería af glerfuglum sem bera einfalda nafnið Birds. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann þegar skapað sér stórt nafn í hönnunarheiminum.

Smelltu “like” við facebook síðu Epal og skildu eftir skemmtilegt komment við myndina af Nappula kertastjökunum. Heppnin gæti verið með þér!
Eftir helgi drögum við út einn heppinn lesanda sem hlýtur tvo fallega gyllta Nappula kertastjaka.

NÝTT: FLENSTED ÓRÓAR

Árið 1953 hannaði Christian Flensted sinn fyrsta óróa og þá í tilefni skírnar dóttur sinnar. Hann skar þá út þrjá storka og útkoman var Storka-óróinn sem var upphafið af ánægjulegu ævintýri hans. Árið 1954 stofnaði hann fyrirtæki sitt Flensted Mobile og hannaði ótal marga óróa í viðbót sem margir hverjir hafa notið gífulegra vinsælda í gegnum árin.





Einstaklega fallegir óróar sem gerðir eru úr miklum gæðum. Flensted óróar fást núna hjá okkur í Epal.