6 innanhússarkitektar verða hjá okkur í Skeifunni 6, laugardaginn 23. nóvember á milli 12-16 og veita þau faglega ráðgjöf um litaval ofl. Það verða þau Berglind Berndsen, Dóra Hansen, Helga Sigurbjarnadóttir, Andrés James Andrésson, Sverrir Þór Viðarsson og Gerður Guðmundsdóttir.
Það er 25% afsláttur af sófum frá Eilersen til 23.nóvember.
Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen á sögu sína að rekja allt aftur til ársins 1895 þegar hinn ungi Niel Eilersen starfaði sem hestakerrusmiður. Hann var sá fyrsti í Danmörku til að nota gufu til að beygja við, en þá aðferð notaði hann til að smíða kerruhjólin. Þegar sá tími kom að bílar tóku við af hestukerrum hóf Eilersen verksmiðjan að smíða sæti í bíla og rútur. En þegar að verksmiðjan brann til kaldra kola árið 1934 breyttust áherslur Eilersen algjörlega sem hóf þá að framleiða hágæða bólstruð húsgögn. Í dag rekur fjórða kynslóð Eilersen fjölskyldunnar verksmiðjuna sem einbeitir sér að hönnun og smíði á gæðasófum sem njóta mikilla vinsælda í dag um heim allann.
Kíktu við í Epal Skeifunni og skoðaðu úrvalið.
Aðventan nálgast, og það fer svo sannarlega að koma tími á að draga fram aðventukransinn eða aðventukertastjakann.
Kubus kertastjakinn frá By Lassen er frábær á þann hátt að hægt er að nota hann allan árins hring, -einnig á aðventunni. Hægt er að hengja á hann jólaskraut og bæta jafnvel við hann grenigreinum. Allt eftir smekk hvers og eins.
Kubus skálarnar er einnig hægt að setja í jólabúning.
Kubus kertastjakarnir koma í nokkrum litum og stærðum.
Leggðu á borð með HAY um jólin.
Þessi dásamlega fallegu glös og karöflur voru að koma í Epal, en þau eru hönnuð af hollenska hönnunarteyminu Scholten & Baijing fyrir HAY, en þau hafa áður gert góða hluti með hönnun sinni á t.d. HAY rúmfötum og viskastykkjum sem að mörg ykkar kannast eflaust við.
‘The Colour Glass collection’ eða litaða glasaserían inniheldur vatnsglös, hvítvínsglös, rauðvínsglös, kampavínsglös og karöflu og er línan úr kristal.
Lumberjack eru nýir kertastjakar frá Normann Copenhagen. Hönnuðurinn Simon Legald var innblásinn af skógarhöggsmönnum og hvernig þeir höggva tréin hægt og rólega þar til það fellur niður. Þessir kertastjakir eru því óður til skógarins. Kertastjakarnir eru renndir og er hver þeirra með innbyggt lóð í botninum til að standa stöðugir.
Johan Bülow stofnaði lakkrísframleiðslufyrirtæki sitt Lakrids by Johan Bülow fyrir 6 árum síðan, þá aðeins 23 ára gamall. Allt frá því að Johan var lítill strákur hafði hann verið heillaður af lakkrísrótinni og var hann sannfærður um að það ætti ekki einungis að nota hana í sætindi heldur einnig í matreiðslu, bakstur og jafnvel í bjór. Flest okkar tengja lakkrís við ódýrt skandinavískt nammi, en hans sýn var sú að lakkrís gæti orðið partur af gourmet upplifun. Núna 6 árum síðan er fyrirtæki hans Lakrids by Johan Bülow sem staðsett er í Bornholm í Danmörku orðið vel þekkt þrátt fyrir að vera líklegast minnsta lakkrísframleiðsla í heimi.
Að finna uppskriftina af hinum fullkomna lakkrís reyndist Johan þó vera afar erfitt í byrjun, lakkrísuppskrift virtist vera heimsins best geymda leyndarmál. Eftir mikla og stranga rannsóknarvinnu ásamt óteljandi tilraunum fann hann loksins réttu blönduna. Það var þann 7.júlí árið 2007 sem Johan Bülow opnaði í fyrsta skiptið dyrnar að lakkrísverslun sinni í Bornholm og tók það ekki nema tvær og hálfa klukkustund fyrir hillurnar að tæmast svo vinsæll var lakkrísinn. Fyrsta framleiðslan var sætur lakkrís, sá næsti var saltlakkrís og svo bættust fljótlega við fleiri tegundir.
Lakrids by Johan Bülow er enginn venjulegur lakkrís, heldur er hann handgerður lúxuslakkrís. Einnig hefur verið bætt við línu fyrir þá sem vilja geta nýtt sér lakkrísrótina sem bragðefni í matreiðslu og bakstur. Markmið Johan Bülow var að lakkrís ætti að vera aðgengilegur öllum sem ljúffengt bragðefni og hentar þessi lína vel fyrir mataráhugafólk jafnt sem kokka.
Lakrids by Johan Bülow er líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna og er hann aðeins seldur í vel völdum verslunum þar sem gæði og hönnun haldast í hendur.
.
Jóladagatalið 24 “little black secrets” og jólalakkrísinn er kominn í Epal. Jólalakkrísinn í ár er gullhúðaður hjúpaður hvítu súkkulaði með hindberjum, og er hann alveg einstaklega góður.
Helgina 8-10 nóvember verður Lakkrísfest á Kolabrautinni. Þar hafa matreiðslumeistarar sett saman matseðil með 6 réttum sem innihalda hinar ýmsu útfærslur af gourmet lakkrísnum frá Johan Bülow. Matgæðingar ættu því ekki að láta þennan ljúffenga viðburð framhjá sér fara.
Borðapantanir fara fram í síma 519 9700 og einnig má senda póst á info@kolabrautin.is
Einnig er hægt að kynna sér matseðilinn á vefsíðu Kolabrautarinnar HÉR.
Bryndís Bolla verður í verslun okkar Skeifunni 6, laugardaginn 2.nóvember frá kl.12-15 til að kynna kÚLU.
kÚLA er veggverk sem hefur hljóðdempandi og hljóðdreifandi eiginleika og hefur verið þróuð til að bæta hljóðvist bæði fyrir opinber rými og heimili. Hin hálfkúlulaga kÚLA hefur ytra byrði úr ull og er framleidd í mörgum litum og stærðum til að falla að ólíkum aðstæðum með ótakmarkaða möguleika í uppsetningu.
Kveikjan að hugmyndinni varð til árið 2007 þegar óskað var eftir ráðgjöf vegna glymjanda í heimahúsi, þegar ófullnægjandi lausnir voru í boði. Síðan hefur kÚLA sannað sitt gildi sem hágæða vara sem hefur sett íslensku ullina og íslenska framleiðslu í nýtt og spennandi samhengi. kÚLA hefur fengið ISO vottun (fyrsta flokk, A klassa) og kom fyrst á íslenskann markað árið 2010. Varan er byggð á íslensku hugviti og framleidd úr íslensku hráefni á Íslandi. Einkaleyfisstofa hefur einnig staðfest nýnæmni hennar.
Kíktu við í verslun okkar Skeifunni 6, laugardaginn 2.nóvember frá kl.12-15 og kynntu þér þessa frábæru hönnun.
Vöruhönnuðurinn Anna Þórunn Hauksdóttir hannaði borðin 70% og kynnti þau fyrr á árinu á Hönnunarmars í Epal. Borðin vöktu mikla athygli og hafa margir beðið með eftirvæntingu eftir að þau kæmu í sölu. Anna Þórunn sótti innblástur sinn í gamla súkkulaðiverksmiðju eins og hún lýsir sjálf:
“Minningin um gömlu súkkulaðiverksmiðjuna í miðbænum er mér oft hugleikin og þeir dagar þegar anganinn frá framleiðslunni lagði yfir bæinn svo að maður gat allt að því bragðað á dísætu loftinu. Súkkulaðiplatan er bæði fallegt og virðulegt form sem höfðar til bragðlaukanna en ekki síður til fegurðarskyns okkar.”
Borðin eru úr gegnheilli eik.
Nýlega var einnig umfjöllun um 70% borðin í hönnunartímaritinu Milk Decoration í septembermánuði.
Falleg íslensk hönnun eftir Önnu Þórunni sem fæst núna í Epal.