BRYNDÍS BOLLA VERÐUR Í EPAL

Bryndís Bolla verður í verslun okkar Skeifunni 6, laugardaginn 2.nóvember frá kl.12-15 til að kynna kÚLU.

kÚLA er veggverk sem hefur hljóðdempandi og hljóðdreifandi eiginleika og hefur verið þróuð til að bæta hljóðvist bæði fyrir opinber rými og heimili. Hin hálfkúlulaga kÚLA hefur ytra byrði úr ull og er framleidd í mörgum litum og stærðum til að falla að ólíkum aðstæðum með ótakmarkaða möguleika í uppsetningu.

Kveikjan að hugmyndinni varð til árið 2007 þegar óskað var eftir ráðgjöf vegna glymjanda í heimahúsi, þegar ófullnægjandi lausnir voru í boði. Síðan hefur kÚLA sannað sitt gildi sem hágæða vara sem hefur sett íslensku ullina og íslenska framleiðslu í nýtt og spennandi samhengi. kÚLA hefur fengið ISO vottun (fyrsta flokk, A klassa) og kom fyrst á íslenskann markað árið 2010. Varan er byggð á íslensku hugviti og framleidd úr íslensku hráefni á Íslandi. Einkaleyfisstofa hefur einnig staðfest nýnæmni hennar.

 

Kíktu við í verslun okkar Skeifunni 6, laugardaginn 2.nóvember frá kl.12-15 og kynntu þér þessa frábæru hönnun.

ÍSLENSK HÖNNUN: 70%

Vöruhönnuðurinn Anna Þórunn Hauksdóttir hannaði borðin 70% og kynnti þau fyrr á árinu á Hönnunarmars í Epal. Borðin vöktu mikla athygli og hafa margir beðið með eftirvæntingu eftir að þau kæmu í sölu. Anna Þórunn sótti innblástur sinn í gamla súkkulaðiverksmiðju eins og hún lýsir sjálf:

“Minningin um gömlu súkkulaðiverksmiðjuna í miðbænum er mér oft hugleikin og þeir dagar þegar anganinn frá framleiðslunni lagði yfir bæinn svo að maður gat allt að því bragðað á dísætu loftinu. Súkkulaðiplatan er bæði fallegt og virðulegt form sem höfðar til bragðlaukanna en ekki síður til fegurðarskyns okkar.”


Borðin eru úr gegnheilli eik.

Nýlega var einnig umfjöllun um 70% borðin í hönnunartímaritinu Milk Decoration í septembermánuði.

 

Falleg íslensk hönnun eftir Önnu Þórunni sem fæst núna í Epal.

SMEKKLEGT 67 FERMETRA HEIMILI

Á vefsíðu danska tímaritsins Bolig Magasinet má finna þetta fallega 67fm heimili sem staðsett er í Kaupmannahöfn. Þarna býr Lone Ross ásamt Kern Skinnerup og tveimur börnum sínum. Heimilið þeirra er fullt af fallegum munum og góðum hugmyndum. Njótið!

Þarna má sjá ýmsa hluti sem fást í Epal, Panthella standlampinn, Api Kaj Bojesen, Kubus kertastjakinn og púðar frá Ferm Living.

Montana hillan nýtur sín vel á heimilinu, Panton lampi í silfri, The more the merrier kertastjaki frá Muuto ásamt smáhlutahillu frá Ferm Living með fuglum frá Kristian Vedel.

Sjöurnar eru alltaf jafn klassískar.

Barnarúm frá Sebra og veggljós frá Ferm Living.

Vipp tunna í eldhúsinu og bleikt og hvítt viskastykki frá HAY.

Skipulagsbox frá HAY og Sjöan sem vinnustóll.

Náttborðið Componibili frá Kartell.

Áhugasamir geta skoðað fleiri myndir HÉR.

HEIMA HJÁ BY NORD

Nýlega hófum við sölu á fallegum vörum frá skandinavíska hönnunarmerkinu By Nord. Línan innheldur allt frá púðum, teppum, sturtuhengjum og viskastykkjum. Því finnst okkur vera tilvalið að deila með ykkur ljósmyndum frá heimili Hönnu Berzant sem er stofnandi By Nord, hún er mikil smekkkona eins og sjá má.

By Nord púðar og sófateppi í stofunni.

By Nord púðarnir eru einstaklega fallegir og prýða íslenskar ljósmyndir nokkra þeirra.

Dásamlega fallegt heimili og ennþá fallegri vörur.

Kíktu á úrvalið af By Nord vörunum hjá okkur í Epal.

HERÐUBREIÐ: ÍSLENSK HÖNNUN

Púðinn Herðubreið er er hannaður af Leópold Kristjánssyni og Steinunni Arnardóttur sem reka hönnunarfyrirtækið Markrúnu á Íslandi og í Berlín, Þýskalandi þar sem þau eru að mestu búsett.

Herðubreið er oft kölluð “Drottning íslenskra fjalla”. Hún er móbergsfjall í Ódáðahrauni á norð-austurhorni landsins. Herðubreið hefur verið innblástur margra listamanna gegnum tíðina. Líklega eru þekktust verk Stefáns Jónssonar frá Möðrudal, Stórvals, sem málaði hundruðir mynda af fjallinu. Herðubreiðarverk Stórvals eru algeng stofudjásn á íslenskum heimilum.

Skemmtileg íslensk hönnun sem fæst hjá okkur í Epal.

VEGG : LÍMMIÐAR

VEGG er nýtt íslenskt fyrirtæki sem hannar og framleiðir vegglímmiða til að skreyta og fegra veggi innandyra. Vörulínurnar eru tvær: Farsæla frón -vegglímmiðar með áherslu á sögu, menningu og náttúru Íslands. Kvak -vegglímmiðar unnir af myndlistarkonunni Guðrúnu Sigurðardóttur. Eigendur fyrirtækisins eru systurnar Kristín Harðardóttir, Lilja Björk Runólfsdóttir og Sigrún Þuríður Runólfsdóttir. Þær eru jafnframt hönnuðir límmiðanna í vöruflokknum farsælda frón.

Áhersla er lögð á gæði og endingu vörunnar og því er úrvalsefni notað í framleiðsluna. Límmiðarnir eru úr sterkri fjölliðafilmu sem lagar sig vel að veggnum og hefur ekki tilhneigingu til að flagna af eins og lakari filmur geta gert. Umbúðir límmiðanna eru sterkar og því er auðvelt að ferðast með þá án þess að þeir verði fyrir hnjaski. Stærri límmiðunum er pakkað í pappahólka og þeim minni í umslög með styrkingu. Ásetning límmiðanna er einföld og þeim fylgja greinagóðar textaleiðbeiningar á íslensku og ensku.

 VEGG límmiðarnir fást í Epal.

NÝTT FRÁ TULIPOP

Enn ein litrík og krúttleg fígúran var að mæta í Tulipop ævintýraheiminn. Fígúran heitir Freddi og skreytir hann núna skemmtilega myndskreytta melamín diska, bolla og skálar.

Skemmtileg íslensk hönnun!

NÝTT FRÁ MENU

Hér má sjá brot af vörulínu danska hönnunarfyrirtækisins MENU, þeir eru að koma mjög sterkt inn um þessar mundir með ferskar og flottar vörur. Við mælum með að fletta í gegnum vörubækling þeirra sem finna má HÉR, nokkrar af vörunum eru þegar komnar í Epal, aðrar eru væntanlegar en einnig er hægt að panta allar vörurnar frá MENU hjá okkur. 

Fallegar vörur sem við erum afskaplega spennt yfir.

WRONG for HAY

Breski hönnuðurinn Sebastian Wrong og danski hönnunarframleiðandinn HAY hófu samstarf fyrr á árinu og var afrakstur samstarfsins kynntur á London Design Festival í síðustu viku.

Wrong for HAY er lína af 34 vörum, allt frá ljósum, keramík, glervörum og húsgögnum. Upphaflega átti samstarfið að snúast um að Wrong hannað ljósalínu fyrir HAY en konseptið stækkaði og stækkaði þar til að komin var heil lína af ýmsum skemmtilegum vörum. Hönnuðir allsstaðar að koma að hönnunarlínunni og þar má t.d. nefna tískuhönnuðinn Bernhard Wilhelm og Nathalie Du Pasquier ein af stofnendum Memphis hópsins. Við erum sérstaklega spennt fyrir einni vöru úr línunni Wrong for HAY, en það er rifdagatal frá hönnunartvíeikinu íslenska Snæfríð Þorsteins og Hildigunni Gunnarsdóttur.

Íslensk hönnun fyrir HAY.

Spennandi nýja línan Wrong for HAY

NÝTT FRÁ IITTALA

Spennandi nýjungar voru að bætast við annars frábært vöruúrval finnska hönnunarrisans Iittala. Vakka og Meno eru fallegar og sniðugar geymslulausnir fyrir heimilið sem hægt er að nota á marga vegu.

Vakka geymsluboxin hannaði hönnunarteymið Alto+Alto. Vakka geymsluboxin eru staflanleg og koma í nokkrum stærðum og tveimur litum, náttúrulegum (krossvið) og hvítum lit.

Hönnuðurinn Harri Koskinen sá um hönnun á Meno pokanum (á finnsku þýðir orðið “to go”), pokinn kemur í þremur stærðum og er úr þæfðu Polyester efni. Hægt er að nota pokana á marga vegu, sá minnsti hentar t.d. vel undir skjöl og i-pad, miðjustærðin er frábær til að sinna daglegum erindum og hentar einnig sem verslunarpoki. Sá stærsti bíður upp á ótrúlegt geymslupláss og er jafnvel hentugur til að skella í bílinn fyrir helgarferðina. Hönnuðurinn sjálfur, Harri Koskinen, dásamar pokann og segist nota þann stærsta þegar hann fer í skíðaferðalag með fjölskyldunni.

Falleg finnsk hönnun.