NÝTT FRÁ MENU

Hér má sjá brot af vörulínu danska hönnunarfyrirtækisins MENU, þeir eru að koma mjög sterkt inn um þessar mundir með ferskar og flottar vörur. Við mælum með að fletta í gegnum vörubækling þeirra sem finna má HÉR, nokkrar af vörunum eru þegar komnar í Epal, aðrar eru væntanlegar en einnig er hægt að panta allar vörurnar frá MENU hjá okkur. 

Fallegar vörur sem við erum afskaplega spennt yfir.

WRONG for HAY

Breski hönnuðurinn Sebastian Wrong og danski hönnunarframleiðandinn HAY hófu samstarf fyrr á árinu og var afrakstur samstarfsins kynntur á London Design Festival í síðustu viku.

Wrong for HAY er lína af 34 vörum, allt frá ljósum, keramík, glervörum og húsgögnum. Upphaflega átti samstarfið að snúast um að Wrong hannað ljósalínu fyrir HAY en konseptið stækkaði og stækkaði þar til að komin var heil lína af ýmsum skemmtilegum vörum. Hönnuðir allsstaðar að koma að hönnunarlínunni og þar má t.d. nefna tískuhönnuðinn Bernhard Wilhelm og Nathalie Du Pasquier ein af stofnendum Memphis hópsins. Við erum sérstaklega spennt fyrir einni vöru úr línunni Wrong for HAY, en það er rifdagatal frá hönnunartvíeikinu íslenska Snæfríð Þorsteins og Hildigunni Gunnarsdóttur.

Íslensk hönnun fyrir HAY.

Spennandi nýja línan Wrong for HAY

NÝTT FRÁ IITTALA

Spennandi nýjungar voru að bætast við annars frábært vöruúrval finnska hönnunarrisans Iittala. Vakka og Meno eru fallegar og sniðugar geymslulausnir fyrir heimilið sem hægt er að nota á marga vegu.

Vakka geymsluboxin hannaði hönnunarteymið Alto+Alto. Vakka geymsluboxin eru staflanleg og koma í nokkrum stærðum og tveimur litum, náttúrulegum (krossvið) og hvítum lit.

Hönnuðurinn Harri Koskinen sá um hönnun á Meno pokanum (á finnsku þýðir orðið “to go”), pokinn kemur í þremur stærðum og er úr þæfðu Polyester efni. Hægt er að nota pokana á marga vegu, sá minnsti hentar t.d. vel undir skjöl og i-pad, miðjustærðin er frábær til að sinna daglegum erindum og hentar einnig sem verslunarpoki. Sá stærsti bíður upp á ótrúlegt geymslupláss og er jafnvel hentugur til að skella í bílinn fyrir helgarferðina. Hönnuðurinn sjálfur, Harri Koskinen, dásamar pokann og segist nota þann stærsta þegar hann fer í skíðaferðalag með fjölskyldunni.

Falleg finnsk hönnun.

 

PÖNTUNARSÍÐA EPAL

Hefur þú kynnt þér pöntunarsíðu Epal.is? Þar getur þú pantað vörur af heimasíðu okkar og fengið þær sendar heim að dyrum eða sótt í verslun okkar Skeifunni 6. Einnig ef að þú átt leið um Keflarvíkurflugvöll getur þú sótt vöruna í Epal Design og fengið Tax free. Skemmtilegur valkostur fyrir þá sem kjósa þægindi þess að versla á netinu.

The more the merrier kertastjakinn frá Muuto er til á pöntunarsíðunni

Ljós og lampar eftir Verner Panton

Grass vasinn frá Normann Copenhagen

Maribowl skálarnar eru klassískar og frábær tækifærisgjöf

Erum með gott úrval af Ferm Living vörum, hitaplattar úr korki hafa verið vinsælir

Þetta er aðeins brot af vöruúrvalinu, kynntu þér pöntunarsíðuna nánar HÉR

RO FRÁ FRITZ HANSEN

Spænski hönnuðurinn Jamie Hayon hannaði stólinn RO fyrir Fritz Hansen og var hann upphaflega kynntur til sögunnar á hönnunarsýningunni Salone del Mobile í Mílanó fyrr á þessu ári, hann kom þó ekki í verslanir fyrr en núna í september. Ro er mikið meira en venjulegur hægindarstóll, hann er mjög rúmgóður eða með 1,5 sæti og þarna er því hægt að sitja og slaka á með t.d. dagblaðið, tölvuna eða barnið við hliðina á þér í ró og næði.

Form stólsins sem er einfalt og elegant er innblásið frá mannslíkamanum, mikil vinna var sett í að þróa það, en Jamie Hayon vildi hanna stól sem væri bæði fallegur ásamt því að bjóða upp á mikil þægindi.

Nafnið Ro þýðir ró á dönsku. Nafnið var valið afþví að það nær að fanga vel það sem stóllinn stendur fyrir í aðeins tveimur stöfum, ásamt því að hafa norræna nálgun.

Stóllinn Ro er núna til hjá okkur í Epal.

GRAND PRIX

Grand Prix stóllinn eftir Arne Jacobsen var fyrst kynntur til sögunnar árið 1957 en þá hét hann Model 3130. Sama ár var stóllinn sýndur á hönnunarsýningu í Mílanó þar sem hann hlaut ‘Grand Prix’ verðlaun sýningarinnar, eða það besta af sýningunni, nafnið festist við stólinn og þekkja nú hann flestir sem Grand Prix. Þrátt fyrir þessa glæstu viðurkenningu þá hefur minna farið fyrir stólnum en bræðrum hans, Sjöunni og Maurnum sem flestir þekkja, en Grand Prix gefur þeim þó ekkert eftir í formfegurð sinni og gæðahönnun. Upphaflega var stóllinn hannaður með viðar og -stálfótum, og var framleiddur í þeim útgáfum í nokkur ár eða þar til Fritz Hansen hætti framleiðslu á stólnum. Árið 1991 hófu þeir aftur framleiðslu á Grand Prix en þá aðeins með viðarfótum sem var þó aftur tekinn úr framleiðslu fjórum árum síðar. Í dag er stóllinn framleiddur með krómhúðuðum stálfótum í beyki, valhnotu og kemur í 9 litum. 

 Einstakur stóll með skemmtilega sögu.

NÝTT FRÁ FERM LIVING

Nýlega kynnti Ferm Living nýja vörulínu sem ber heitið MORE by Ferm Living, línan samanstendur af fallegum smáhlutum fyrir heimilið sem margir voru unnir í samstarfi við unga og upprennandi hönnuði. Gullfalleg rúmteppi, viskastykki, púðar, krúsir, hillur, klukkur og svo margt fleira. MORE by Ferm Living er væntanlegt í Epal, en þess má geta að hægt er að panta allar vörur frá Ferm Living hjá okkur í Epal. Kynntu þér heim Ferm Living á heimasíðu þeirra HÉR, sjón er sögu ríkari.


Útsalan í Epal er á fullu út helgina, allt að 70% afsláttur af útsöluvörum ásamt 15% afslætti af öllu í versluninni þar með talið Ferm Living.
Kíktu við og gerðu góð kaup.

ROYAL SYSTEM®

Royal System® hillukerfið var hannað af Poul Cadovius árið 1948. Royal System® hillukerfið er hægt að aðlaga mismunandi þörfum fólks, t.d. sem skrifborðsaðstöðu, bókasafn eða jafnvel einfalda hillu þar sem fallegir hlutir í bland við bækur fá að njóta sín. Hillurnar er hægt að fá úr gegnheilli eik eða valhnotu með festingum úr kopar eða ryðfríu stáli.

Poul Cadovius fæddist árið 1911 í Frederiksberg og menntaði hann sig upphaflega sem söðlasmiður og bólstrari. Sem húsgagnahönnuður naut Poul mikillar velgengni  og hafði mikil áhrif á danska húsgagna og -iðnhönnunarsögu. Árið 1948 hannaði hann Royal System® hillukerfið sem naut gífurlegrar vinsælda á fimmta, sjötta og sjöunda áratugnum, og sumir halda því jafnt fram að engin önnur dönsk húsgagnaframleiðsla hafi náð jafn miklum árangri.



Klassísk hönnun sem hefur staðist tímans tönn.

LIBRI FRÁ SWEDESE

Libri frá Swedese er flott margnota hilla sem hentar í flest rými. Hillan var hönnuð af sænska hönnuðinum Michael Bihain og hlaut hún fyrstu verðlaun ForumAID á húsgagnahönnunarsýningunni í Stokkhólmi árið 2008 sem besta nýja varan. Libri hillan er flott ein og sér uppvið vegg en einnig koma þær vel út margar raðaðar saman. Hægt er að fá Libri hilluna í svörtum eða hvítlökkuðum aski og einnig er hægt að stilla lengd hillunnar sem kemur sér vel ef gólfið er ójafnt.

Stærð hillunar er: Breidd 38 cm / Hæð 227 cm / Dýpt 29,5 cm

Klár í skólann?

Skólarnir eru að hefjast þessa dagana og hjá okkur í Epal leynast ýmsar vörur ofan í skólatöskuna eða á vinnuborðið jafnt fyrir yngri kynslóðina sem eldri. Við erum með úrval af skemmtilegum nestisboxum frá Black+Blum, LEGO, og Paul Frank, töskur frá Marimekko, bókastoðir frá Areaware og HAY, Múmín skissubækur, borðlampa og svo margt fleira.

Flott vinnuaðstaða frá STRING, borðlampi og stóll eftir Arne Jacobsen, og fugl eftir Kristian Vedel.

Ferm Living er með fallega hluti á vinnuborðið.

Bollar og krúsir frá Design Letters eru vinsælar undir t.d. penna.

Erum með úrval af sniðugum nestisboxum frá Black+Blum.

Lego nestisboxin frá Room Copenhagen hafa slegið í gegn. Flott fyrir yngri kynslóðina!

Flottur vegglímmiði frá Ferm Living.

Litríku og skemmtilegu Kaleido bakkarnir frá HAY.

 HAY er með gott úrval af hlutum sem henta vel í skólann, skipulagsmöppur, skipulagskassar, minnisbækur, fjaðrapennar og bókastoðir. Allt í flottum litasamsetningum eins og HAY er einum lagið.

Kíktu við og skoðaðu úrvalið!