KUBUS Í KOPAR

Kubus kertastjakann hannaði Mogens Lassen upphaflega árið 1962 og þá í svörtum lit. Danski hönnunarframleiðandinn by Lassen sem á einkarétt á allri hönnun Lassen bræðranna (s.s. Mogens Lassen og Flemming Lassen) hóf nýlega framleiðslu á klassíska Kubus stjakanum í koparlit sem hefur heldur betur slegið í gegn.

Kubus stjakinn er tilvalinn brúðkaupsgjöf.

Við viljum einnig benda á að við bjóðum væntanlegum brúðhjónum upp á þá þjónustu að útbúa gjafalista hjá okkur, það auðveldar oft gestum valið á réttu gjöfinni. Einnig bjóðum við upp á gjafabréf sem hafa verið vinsæl. Gefðu gjöf frá frægustu hönnuðum heims.

RED DOT VERÐLAUNIN

Normann Copenhagen eru á blússandi siglingu þessa dagana en þann 1.júlí síðastliðinn tók forstjóri fyrirtækisins Poul Madsen á móti hinum virtu Red Dot hönnunarverðlaunum. Þetta árið kepptu 1865 hönnuðir og arkitektar frá 54 löndum um Red Dot verðlaunin sem er einn eftirsóttasti gæðastimpill sem hægt er að fá fyrir góða hönnun. Þetta árið unnu Normann Copenhagen ekki aðeins ein verðlaun, heldur þrjú!

“Best of best” verðlaunin hlutu Normann Copenhagen fyrir hitakönnuna Geo sem hönnuð er af Nicholai Wiig Hansen.


Einnig hlutu þeir verðlaun fyrir skemmtilegu tesíuna Tea Egg, fyrir framúrskarandi lausn á smáatriðum.

Síðast en ekki síst hlutu þeir einnig verðlaun fyrir flott skóhorn sem hönnuð eru af Nis Øllgaard.

Normann Copenhagen er selt hjá okkur í Epal.

NORMANN COPENHAGEN

Við erum stoltur söluaðili Normann Copenhagen á Íslandi og gleðjumst því yfir þeim fréttum að Normann Copenhagen eru tilnefndir til hönnunarverðlauna Bolig Magasinet sem besti hönnunarframleiðandinn árið 2013.

 

 

THE BEAK

The Beak er hannaður af hinni dönsku Bodil Vilhelmine Dybvak Pedersen. Snaginn er mjög sniðugur fyrir skipulag heimilisins og hentar vel í flest rými hvort sem þarf að henga upp skópar, flík, viskastykki eða handklæði. Snaginn kemur í nokkrum litum; svörtum, hvítum og rauðum.

HEIMSÓKN UM HELGINA

Þrír sérfræðingar frá eftirtöldum fyrirtækjum verða hjá okkur núna um helgina, 7-8.júní. Carl Hansen & son, Montana og Eilersen. 20% afsláttur verður veittur af öllum pöntunum og sýningarvörum frá þessum aðilum um helgina.

Húsgagnasmiðurinn Carl Hansen stofnaði fyrirtæki sitt upphaflega árið 1908 með það að leiðarljósi að framleiða og smíða framúrskarandi hágæðahúsgögn. Sonur hans Holger tók síðar yfir fyrirtækið og hafði þá frumkvæði að því að framleiða húsgögn eftir Hans J. Wegner sem var þó óþekktur á þeim tíma. Eins og við vitum flest varð Hans J. Wegner einn frægasti húsgagnahönnuður heims og hefur fyrirtækið Carl Hansen & son orðið leiðandi húsgagnaframleiðandi á danskri hönnun.


Peter J. Lassen stofnaði Montana Møbler árið 1982, Montana er fjölskyldufyrirtæki og fer öll framleiðslan fram í Danmörku. Montana eru hillueiningar fyrir heimili og skrifstofur og er hægt að móta hillurnar á ýmsa vegu og koma þær einnig í mörgum litum. Því er hægt að fá hillur sem henta þér fullkomnlega og gera rýmið einnig persónulegra.

Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen á sögu sína að rekja allt aftur til ársins 1895 þegar hinn ungi Niel Eilersen starfaði sem hestakerrusmiður. Hann var sá fyrsti í Danmörku til að nota gufu til að beygja við, en þá aðferð notaði hann til að smíða kerruhjólin. Þegar sá tími kom að bílar tóku við af hestukerrum hóf Eilersen verksmiðjan að smíða sæti í bíla og rútur. En þegar að verksmiðjan brann til kaldra kola árið 1934 breyttust áherslur Eilersen algjörlega sem hóf þá að framleiða hágæða bólstruð húsgögn. Í dag rekur fjórða kynslóð Eilersen fjölskyldunnar verksmiðjuna sem einbeitir sér að hönnun og smíði á gæðasófum sem njóta mikilla vinsælda í dag um heim allann.

Kíktu við um helgina og gerðu góð kaup!

HEWI

Saga þýska hönnunarfyrirtækisins HEWI nær allt aftur til ársins 1929 þegar fyrirtækið var stofnað af Heinrich Wilke. Í dag er fyrirtækið margverðlaunað og leiðandi á sviði aðgengishönnunar, en það hannar og framleiðir m.a. ýmis stuðningshandföng, baðbekki, handlaugar, salernisstoðir og aðra hönnun fyrir baðherbergi með notagildi og fullkomið aðgengi í huga. HEWI hefur margoft unnið alþjóðlegu Red Dot verðlaunin fyrir bestu hönnunina, og árið 2011 unnu þeir verðlaunin “Architects Favourite” í flokki Aðgengishönnunar, en baðherbergislína HEWI nýtur mikilla vinsælda meðal arkitekta og innanhússhönnuða um heim allann.

Vörulínur HEWI fást nú í Epal.

Komdu við og fáðu nánari upplýsingar.

TRINIDAD STÓLLINN

Um helgina er Trinidad stóllinn hennar Nönnu Ditzel á 50% afslætti.

Trinidad er án efa ein allra vinsælasta hönnun Nönnu Ditzel fyrr og síðar, en stóllinn var hannaður árið 1993 og er framleiddur í Danmörku af Frederica Furniture. Trinidad er gott dæmi um móderníska klassíska hönnun og hefur hann unnið hönnunarverðlaun, m.a. virtu dönsku hönnunarverðlaunun ID prize árið 1995. 

 Einstaklega flottur og þægilegur stóll sem til er í mörgum litum.

ROOM COPENHAGEN-NÝTT

Room Copenhagen er nýtt og frábært hönnunarfyrirtæki sem við vorum að taka inn í Epal. Þau framleiða Pantone Universe, Lego og Paul Frank vörur fyrir heimilið.

Í yfir 50 ár hefur Pantone verið leiðandi litakerfi í heiminum. Room Copenhagen hefur í samstarfi við Pantone og Knud Holscher Design studio hannað línu af litríkum vörum undir nafninu Pantone Universe fyrir heimilið eða skrifstofuna, í þínum uppáhalds lit.

Smekklegt við morgunverðarborðið.

Undir osta, ólívur og annað góðgæti.

Á skrifborðið og undir smáhluti.

Á baðherbergið undir sápu, einnig sniðugt til að leggja frá sér skart.

Einnig eru Lego vörurnar nýjar hjá okkur í Epal og hafa þær fengið frábærar móttökur.

Skemmtileg hönnun frá Room Copenhagen.

SUMARSTÓLLINN – EASY CHAIR

Easy chair var hannaður árið 2004 af Jerszy Seymour fyrir hönnunarfyrirtækið Magis.

Hann er staflanlegur og kemur í nokkrum fallegum litum.

Þessi frábæri plaststóll er hugsaður sem bæði inni og útistóll, hann er þægilegur og léttur og því auðvelt að leyfa honum að flakka inn og út á komandi góðviðrisdögum.

Savoy vasinn – finnskt hönnunartákn.

Savoy vasinn var hannaður árið 1936 af Alvar Aalto og eiginkonu hans Aino Aalto. Alvar Aalto sendi inn fyrstu teikningar af vasanum í keppni sem haldin var af Karhula -Iittala verksmiðjunni og vann hann fyrsta sæti, tillaga hans voru nokkrar grófar skissur teiknaðar með blíanti og vaxlitum.  Vasarnir voru framleiddir og sýndir á heimssýningunni í París árið 1937 þar sem þeir slógu í gegn og klassíkin var fædd.

Savoy vasarnir eru í dag finnskt hönnunartákn og eru eflaust ein frægasta glerhönnun í heimi.



Vasarnir eru framleiddir af Iittala og koma í fjölmörgum litum.  Þeir eru tilvaldir í útskriftargjafir og brúðkaupsgjafir.