ROOM COPENHAGEN-NÝTT

Room Copenhagen er nýtt og frábært hönnunarfyrirtæki sem við vorum að taka inn í Epal. Þau framleiða Pantone Universe, Lego og Paul Frank vörur fyrir heimilið.

Í yfir 50 ár hefur Pantone verið leiðandi litakerfi í heiminum. Room Copenhagen hefur í samstarfi við Pantone og Knud Holscher Design studio hannað línu af litríkum vörum undir nafninu Pantone Universe fyrir heimilið eða skrifstofuna, í þínum uppáhalds lit.

Smekklegt við morgunverðarborðið.

Undir osta, ólívur og annað góðgæti.

Á skrifborðið og undir smáhluti.

Á baðherbergið undir sápu, einnig sniðugt til að leggja frá sér skart.

Einnig eru Lego vörurnar nýjar hjá okkur í Epal og hafa þær fengið frábærar móttökur.

Skemmtileg hönnun frá Room Copenhagen.

SUMARSTÓLLINN – EASY CHAIR

Easy chair var hannaður árið 2004 af Jerszy Seymour fyrir hönnunarfyrirtækið Magis.

Hann er staflanlegur og kemur í nokkrum fallegum litum.

Þessi frábæri plaststóll er hugsaður sem bæði inni og útistóll, hann er þægilegur og léttur og því auðvelt að leyfa honum að flakka inn og út á komandi góðviðrisdögum.

Savoy vasinn – finnskt hönnunartákn.

Savoy vasinn var hannaður árið 1936 af Alvar Aalto og eiginkonu hans Aino Aalto. Alvar Aalto sendi inn fyrstu teikningar af vasanum í keppni sem haldin var af Karhula -Iittala verksmiðjunni og vann hann fyrsta sæti, tillaga hans voru nokkrar grófar skissur teiknaðar með blíanti og vaxlitum.  Vasarnir voru framleiddir og sýndir á heimssýningunni í París árið 1937 þar sem þeir slógu í gegn og klassíkin var fædd.

Savoy vasarnir eru í dag finnskt hönnunartákn og eru eflaust ein frægasta glerhönnun í heimi.



Vasarnir eru framleiddir af Iittala og koma í fjölmörgum litum.  Þeir eru tilvaldir í útskriftargjafir og brúðkaupsgjafir.

LEGO HIRSLUR FYRIR HEIMILIÐ

LEGO hirslurnar frá Room Copenhagen eru skemmtileg geymslulausn fyrir heimilið, í stofuna jafnt sem barnaherbergið. Vörulínurnar eru tvær, LEGO geymslubox og LEGO nestisbox, boxin eru öll staflanleg og koma í ýmsum stærðum og litum. Einnig eru til flottir LEGO hausar sem hægt er að geyma ýmislegt í og eru skemmtilegt hilluskraut.

LEGO boxin eru staflanleg og nýtast því vel í minni rými.

LEGO boxin gera tiltektina skemmtilega og auðvelda fyrir börnin.

LEGO nestisboxin eru frábær fyrir skólann og ferðalögin, sniðugt er að setja litla LEGO kubba ofan í stærra boxið og geyma í því t.d. hnetur eða ávexti og drykkjarflaska með LEGO tappa gerir nestisstundina skemmtilegri fyrir börnin.

LEGO boxin eru ný í Epal, kíktu við og skoðaðu úrvalið.

NÝTT : KOLLUR FRÁ OK DESIGN

Þessir litríku og skemmtilegu kollar komu nýlega á markað frá danska hönnunarfyrirtækinu OK Design. Þeir passa vel við Acapulco og Condesa stólana sem fyrirtækið er frægast fyrir, en stólarnir ásamt kollunum eru framleiddir í úthverfi í Mexico City þar sem atvinnuleysi, eiturlyf og ofbeldi er daglegt líf fólks. OK Design er því stolt af því að með velgengni sinni hafa þau getað boðið ungu fólki sem var komið á götuna, vinnu í heilbrigðu umhverfi á sanngjörnum launum. Þess má geta að Acapulco stóllinn dregur nafn sitt af Acapulco flóanum í Mexíkó sem var frægur um 1940 meðal helstu Hollywood stjarna t.d. Elvis Presley og John Wayne, en stóllinn fór fyrst í framleiðslu um árið 1950.


Centro kollarnir koma í nokkrum litum.

 Hægt er að kynna sér frekar hönnunarfyrirtækið OK Design á vefsíðu þeirra HÉR.

NÝTT: NORTHERN DELIGHTS

Bókin Northern Delights: Scandinavian homes, interiors and design eftir Emmu Fexeus er loksins komin í Epal.

Margir hafa beðið eftir bókinni með eftirvæntingu en Emmu Fexeus er eins og sumir vita, frægasti hönnunarbloggari í Skandinavíu og heldur hún úti bloggsíðunni Emmas designbloggBókin sem gefin er út af Gestalten er einstaklega eiguleg og flott, og er í rauninni hin fullkomna bók til að hafa á stofuborðinu og geta gluggað í við tækifæri og sækja sér innblástur frá fallegum norrænum heimilum og hönnun.


Það ætti enginn hönnunar og -heimilisunnandi að láta þessa bók framhjá sér fara, og við mælum svo sannarlega með henni.

40 ÁRA AFMÆLISTILBOÐ Á EJ 220 SÓFUM

Erik Jørgensen (1928-1998) var lærður bólstrari og söðlasmiður og stofnaði hann fyrirtæki sitt Erik Jørgensen Møbelfabrik árið 1954 í Svendborg. Upp úr 6.áratugnum var Erik mjög upptekinn af þeirri hugmynd að endurhanna hinn hefðbundna sófa og gera þetta vinsæla húsgagn fagurfræðilega aðlaðandi og þægilega upplifun í senn. Erik hafði hæfileika í því að sameina gott handverk og þekkingu á efnum við nýjustu tískubylgjur í hönnun og var útkoman kassalaga sófinn EJ220 sem fagnar nú 40 ára afmæli.

 

 

SVANURINN Á TILBOÐI

Arne Jacobsen hannaði Svaninn (ásamt Egginu) upphaflega fyrir móttöku og setustofu Royal Hotel í Kaupmannahöfn í lok fimmta áratugarins. Það var stórt tækifæri fyrir Arne Jacobsen að fá að hanna alla þætti hótelsins og geta því framkvæmt kenningar sínar um samþættingu hönnunar og arkitektúrs. Svanurinn er einstaklega formfagur stóll og hefur notið mikilla vinsælda undanfarna áratugi. Svana-sófinn var hinsvegar aðeins í framleiðslu til ársins 1974, en var aftur settur í framleiðslu af Fritz Hansen árið 2000 vegna mikillar eftirspurnar. Stóllinn og sófinn í Milani áklæði eru nú á tilboði í Epal út júní.

 Stóllinn kostar á tilboðsverði í Milani áklæði 386.000 kr.
Sófinn kostar á tilboðsverði í Milani áklæði 798.000 kr.

PH5 LJÓSIÐ Í NÝJUM LITUM

Klassíska PH5 ljósið hannað af Poul Henningsen fyrir Louis Poulsen árið 1958 kemur nú í nýjum litum.

Ljósið er “hönnunaríkon” og hefur það þann góða eiginleika að laga sig að mismunandi stílum hvers heimilis, en fjölmörg íslensk heimili skarta þessu fræga ljósi. Louis Poulsen kemur nú með 4 nýja liti og litasamsetningar á ljósið í takt við nútímalegar stefnur og strauma.

Við erum sérstaklega spennt fyrir þessari nýju og fersku útgáfu af PH5 ljósinu.

Hvað finnst ykkur?

LITADÝRÐ OG GEÓMETRÍK

Trine Anderssen stofnaði hönnunarfyrirtækið Ferm Living árið 2005. Fyrirtækið hefur stækkað ört síðan þá og er í dag gífurlega vel þekkt fyrir hönnun sína á fylgihlutum fyrir heimilið sem flest eru með grafísku ívafi og fallegu litavali. Myndirnar hér að neðan eru fengnar úr vor/sumar bækling Ferm Living sem skoða má í heild sinni HÉR. Þess má geta að hægt er að panta allar vörur úr bæklingnum hjá okkur.


 Ferm Living er svo sannarlega flott Skandinavískt hönnunarfyrirtæki og í verslun okkar má skoða mjög gott úrval af vörum þeirra.