NÝTT: NORTHERN DELIGHTS

Bókin Northern Delights: Scandinavian homes, interiors and design eftir Emmu Fexeus er loksins komin í Epal.

Margir hafa beðið eftir bókinni með eftirvæntingu en Emmu Fexeus er eins og sumir vita, frægasti hönnunarbloggari í Skandinavíu og heldur hún úti bloggsíðunni Emmas designbloggBókin sem gefin er út af Gestalten er einstaklega eiguleg og flott, og er í rauninni hin fullkomna bók til að hafa á stofuborðinu og geta gluggað í við tækifæri og sækja sér innblástur frá fallegum norrænum heimilum og hönnun.


Það ætti enginn hönnunar og -heimilisunnandi að láta þessa bók framhjá sér fara, og við mælum svo sannarlega með henni.

40 ÁRA AFMÆLISTILBOÐ Á EJ 220 SÓFUM

Erik Jørgensen (1928-1998) var lærður bólstrari og söðlasmiður og stofnaði hann fyrirtæki sitt Erik Jørgensen Møbelfabrik árið 1954 í Svendborg. Upp úr 6.áratugnum var Erik mjög upptekinn af þeirri hugmynd að endurhanna hinn hefðbundna sófa og gera þetta vinsæla húsgagn fagurfræðilega aðlaðandi og þægilega upplifun í senn. Erik hafði hæfileika í því að sameina gott handverk og þekkingu á efnum við nýjustu tískubylgjur í hönnun og var útkoman kassalaga sófinn EJ220 sem fagnar nú 40 ára afmæli.

 

 

SVANURINN Á TILBOÐI

Arne Jacobsen hannaði Svaninn (ásamt Egginu) upphaflega fyrir móttöku og setustofu Royal Hotel í Kaupmannahöfn í lok fimmta áratugarins. Það var stórt tækifæri fyrir Arne Jacobsen að fá að hanna alla þætti hótelsins og geta því framkvæmt kenningar sínar um samþættingu hönnunar og arkitektúrs. Svanurinn er einstaklega formfagur stóll og hefur notið mikilla vinsælda undanfarna áratugi. Svana-sófinn var hinsvegar aðeins í framleiðslu til ársins 1974, en var aftur settur í framleiðslu af Fritz Hansen árið 2000 vegna mikillar eftirspurnar. Stóllinn og sófinn í Milani áklæði eru nú á tilboði í Epal út júní.

 Stóllinn kostar á tilboðsverði í Milani áklæði 386.000 kr.
Sófinn kostar á tilboðsverði í Milani áklæði 798.000 kr.

PH5 LJÓSIÐ Í NÝJUM LITUM

Klassíska PH5 ljósið hannað af Poul Henningsen fyrir Louis Poulsen árið 1958 kemur nú í nýjum litum.

Ljósið er “hönnunaríkon” og hefur það þann góða eiginleika að laga sig að mismunandi stílum hvers heimilis, en fjölmörg íslensk heimili skarta þessu fræga ljósi. Louis Poulsen kemur nú með 4 nýja liti og litasamsetningar á ljósið í takt við nútímalegar stefnur og strauma.

Við erum sérstaklega spennt fyrir þessari nýju og fersku útgáfu af PH5 ljósinu.

Hvað finnst ykkur?

LITADÝRÐ OG GEÓMETRÍK

Trine Anderssen stofnaði hönnunarfyrirtækið Ferm Living árið 2005. Fyrirtækið hefur stækkað ört síðan þá og er í dag gífurlega vel þekkt fyrir hönnun sína á fylgihlutum fyrir heimilið sem flest eru með grafísku ívafi og fallegu litavali. Myndirnar hér að neðan eru fengnar úr vor/sumar bækling Ferm Living sem skoða má í heild sinni HÉR. Þess má geta að hægt er að panta allar vörur úr bæklingnum hjá okkur.


 Ferm Living er svo sannarlega flott Skandinavískt hönnunarfyrirtæki og í verslun okkar má skoða mjög gott úrval af vörum þeirra.

STRING & LOTTA AGATON

Sænski arkitektinn Nils Strinning hannaði hillukerfið String árið 1949, hillurnar hafa orðið að nokkurskonar hönnunartákni síðan þá en ástæðurnar fyrir því eru nokkrar. Hillurnar þykja afar hentugar, hægt er að stækka við þær í allar áttir og bæta við, hillurnar koma í handhægum pakkningum og auðvelt er að setja þær saman. Einnig eru þær afar stöðugar og standast tímans tönn.

Nýlega birtust þessar fallegu myndir af String hillunum sem einn frægasti innanhússstílisti í Svíþjóð hafði stíliserað, Lotta Agaton. Myndirnar þykja sýna á afar skemmtilegann hátt mismunandi notkunarmöguleika String hillanna. Myndirnar tók Marcus Lawett.

COMPONIBILI FRÁ KARTELL

Árið 1943 varð Anna Castelli Ferrieri fyrsta konan til að útskrifast frá Milan Polytechnic Institute, hún var þekkt fyrir að nota plastefni í hönnun sína sem var tæknibylting á þeim tíma. Nokkrum árum síðar stofnaði hún hönnunarfyrirtækið Kartell ásamt eiginmanni sínum, Giulio Castelli og varð fyrirtækið fljótt brautryðjandi í notkun plastefnis í nytjahluti. (Við þekkjum flest Kartell í dag en þeir framleiða meðal annars hinn klassíska Bourgie lampa). Anna Castelli Ferrieri hannaði margnota hirslurnar Componibili árið 1969 og hafa þær því verið framleiddar í um 44 ár og eru þær t.d. partur af safni hönnunarvara MoMa safnins í New York.

Componibili eru frábærar margnota hirslur og það fer lítið fyrir þeim. Hægt er að nota þær á heimilinu eða skrifstofuna, á baðherbergið, svefnherbergið, eldhúsið eða á ganginn. Möguleikarnir eru endalausir með Componibili fyrir þá sem vantar sniðugar geymslulausnir.

Componibili hirslurnar eru til í tveimur stærðum og nokkrum litum hjá okkur í Epal.

GRASSHOPPER FRÁ GUBI

Klassíski lampinn Grasshopper var hannaður af Gretu Magnusson Grossman og var fyrst framleiddur af Gubi árið 1947. Lampinn er enn í dag einstaklega flottur og módernískur en Greta var undir miklum áhrifum frá evrópskum módernisma þegar hún hannaði Grasshopper. Í dag er slegist um hönnun Gretu á uppboðum, en hann var aðeins nýlega settur í endurframleiðslu af Gubi.

“The fact that she is relatively unknown just makes the process for Gubi more interesting, as we have an honest opportunity to continue to convey Greta Grossman’s designs.Greta Grossman was known in her time in both Sweden and California, USA. However, she ended up largely unknown and almost forgotten. I am very happy that we can give this magnificent female designer a second comeback.” – Jacob Gubi

NÝTT FRÁ STELTON

Enn bætist í litaflóru Stelton, en hinar sívinsælu hitakönnur voru að koma út í þremur nýjum litum sem kallast -Kaupmannahafnarlitir.

Litavalið er innblásið af gömlu Kaupmannahöfn og litríku húsaröðinni meðfram höfninni á Nyhavn. Klassísku könnurnar er núna til í hlýjum gulum lit, kóralbleikum og túrkíslit. Þessar verða flottar í næsta kaffiboði.

FERMINGARGJAFIR – HUGMYNDIR

Hér að neðan má sjá 21 hugmynd að fermingargjöfum handa bæði strákum og stelpum.

Hin sívinsælu leðurdýr frá Zuny eru flott í hilluna, Bókastoð, 9.200 kr. Bréfapressa, 6.400 kr.

Kivi kertastjakar frá Iittala kosta frá 2.300 kr.

Falleg gæðarúmföt frá HAY 13.250 kr.

Hang on fatahengi er skemmtilegt fyrir unglingaherbergið, 13.300 kr.

Hnötturinn er framtíðareign, til í fleiri litum, 20.900 kr.- 26.500 kr. (29.500 kr. með ljósi.)

HAY púðar í mörgum litum 14.300 kr. – 16.000 kr.

Krummi eftir Ingibjörgu Hönnu er klassísk íslensk hönnun 4.900 kr. – 7.950 kr. Herðatré og hengt í loft.

Api Kaj Bojesen er klassísk hönnun og framtíðareign fyrir fermingarbarnið, 21.650 kr.

Vasar í mörgum stærðum og litum frá Iiittala, hægt að nota undir blóm eða ýmsa smáhluti og er framtíðareign.

Hálsmen frá Hlín Reykdal 10.900 kr. til 22.900 kr.


Fuzzy er frábær kollur og íslensk hönnun í þokkabót, 56.400 kr. (viðarfætur) 61.500 kr.(lakkfætur)

Múmínbollar, 3.650 kr.

Mikið úrval af púðum í herbergið, þessir eru frá Ferm Living.

Acapulco stóllinn er glæsilegur, 75.800 kr.

Skartgripir frá Steinunni Völu / Hring eftir Hring eru vinsælir. Hálsmen, 10.350 kr. Tvöfalt hálsmen, 13.750 kr. Hringur, 7.850 kr. og eyrnalokkar, 4.500 kr.

Ekki Rúdolf eftir Ingibjörgu Hönnu er töff, 19.800 kr.

Pocket hillur eftir Nils Strinning eru eigulegar og henta vel undir uppáhaldshluti fermingarbarnsins. Frá 24.800 kr.

Rúm eru vinsæl á óskalista fermingarbarnsins, við seljum falleg rúmteppi frá HAY í mörgum litum og tveimur stærðum.

Íslenskt skartgripatré 7.600 kr.

Tréslaufa um hálsinn fyrir herra eða hringur handa stelpum, frá Hring eftir Hring.

Skartgripatré frá MENU er klassískt, 10.500 kr./ 14.950 kr.

Ef að þú ert enn í vandræðum að finna réttu gjöfina, þá aðstoðum við þig við leitina í verslun okkar.