Innlit: Børge Mogensen

Danska tímaritið BoBedre myndaði í fyrrasumar heimili Børge Mogensen, en þar fékk hönnuðurinn mikinn innblástur fyrir verk sín. Árið 1958 flutti Børge Mogensen ásamt fjölskyldu sinni á Soløsevej í norðurhluta Kaupmannahafnar. Børge Mogensen lést svo árið 1972, en minning hans lifir þó enn á gamla heimili hans á Soløsevej, en þar hefur öllu verið haldið eins og það var síðan fjölskyldan bjó þar. Heimilið er eins og safn en þar má finna fjölmargar prótótýpur ásamt fyrstu prufustykkjunum af húsgögnum hans sem flest eru heimsfræg í dag. Einnig má sjá þar verk eftir fjölskylduvini t.d. listamanninn Svend Wii Hanses, hönnuðinn Poul Henningsen, Kaare Klint ásamt fleirum.

NAP STÓLLINN FRÁ FRITZ HANSEN

NAP stóllinn sem hannaður er af Kasper Salto fyrir Fritz Hansen kom á markað árið 2010 eftir tveggja ára þróunarvinnu. Stóllinn er staflanlegur og afar þæginlegur að sitja í, en hann var hannaður með þrjár helstu setstöður mannslíkamans í huga: venjuleg setstaða, þ.e.a.s beint bak, hreyfanleiki og afslöppun. Stóllinn hentar því vel á heimili ásamt fundarherbergjum og í skrifstofurými.

Stóllinn er framleiddur í fjórum litum; Milk white, Butter yellow, Pepper grey og Coffee brown. / Mjólkurhvítur, smjörgulur, pipargrár og kaffibrúnn.

NAP stóllinn verður á tilboðsverði í Epal frá 24-27 janúar, en stóllinn sem kostaði áður 69.500 kr. mun kosta á tilboðsverði 29.900 kr.

 Sjáumst á forútsölu í Skeifunni 6, miðvikudaginn 23.janúar frá kl.18:00-20:00.

Allt að 70% afsláttur!

FALLEG HEIMILI

PH 5 ljós, Maurar og Super Elliptical borð frá Fritz Hansen, hannað af Piet Hein, Bruno Mathsson og Arne Jacobsen.

DLM hliðarborð frá HAY, til í nokkrum litum.

Doo Woop ljósið frá Louis Poulsen.

Púði frá HAY og Kubus kertastjakinn eftir Mogens Lassen.

Y-stóllinn og Trip Trap barnastóllinn.

Chair one eftir Konstantin Gric.

FYLGIHLUTALÍNA HAY

Fylgihlutalína hönnunarfyrirtækisins HAY hefur stækkað mjög undanfarið, en hefur hún fengið gífurlega góðar viðtökur. Úrvalið er frábært, allt frá skrifstofuvörum til skrautmuna fyrir heimilið, en það sem allar vörurnar eiga sameiginlegt er að þær eru smart og á mjög góðu verði.

Bakkarnir Kaleido koma í ýmsum stærðum og litum og hægt er að leika sér með uppröðunina. Einnig eru til fjaðrapennar í mörgum litum

Skopparakringlur 

Þessi viðarhönd hefur verið vinsæl meðal stílista erlendis og hefur sést víða í hönnunartímaritum og á bloggsíðum. Sniðug til að geyma hringana t.d.

Skipulagsmappa fyrir fagurkera.

Fallegar lyklakippur eru nauðsynlegar.

Buddur og veski í nokkrum litum og stærðum.

Þess má geta að bakkarnir Kaleido unnu nýverið hönnunarverðlaun Design S fyrir bestu hönnunina. En þetta hafði dómnefndin að segja um bakkana ”  “Stíf form í litríkri samsetningu. Einföld hönnun sem er snilldarlega útfærð. Smart hönnun sem að mun lifa lengi.”

HAY fæst í Epal.

POUL PAVA FYRIR AIDA

Aida (Ancher Iversen Danmark) er danskt hönnunarfyrirtæki sem stofnað var árið 1953 og sérhæfir það sig í hönnun og framleiðslu á hágæða borðbúnaði. Reglulega starfar Aida með sumum fremstu hönnuðum og listamönnum Danmörku.

Poul Pava er danskur listamaður sem sérhæfir sig í naívum og spontant stíl, en hannaði hann línu af borðbúnaði fyrir Aida sem notið hefur mikillar vinsælda.

Hann lýsir list sinni sem “barnið innra með okkur öllum” og skreytir hann fínt postulínið frá Aida með barnslegum teikningum sínum.


Fallegur borðbúnaðurinn hannaður af Poul Pava fæst í Epal.

 

 

SVEFNSÓFAR – Softline

Danska hönnunarfyrirtækið Softline var stofnað árið 1979 með hönnuðinn Kurt Brand í farabroddi og hefur það með tíma orðið að leiðandi fyrirtæki í hönnun á sófum. Eftir andlát Kurt Brand árið 1997 hóf Softline samstarf við ýmsa þekkta hönnuði svosem Flemming Busk, Karim Rashad og Hiromichi Konno.

Blast

 

Lounge

Cord

Í Epal seljum við vörur frá Softline og þar má nefna svefnsófana Blast, Cord og Lounge. Endingargóðir og vel hannaðir sófar sem koma í mörgum litum.

Kjötkrókur

Kjötkrókur sem hannaður er af vöruhönnuðinum Helgu Jósepsdóttur er standur fyrir hangikjötslæri, til að standa á borðum á heimilum, veitingastöðum og hlaðborðum og auðveldar þér að skera sneiðar af hráu lærinu og njóta kjötsins eins og það gerist best.



Fæst í Epal.

Apinn sem varð að hönnunartákni.

Upphaflega hafði Kay Bojesen ætlað sér að útbúa skemmtilegann snaga fyrir jakka barna sinna með viðarapanum sem að hann hannaði árið 1951. En síðan þá hefur apinn skreytt margar forsíður hönnunar og -heimilistímarita og fengið að sitja á óteljandi bókahillum sem skrautmunur en setur hann gjarnan punktinn yfir i-ið á fallegum heimilum. Hönnunaraðdáendur hafa lengi heillast af apanum, en hann er einnig góð gjöf handa börnum sem munu eiga apann í mörg mörg ár. Apinn er þó bara eitt af mörgum viðardýrum sem Kay Bojsesen hannaði og eru í dag framleidd af Rosendahl Copenhagen.


Ekta dönsk hönnun sem heillar marga.