NÝTT FRÁ NORMANN COPENHAGEN

Hér má sjá glænýtt og væntanlegt ljós frá Normann Copenhagen, Norm 12. Ljósið Norm 69 kom á markað árið 2002 og endaði það sem hönnunartákn um allann heim. Ljósið markaði einnig upphaf samstarfs Normann Copenhagen við danska hönnuðinn Simon Karkov. Og núna, áratug síðar hefur Simon Karkov hannað þetta nýja ljós sem er eflaust eftir að ná sömu hæðum í vinsældum og Norm 69 ljósið.

Innblástur sótti hönnuðurinn í náttúruna og má sjá tengingu í blóm og laufblöð þegar horft er á Norm 12 ljósið.

 Ljósið mun vera til í tveimur stærðum, og passa þau inná flest heimili og við marga ólíka stíla. Stærra ljósið væri fullkomið á ganginn eða í svefnherbergið, og það minna við eldhúsborðið.

FERM LIVING VEGGFÓÐUR

Veggfóðrin frá danska hönnunarfyrirtækinu Ferm Living eru æðislega flott og geta heldur betur hresst upp á heimilið. Innblástur veggfóðranna kemur úr ýmsum áttum, t.d. Skandinavískri náttúru, tísku, arkitektúr, flóamörkuðum og ferðalögum um heim allann. Veggfóðrin eru prentuð á WallSmart sem gerir það að verkum að mjög einfalt er að setja veggfóðrið upp. Hægt er að skoða video hvernig það er gert HÉR.

 

Litapalletta Ferm Living er falleg fyrir augað.

Þetta steypuveggfóður hefur notið mikilla vinsælda og gerir vegginn hráann og töff.

Krakkalínan er falleg, Bamba veggljósið er einnig frá Ferm Living.


Marmaraveggfóðrið er algjört æði og kemur með náttúrulegann blæ inná heimilið.

Hér að ofan má aðeins sjá brot af öllu úrvalinu, endilega skoðið heimasíðu Ferm Living HÉR og sjáið úrvalið en hægt er að panta öll veggfóður Ferm Living hjá okkur í Epal.

KALEIDO BAKKAR FRÁ HAY

Hin sænska Clara von Zweigbergk hannaði stórskemmtilegu Kaleido bakkana fyrir HAY. Bakkarnir koma í mörgum litum og eru þeir gerðir úr geómetrískum formum sem passar hvert inní annað, svo úr verður skemmtilegur leikur að búa til þína samsetningu. Bakkana má nota allt frá því að bera fram drykki, geyma smáhluti, skart, uppskriftir eða undir klink og lykla fram á gangi.

Þessi fallegu gylltu skæri eru einnig frá HAY og fást í Epal.

Litrík og skemmtileg hönnun frá HAY.

 

Innlit: Børge Mogensen

Danska tímaritið BoBedre myndaði í fyrrasumar heimili Børge Mogensen, en þar fékk hönnuðurinn mikinn innblástur fyrir verk sín. Árið 1958 flutti Børge Mogensen ásamt fjölskyldu sinni á Soløsevej í norðurhluta Kaupmannahafnar. Børge Mogensen lést svo árið 1972, en minning hans lifir þó enn á gamla heimili hans á Soløsevej, en þar hefur öllu verið haldið eins og það var síðan fjölskyldan bjó þar. Heimilið er eins og safn en þar má finna fjölmargar prótótýpur ásamt fyrstu prufustykkjunum af húsgögnum hans sem flest eru heimsfræg í dag. Einnig má sjá þar verk eftir fjölskylduvini t.d. listamanninn Svend Wii Hanses, hönnuðinn Poul Henningsen, Kaare Klint ásamt fleirum.

NAP STÓLLINN FRÁ FRITZ HANSEN

NAP stóllinn sem hannaður er af Kasper Salto fyrir Fritz Hansen kom á markað árið 2010 eftir tveggja ára þróunarvinnu. Stóllinn er staflanlegur og afar þæginlegur að sitja í, en hann var hannaður með þrjár helstu setstöður mannslíkamans í huga: venjuleg setstaða, þ.e.a.s beint bak, hreyfanleiki og afslöppun. Stóllinn hentar því vel á heimili ásamt fundarherbergjum og í skrifstofurými.

Stóllinn er framleiddur í fjórum litum; Milk white, Butter yellow, Pepper grey og Coffee brown. / Mjólkurhvítur, smjörgulur, pipargrár og kaffibrúnn.

NAP stóllinn verður á tilboðsverði í Epal frá 24-27 janúar, en stóllinn sem kostaði áður 69.500 kr. mun kosta á tilboðsverði 29.900 kr.

 Sjáumst á forútsölu í Skeifunni 6, miðvikudaginn 23.janúar frá kl.18:00-20:00.

Allt að 70% afsláttur!

FALLEG HEIMILI

PH 5 ljós, Maurar og Super Elliptical borð frá Fritz Hansen, hannað af Piet Hein, Bruno Mathsson og Arne Jacobsen.

DLM hliðarborð frá HAY, til í nokkrum litum.

Doo Woop ljósið frá Louis Poulsen.

Púði frá HAY og Kubus kertastjakinn eftir Mogens Lassen.

Y-stóllinn og Trip Trap barnastóllinn.

Chair one eftir Konstantin Gric.

FYLGIHLUTALÍNA HAY

Fylgihlutalína hönnunarfyrirtækisins HAY hefur stækkað mjög undanfarið, en hefur hún fengið gífurlega góðar viðtökur. Úrvalið er frábært, allt frá skrifstofuvörum til skrautmuna fyrir heimilið, en það sem allar vörurnar eiga sameiginlegt er að þær eru smart og á mjög góðu verði.

Bakkarnir Kaleido koma í ýmsum stærðum og litum og hægt er að leika sér með uppröðunina. Einnig eru til fjaðrapennar í mörgum litum

Skopparakringlur 

Þessi viðarhönd hefur verið vinsæl meðal stílista erlendis og hefur sést víða í hönnunartímaritum og á bloggsíðum. Sniðug til að geyma hringana t.d.

Skipulagsmappa fyrir fagurkera.

Fallegar lyklakippur eru nauðsynlegar.

Buddur og veski í nokkrum litum og stærðum.

Þess má geta að bakkarnir Kaleido unnu nýverið hönnunarverðlaun Design S fyrir bestu hönnunina. En þetta hafði dómnefndin að segja um bakkana ”  “Stíf form í litríkri samsetningu. Einföld hönnun sem er snilldarlega útfærð. Smart hönnun sem að mun lifa lengi.”

HAY fæst í Epal.

POUL PAVA FYRIR AIDA

Aida (Ancher Iversen Danmark) er danskt hönnunarfyrirtæki sem stofnað var árið 1953 og sérhæfir það sig í hönnun og framleiðslu á hágæða borðbúnaði. Reglulega starfar Aida með sumum fremstu hönnuðum og listamönnum Danmörku.

Poul Pava er danskur listamaður sem sérhæfir sig í naívum og spontant stíl, en hannaði hann línu af borðbúnaði fyrir Aida sem notið hefur mikillar vinsælda.

Hann lýsir list sinni sem “barnið innra með okkur öllum” og skreytir hann fínt postulínið frá Aida með barnslegum teikningum sínum.


Fallegur borðbúnaðurinn hannaður af Poul Pava fæst í Epal.