FYLGIHLUTALÍNA HAY

Fylgihlutalína hönnunarfyrirtækisins HAY hefur stækkað mjög undanfarið, en hefur hún fengið gífurlega góðar viðtökur. Úrvalið er frábært, allt frá skrifstofuvörum til skrautmuna fyrir heimilið, en það sem allar vörurnar eiga sameiginlegt er að þær eru smart og á mjög góðu verði.

Bakkarnir Kaleido koma í ýmsum stærðum og litum og hægt er að leika sér með uppröðunina. Einnig eru til fjaðrapennar í mörgum litum

Skopparakringlur 

Þessi viðarhönd hefur verið vinsæl meðal stílista erlendis og hefur sést víða í hönnunartímaritum og á bloggsíðum. Sniðug til að geyma hringana t.d.

Skipulagsmappa fyrir fagurkera.

Fallegar lyklakippur eru nauðsynlegar.

Buddur og veski í nokkrum litum og stærðum.

Þess má geta að bakkarnir Kaleido unnu nýverið hönnunarverðlaun Design S fyrir bestu hönnunina. En þetta hafði dómnefndin að segja um bakkana ”  “Stíf form í litríkri samsetningu. Einföld hönnun sem er snilldarlega útfærð. Smart hönnun sem að mun lifa lengi.”

HAY fæst í Epal.

POUL PAVA FYRIR AIDA

Aida (Ancher Iversen Danmark) er danskt hönnunarfyrirtæki sem stofnað var árið 1953 og sérhæfir það sig í hönnun og framleiðslu á hágæða borðbúnaði. Reglulega starfar Aida með sumum fremstu hönnuðum og listamönnum Danmörku.

Poul Pava er danskur listamaður sem sérhæfir sig í naívum og spontant stíl, en hannaði hann línu af borðbúnaði fyrir Aida sem notið hefur mikillar vinsælda.

Hann lýsir list sinni sem “barnið innra með okkur öllum” og skreytir hann fínt postulínið frá Aida með barnslegum teikningum sínum.


Fallegur borðbúnaðurinn hannaður af Poul Pava fæst í Epal.

 

 

SVEFNSÓFAR – Softline

Danska hönnunarfyrirtækið Softline var stofnað árið 1979 með hönnuðinn Kurt Brand í farabroddi og hefur það með tíma orðið að leiðandi fyrirtæki í hönnun á sófum. Eftir andlát Kurt Brand árið 1997 hóf Softline samstarf við ýmsa þekkta hönnuði svosem Flemming Busk, Karim Rashad og Hiromichi Konno.

Blast

 

Lounge

Cord

Í Epal seljum við vörur frá Softline og þar má nefna svefnsófana Blast, Cord og Lounge. Endingargóðir og vel hannaðir sófar sem koma í mörgum litum.

Kjötkrókur

Kjötkrókur sem hannaður er af vöruhönnuðinum Helgu Jósepsdóttur er standur fyrir hangikjötslæri, til að standa á borðum á heimilum, veitingastöðum og hlaðborðum og auðveldar þér að skera sneiðar af hráu lærinu og njóta kjötsins eins og það gerist best.



Fæst í Epal.

Apinn sem varð að hönnunartákni.

Upphaflega hafði Kay Bojesen ætlað sér að útbúa skemmtilegann snaga fyrir jakka barna sinna með viðarapanum sem að hann hannaði árið 1951. En síðan þá hefur apinn skreytt margar forsíður hönnunar og -heimilistímarita og fengið að sitja á óteljandi bókahillum sem skrautmunur en setur hann gjarnan punktinn yfir i-ið á fallegum heimilum. Hönnunaraðdáendur hafa lengi heillast af apanum, en hann er einnig góð gjöf handa börnum sem munu eiga apann í mörg mörg ár. Apinn er þó bara eitt af mörgum viðardýrum sem Kay Bojsesen hannaði og eru í dag framleidd af Rosendahl Copenhagen.


Ekta dönsk hönnun sem heillar marga.

JÓLASERVÉTTUHRINGURINN 2012

Servéttuhringurinn jólin 2012

Fyrir jólin undanfarin ár hefur Erling Jóhannesson gullsmiður, hannað og framleitt jólaservéttuhringa. Hringarnir eru smíðaðir úr stáli einfaldir í formi en engu að síður ákaflega jólalegir. Hugmyndin er að samhliða servéttuhringunum komi fleiri vandaðar hönnunar vörur sem tengjast jólum, eins og kertastjaki sem kom út í sömu línu fyrir síðustu jól.
Erling Jóhannesson er menntaður gullsmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík og stundaði framhaldsnám á Italíu, Hann útskrifaðist sem leikari frá Leiklistarskóla Íslands 1990 og  hefur starfað jöfnum höndum sem gullsmiður, leikari og leikstjóri frá þeim tíma.

 

Tveir kertalogar prýða Jólaservéttuhringinn, þriðja árið sem hann kemur út. Hringurinn er stílhreinn í formi og áferð sem kallar á einfalt mynstur, sem þó ber með sér anda jólanna.

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR: FYRIR HANN

Íslensk hönnun í jólapakkann. Sauðabindið er flott gjöf handa herramönnum á öllum aldri.

DLM hliðarborð frá HAY, undir bókina og kaffibollann.

Leðurdýrin frá Zuny eru flottar bókastoðir.

Master stóllinn sem Phillippe Starck hannaði fyrir Kartell er góð gjöf fyrir hönnunarunnandann.

Ýmsar sniðugar vörur hafa komið frá Joseph&Joseph hönnunarfyrirtækinu, en skurðarbrettið er ein sú sniðugasta. Brettin eru litamerkt, sem auðveldar eldamennskuna.

Gæðahandklæði frá Marimekko eru flott í ræktina og fyrir heimilið.

Allas-kertastjakann hannaði Andreas Engesvik nýlega fyrir iittala. Stjakinn er steyptur úr stáli, grófur og flottur.

Fyrir i-phone eigandann er þessi skemmtilega hönnun frá Areaware góð hugmynd. Dokka fyrir símann sem lítur út eins og vekjaraklukka þegar síminn er hlaðinn.

Kaffipressa hönnuð af Arne Jacobsen og framleidd af Stelton, klassísk gjöf fyrir hönnunar- og kaffiunnandann.

Mugga slaufurnar eru flottar en Guðmundur Jón Stefánsson, húsgagnasmíðameistari, mótar slaufurnar úr tré.

Tivoli útvarp.
AJ borðlampi hannaður af Arne Jacobsen.
Eldhússvuntur frá Marimekko í ýmsum týpum fyrir kokkinn.
Pantone bolli í uppáhaldslitnum hans.
Ein best selda vara Normann Copenhagen á heimsbreiðu eru þessi flottu koníakglös, falleg hönnun fyrir herramanninn.

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR: FYRIR HANA

Hér að neðan má sjá nokkrar hugmyndir af jólagjöfum, hjá okkur í Epal er mikið úrval af gjafavöru, kíktu við og fáðu aðstoð við valið.

Skartgripatré frá Menu er falleg gjöf.

Ferm Living býður upp á mjög gott úrval af púðum í allskyns mynstrum og litum.

Gefðu íslenska hönnun í pakkann! Frá Umemi eru margir fallegir púðar og í nokkrum litum.

Bourgie lampinn frá Kartell er fallegur.

Ekki Rúdolf snaginn frá Ingibjörgu Hönnu er flottur til að hengja á flíkur, töskur eða skartgripi.

Tinna Gunnarsdóttir hannaði þessa fallegu snaga sem kallast Starkaður og kemur formið frá hvalatönnum.

Nappali er nýleg hönnun frá iittala, kertastjakarnir koma í nokkrum litum og stærðum.

Frá HAY er úrval af fallegum og einstökum rúmfötum sem hönnunarteymið Scholten&Baijing hannaði.

Hábollar eða Hoch die Tassen frá Hrafnkel Birgisson eru flottir undir kaffi, en einnig er flott að geyma skartgripi í stökum bolla.

Steinunn Vala hannar undir nafninu Hring eftir hring litríka og fallega skartgripi, eyrnalokka, hálsmen og hringa.

Klassísku Marimekko veskin eru til í mörgum stærðum og litum.

Maribowl frá iittala er mjög vinsæl, hægt er að safna skálunum, en einnig er fallegt að eiga staka undir meðlæti, sósur eða nammið.

 Frá iittala er mikið úrval af gjafavöru í breiðum verðflokki, glerfuglar, vasar, kertastjakar, stell, glös og margt fleira.

DAGSKRÁ HELGARINNAR

Um helgina verða hönnuðir í Epal Skeifunni að kynna vörur sínar, þær Signý frá Tulipop og Edda Skúladóttir frá Fluga Design.

Signý Kolbeinsdóttir teiknari og hönnuður hefur vakið mikla lukku meðal barna og fullorðinna með krúttlegum fígúrum og litríkum heim Tulipop. Þar má nefna sparibaukinn Mosa, Herra Tré lampann og fallega myndskreytta diska, pennaveski og fleiri skemmtilegar smávörur.

Signý verður í Epal laugardaginn 15.desember á milli 13 og 16.


Edda Skúladóttir hannar kvenfatnað og fylgihluti undir nafninu Fluga. Edda er lærður klæðskeri og starfaði í nokkurn tíma í Los Angeles meðal annars hjá þekkta tískumerkinu BeBe.

Edda verður í Epal á sunnudaginn 16.desember á milli 12-15 að kynna fallega klúta sem að hún hannar og saumar úr silkibútum.

Sjáumst um helgina í Epal.

FRIDA JEWELRY

Skartgripahönnuðurinn Fríða Methúsalemsdóttir hannar skartgripi undir nafninu Fríða Jewerly. Fríða sem lærði skartgripagerð í Nýja Sjálandi á ekki langt að sækja áhuga sinn á skartgripum, en systir hennar Jóhanna Methúsalemsdóttir hannar einnig skart undir nafninu Kria Jewelry sem hlotið hefur mikla athygli.

Skartgripir Fríðu eru einfaldir og tímalausir en þeir eru gerðir úr gulli, silfri og leðri.


Heillandi og fallegt skart Fríðu fæst í Epal.