Fylgihlutalína hönnunarfyrirtækisins HAY hefur stækkað mjög undanfarið, en hefur hún fengið gífurlega góðar viðtökur. Úrvalið er frábært, allt frá skrifstofuvörum til skrautmuna fyrir heimilið, en það sem allar vörurnar eiga sameiginlegt er að þær eru smart og á mjög góðu verði.
Bakkarnir Kaleido koma í ýmsum stærðum og litum og hægt er að leika sér með uppröðunina. Einnig eru til fjaðrapennar í mörgum litum
Skopparakringlur
Þessi viðarhönd hefur verið vinsæl meðal stílista erlendis og hefur sést víða í hönnunartímaritum og á bloggsíðum. Sniðug til að geyma hringana t.d.
Skipulagsmappa fyrir fagurkera.
Fallegar lyklakippur eru nauðsynlegar.
Buddur og veski í nokkrum litum og stærðum.
Þess má geta að bakkarnir Kaleido unnu nýverið hönnunarverðlaun Design S fyrir bestu hönnunina. En þetta hafði dómnefndin að segja um bakkana ” “Stíf form í litríkri samsetningu. Einföld hönnun sem er snilldarlega útfærð. Smart hönnun sem að mun lifa lengi.”
HAY fæst í Epal.