JÓLASERVÉTTUHRINGURINN 2012

Servéttuhringurinn jólin 2012

Fyrir jólin undanfarin ár hefur Erling Jóhannesson gullsmiður, hannað og framleitt jólaservéttuhringa. Hringarnir eru smíðaðir úr stáli einfaldir í formi en engu að síður ákaflega jólalegir. Hugmyndin er að samhliða servéttuhringunum komi fleiri vandaðar hönnunar vörur sem tengjast jólum, eins og kertastjaki sem kom út í sömu línu fyrir síðustu jól.
Erling Jóhannesson er menntaður gullsmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík og stundaði framhaldsnám á Italíu, Hann útskrifaðist sem leikari frá Leiklistarskóla Íslands 1990 og  hefur starfað jöfnum höndum sem gullsmiður, leikari og leikstjóri frá þeim tíma.

 

Tveir kertalogar prýða Jólaservéttuhringinn, þriðja árið sem hann kemur út. Hringurinn er stílhreinn í formi og áferð sem kallar á einfalt mynstur, sem þó ber með sér anda jólanna.

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR: FYRIR HANN

Íslensk hönnun í jólapakkann. Sauðabindið er flott gjöf handa herramönnum á öllum aldri.

DLM hliðarborð frá HAY, undir bókina og kaffibollann.

Leðurdýrin frá Zuny eru flottar bókastoðir.

Master stóllinn sem Phillippe Starck hannaði fyrir Kartell er góð gjöf fyrir hönnunarunnandann.

Ýmsar sniðugar vörur hafa komið frá Joseph&Joseph hönnunarfyrirtækinu, en skurðarbrettið er ein sú sniðugasta. Brettin eru litamerkt, sem auðveldar eldamennskuna.

Gæðahandklæði frá Marimekko eru flott í ræktina og fyrir heimilið.

Allas-kertastjakann hannaði Andreas Engesvik nýlega fyrir iittala. Stjakinn er steyptur úr stáli, grófur og flottur.

Fyrir i-phone eigandann er þessi skemmtilega hönnun frá Areaware góð hugmynd. Dokka fyrir símann sem lítur út eins og vekjaraklukka þegar síminn er hlaðinn.

Kaffipressa hönnuð af Arne Jacobsen og framleidd af Stelton, klassísk gjöf fyrir hönnunar- og kaffiunnandann.

Mugga slaufurnar eru flottar en Guðmundur Jón Stefánsson, húsgagnasmíðameistari, mótar slaufurnar úr tré.

Tivoli útvarp.
AJ borðlampi hannaður af Arne Jacobsen.
Eldhússvuntur frá Marimekko í ýmsum týpum fyrir kokkinn.
Pantone bolli í uppáhaldslitnum hans.
Ein best selda vara Normann Copenhagen á heimsbreiðu eru þessi flottu koníakglös, falleg hönnun fyrir herramanninn.

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR: FYRIR HANA

Hér að neðan má sjá nokkrar hugmyndir af jólagjöfum, hjá okkur í Epal er mikið úrval af gjafavöru, kíktu við og fáðu aðstoð við valið.

Skartgripatré frá Menu er falleg gjöf.

Ferm Living býður upp á mjög gott úrval af púðum í allskyns mynstrum og litum.

Gefðu íslenska hönnun í pakkann! Frá Umemi eru margir fallegir púðar og í nokkrum litum.

Bourgie lampinn frá Kartell er fallegur.

Ekki Rúdolf snaginn frá Ingibjörgu Hönnu er flottur til að hengja á flíkur, töskur eða skartgripi.

Tinna Gunnarsdóttir hannaði þessa fallegu snaga sem kallast Starkaður og kemur formið frá hvalatönnum.

Nappali er nýleg hönnun frá iittala, kertastjakarnir koma í nokkrum litum og stærðum.

Frá HAY er úrval af fallegum og einstökum rúmfötum sem hönnunarteymið Scholten&Baijing hannaði.

Hábollar eða Hoch die Tassen frá Hrafnkel Birgisson eru flottir undir kaffi, en einnig er flott að geyma skartgripi í stökum bolla.

Steinunn Vala hannar undir nafninu Hring eftir hring litríka og fallega skartgripi, eyrnalokka, hálsmen og hringa.

Klassísku Marimekko veskin eru til í mörgum stærðum og litum.

Maribowl frá iittala er mjög vinsæl, hægt er að safna skálunum, en einnig er fallegt að eiga staka undir meðlæti, sósur eða nammið.

 Frá iittala er mikið úrval af gjafavöru í breiðum verðflokki, glerfuglar, vasar, kertastjakar, stell, glös og margt fleira.

DAGSKRÁ HELGARINNAR

Um helgina verða hönnuðir í Epal Skeifunni að kynna vörur sínar, þær Signý frá Tulipop og Edda Skúladóttir frá Fluga Design.

Signý Kolbeinsdóttir teiknari og hönnuður hefur vakið mikla lukku meðal barna og fullorðinna með krúttlegum fígúrum og litríkum heim Tulipop. Þar má nefna sparibaukinn Mosa, Herra Tré lampann og fallega myndskreytta diska, pennaveski og fleiri skemmtilegar smávörur.

Signý verður í Epal laugardaginn 15.desember á milli 13 og 16.


Edda Skúladóttir hannar kvenfatnað og fylgihluti undir nafninu Fluga. Edda er lærður klæðskeri og starfaði í nokkurn tíma í Los Angeles meðal annars hjá þekkta tískumerkinu BeBe.

Edda verður í Epal á sunnudaginn 16.desember á milli 12-15 að kynna fallega klúta sem að hún hannar og saumar úr silkibútum.

Sjáumst um helgina í Epal.

FRIDA JEWELRY

Skartgripahönnuðurinn Fríða Methúsalemsdóttir hannar skartgripi undir nafninu Fríða Jewerly. Fríða sem lærði skartgripagerð í Nýja Sjálandi á ekki langt að sækja áhuga sinn á skartgripum, en systir hennar Jóhanna Methúsalemsdóttir hannar einnig skart undir nafninu Kria Jewelry sem hlotið hefur mikla athygli.

Skartgripir Fríðu eru einfaldir og tímalausir en þeir eru gerðir úr gulli, silfri og leðri.


Heillandi og fallegt skart Fríðu fæst í Epal.

KÆRLEIKSKÚLAN 2012

LOKKANDI eftir Hrafnhildi Arnardóttur er Kærleikskúla ársins 2012. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hóf útgáfu Kærleikskúlunnar árið 2003 og eru kúlurnar því orðnar tíu talsins. Úr er orðið einstakt safn listaverka eftir marga af okkar þekktustu listamönnum. Nafn kúlunnar er táknrænt en markmið með sölu hennar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna. Allur ágóðinn rennur til starfsemi Reykjadals, sumar- og helgardvalar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Mosfellsdal.

 

LOKKANDI

Lokkandi er rómantískur óður til líkama og sálar,

minnisvarði minninga.

Innan um skilningarvitin laumast allt og dvelur inni í flóknu landslagi holds og hugar

einsog ilmurinn úr eldhúsinu.

Hárflækjan, ímyndað landslag tilfinninga og taugaboða

sem lokka okkur inn í króka og kima hugans,

er samofin öllu – einstök og endalaus.

Hrafnhildur Arnardóttir.

JÓLAÓRÓINN 2012

Stúfur er sjöundi óróinn í Jólasveinaseríu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Þau Bragi Valdimar Skúlason og Þórunn Árnadóttir leggja félaginu lið í ár og sameina hér krafta sína í túlkun á Stúfi. Þórunn orti í stálið og Bragi kvæði. Í fréttatilkynningu frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra segir að markmiðið með gerð og sölu Stúfs sé að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna. Allur ágóði rennur til æfingastöðvar styrktarfélagsins en þar fer fram umfangsmesta sjúkra- og iðjuþjálfun barna á landinu.

Jólaóróinn var gerður í takmörkuðu upplagi og er seldur dagana 5.-19. desember.

Þórunn Árnadóttir.

Þórunn Árnadóttir er fædd í Reykjavík árið 1982. Hún lauk BA-prófi í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2007 og MA-prófi frá Royal College of Art árið 2011. Hún býr nú og starfar í London. Verk Þórunnar spanna ýmsa miðla og tækni og eru gjarnan byggð á tilraunum og ítarlegum rannsóknum á ýmsum menningarfyrirbærum og mannlegum samskiptum. Þórunn hefur bæði starfað sjálfstætt og í samstarfi við aðra. Meðal þekktari viðskiptavina hennar eru Swarovski, Camron PR og V&A lista- og hönnunarsafnið í London. Hún hefur auk þess unnið náið með hönnunarfyrirtækinu Destes að framleiðslu á eigin hönnun.

Þórunn hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum hérlendis og erlendis. Verk eftir hana hafa verið sýnd á söfnum víða um heim og hlotið verðskuldaða athygli og viðurkenningar. Meðal verðlauna sem Þórunn hefur hlotið eru Best Product á NY International Gift Fair, fyrir klukkuna Sasa árið 2010.

Bragi Valdimar Skúlason.

Bragi Valdimar Skúlason er fæddur árið 1976. Hann ólst upp í Hnífsdal fram á unglingsár, þegar hann fluttist til Reykjavíkur. Bragi, sem er menntaður í íslensku frá Háskóla Íslands, hefur getið sér gott orð fyrir vinnu sína að tónlist m.a. með Baggalúti og Memfismafíunni og nú síðast í Hljómskálanum á RÚV, sem hlaut tvenn Edduverðlaun árið 2012. Þá hefur hann samið þó nokkuð af tónlist fyrir börn, m.a. á hljómskífunum Gilligill og Diskóeyjunni – og fyrir leikritið Ballið á Bessastöðum.

Bragi er ekki síst þekktur fyrir textagerð sína, en textar hans hafa notið mikilla vinsælda. Hann hefur unnið efni fyrir útvarp, gert lög fyrir kvikmyndirnar Okkar eigin Osló og Þór: Hetjur Valhallar ásamt því að ritstýra Vísdómsritaröð Baggalúts. Bragi hefur margoft verið tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna – og hlotið þau nokkur. Jafnframt hefur hann, ásamt félögum sínum í Baggalúti, hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar, m.a. Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar.

 

NÝ HÖNNUN : KÖTTUR ÚTI Í MÝRI

Hár úr hala, hönnunarteymi er samstarfsverkefni Ólafs Þórs Erlendssonar húsgagna- og innanhússarkitekts og Sylvíu Kristjánsdóttur grafísks hönnuðar. Þau sækja innblástur í sögur, vísur og ævintýri og hanna hagnýta hluti með vísun í þau minni. Nú er komin ný lína frá hönnunarteyminu Hár úr hala, þar sem þau vinna með þulu sem gjarnan er notuð í lok ævintýra og hljóðar á þessa leið:

Köttur úti í mýri 

setti upp á sér stýri 

úti er ævintýri.

 Í þessari vörulínu eru snagar þar sem kettir úti í mýri setja jafnvel upp á sér sýri og passa upp á tvo hanka hver. Þetta eru fjórar tegundir þar sem kettirnir Skotta, Brandur, Loppa og Lási eru í aðalhlutverki. Síðan er annar snagarekki þar sem kettir úti í mýri ásamt kettlingum passa þrjá hanka. Í framhaldinu koma svo hillur þar sem hilluberarnir munu passa uppá ævintýrin og verða hillurnar vonandi líka vettvangur nýrra ævintýra.

 Snagarnir eru pólýhúðað laserskorið ál með góðum hönkum og til að byrja með verða litlu snagarnir til í svörtu en stærri í svörtu og hvítu.

Þessir flottu snagar fást núna hjá okkur í Epal.

Nýtt : Arne Jacobsen

Árið 1937 teiknaði heimsfrægi danski arkitektinn Arne Jacobsen leturgerð fyrir Ráðhúsið í Aarhus. Nýlega fékk danska hönnunarfyrirtækið Design Letters leyfi til að hanna línu af heimilisvörum með upphaflegu leturgerð Arne Jacobsen á og útkoman eru bollar, viskastykki, diskar, krúsir og expresso bollar.

Hægt er að nota bollana ekki bara undir kaffi, en þeir eru einnig flottir á skrifborðið og jafnvel undir tannburstann.

Expresso bollana má einnig nota undir kerti.

 

Nýtt-Kanilkort

Kanilkort eru falleg tækifæriskort skreytt uppáhalds uppskriftunum og eru því tilvalin fyrir jólin: Súkkulaðibitasmákökur, Sara Bernhards & Laufabrauð. Kortin eru prentuð með letterpress prentaðferð á yndislegan bómullarpappír, en aðferðin sem er yfir fimmhundrum ára gömul var fundin upp af Jóhannesi Gutenberg. Kanilkortin eru prentuð hjá Reykjavík Letterpress, sem sérhæfa sig í þessu gamla handverki.




Þessi fallegu kort fást hjá okkur í Epal.