Bobles-barnahúsgögn

Systurnar Boletta og Louise Blæder hanna undir nafninu Bobles, seríu af margnota barnahúsgögnum, sem hvetja börnin til leiks og örva ýmindunaraflið um leið.

Bobles eru allskonar dýr sem nota má á marga vegu, til dæmis er fíll sem börnin sitja á eina stundina, en þegar fílnum er snúið við nota börnin hann sem bát, ruggustól eða borð.

.

 

 

 

Frá því að fyrsta dýrið var framleitt árið 2005, hefur Bobles hlutið margar viðurkenningar ásamt því að hafa komið vörunum sínum í sölu í Moma í New York, sem þykir viss staðfesting á gæðum vörunnar.

Bobles er framleitt úr hágæða EVA frauðplasti, allir kantar eru mjúkir og öll göt eru nægilega stór til að koma í veg fyrir að litlir fingur festist ekki.

Bobles er hægt að fá sem svín, fíl, gíraffa, krókódíl, fisk og kjúkling og eru öll dýrin mjög litrík og skemmtileg