Það líður senn að jólum og er fyrsti í aðventu núna á sunnudaginn. Aðventukransinn er hjá mörgum tákn jólanna og margir búa til sinn eigin aðventukrans.
Kubus kertastjakinn eftir Mogens Lassen er tilvalinn sem aðventukrans yfir jólin, en einfalt form hans bíður upp á endalausa möguleika til skreytinga.


Hægt er að hengja á hann jólakúlur og binda á borða eða jafnvel skreyta með greinum og hengja á skreyttar piparkökur!