Erik Jørgensen (1928-1998) var lærður bólstrari og söðlasmiður og stofnaði hann fyrirtæki sitt Erik Jørgensen Møbelfabrik árið 1954 í Svendborg. Upp úr 6.áratugnum var Erik mjög upptekinn af þeirri hugmynd að endurhanna hinn hefðbundna sófa og gera þetta vinsæla húsgagn fagurfræðilega aðlaðandi og þægilega upplifun í senn. Erik hafði hæfileika í því að sameina gott handverk og þekkingu á efnum við nýjustu tískubylgjur í hönnun.
Útkoman var kassalaga sófinn EJ220 sem kynntur var árið 1970, sem setti nýjann standard fyrir danska sófahönnun.




Út júní mánuð er EJ220 sófinn á tilboði og kostar því frá 398.000,- en verð áður er 630.000,-
EJ 220 sófinn er tímalaus hönnun og hágæði í einum sófa.