Ert þú næsti hönnuður Paper Collective?

Epal og Paper Collective sameina krafta sína og leita að næsta íslenska hönnuði til að hanna veggspjald fyrir Paper Collective sem sérhæfa sig í veggspjöldum og leggur það upp úr fallegri og tímalausri hönnun. Vel valdir listamenn hafa skapað veggspjöld fyrir hönd Paper Collective sem skreyta í dag mörg heimili um allan heim. Skilafrestur til 23. júní.

Keppnin er opin öllum þeim sem eru með sköpunar- og hönnunar áhuga í fyrirrúmi. Dómnefnd velur þrjú verk sem vinna til verðlauna og verða verkin sýnd í Epal Gallerí, Laugavegi 7, dagana 15. ágúst til 29. ágúst.

Peningaverðlaun eru fyrir þrjú efstu sætin. Verðlaunin eru eftirfarandi:

  • 1. Sæti – 200.000 kr. ásamt þóknun af sölu (Royalty samningur), andvirði a.m.k. 100.000 kr.
  • 2. Sæti – Þóknun af sölu (Royalty samningur), andvirði a.m.k. 100.000 kr.
  • 3. Sæti – Þóknun af sölu (Royalty samningur), andvirði a.m.k. 100.000 kr.

 

Dómnefnd skipa

  • Morten Kaaber – Stofnandi Paper Collective
  • Kjartan Páll Eyjólfsson – Framkvæmdarstjóri Epal
  • Erla María Árnadóttir – Grafískur hönnuður (FÍT)
  • Maria Duda – Grafískur hönnuður Paper Collective

Skilafrestur er til 23. júní 2022.

Allar tillögur skal senda, ásamt stuttri lýsingu á listamanni og verki, á netfangið: samkeppni@epal.is

Athugið að hver hönnuður má senda inn fleiri en eitt verk. Ítarlegri upplýsingar um keppnina er að finna hér.

Við hvetjum þátttakendur til að kynna sér stefnu Paper Collective á heimasíðu þeirra hér.

Skilmálar:

  • Verkinu ber að skila gegnum netfang og má hugmyndin ekki hafa birst né verið söluvara með neinum hætti áður.
  • Paper Collective áskilur sér rétt á verkinu eftir keppnina.
  • Ókláruð og stolin verk eru ekki samþykkt.
  • Með því að taka þátt í keppninni samþykkir þátttakandi að for- og eftirnafn hans megi vera birt af skipuleggjendum þegar tilkynnt er um vinningshafa.
  • Allar leiðbeiningar um skráningu skulu teljast vera hluti af skilmálunum og með því að skrá þig í keppnina samþykkir hönnuður þessa skilmála.
  • Peningaverðlaun eru aðeins úthlutuð ef listamaður samþykkir skilyrði.