GARÐURINN FRAMLENGING Á STOFUNNI

Þessi grein birtist upphaflega í Morgunblaðinu 27.5.2017. Viðtalið skrifaði Ásgeir Ingvarsson

 

“Heims­ins fræg­ustu hönnuðir eru farn­ir að bjóða upp á garðhús­gögn sem eru bæði fal­leg og þægi­leg. Auka­hlut­ir eins og lukt­ir og púðar fullkomna huggu­leg­heit­in. Íslend­ing­ar leggja mikið upp úr því að inn­rétta heim­ili sín fal­lega. Þjóðin kann að meta vandaða hönn­un­ar­vöru og fylg­ist vel með stefn­um og straum­um í hús­gagna­hönn­un.

Kjart­an Páll Eyj­ólfs­son, fram­kvæmda­stjóri Epal, seg­ir að með batn­andi veðurfari og breytt­um áhersl­um sé land­inn far­inn að verja meiri tíma í garðinum og úti á svöl­um, og fyr­ir vikið far­inn að leggja áherslu á að skapa smekk­lega um­gjörð utan um fjöl­skyld­una ut­an­dyra rétt eins og inn­an­dyra. Um leið eru heimsþekkt­ir hús­gagna­hönnuðir farn­ir að veita garðinum meiri at­hygli og með nýj­um efn­um hef­ur þeim gef­ist tæki­færi til að hanna glæsi­leg borð, stóla og jafn­vel heilu sófa­sett­in sem þola vel að vera und­ir ber­um himni all­an árs­ins hring.

Stofa í garðinum

Að sögn Kjart­ans er garðpall­ur­inn á sum­um heim­il­um orðinn eins og smekk­lega hönnuð stofa. „Þar eru ekki bara borð og fjór­ir stól­ar til að borða sam­an grill­mat­inn, held­ur legu­bekk­ir, sóf­ar, hliðar­borð, og sól­hlíf­ar.“

Epal flyt­ur inn garðhús­gögn frá danska fram­leiðand­an­um Cane-line, þar á meðal hús­gögn eft­ir ís­lensk-danska hönnuðat­eymið Hee Well­ing og Guðmund Lúðvík. „Marg­ir gera sér ekki grein fyr­ir að hægt er að fá ís­lenska hönn­un í garðinn og oft upp­veðrast viðskipta­vin­ir okk­ar þegar við segj­um þeim að þessi fal­legu hús­gögn séu eft­ir Íslend­ing.“

Hús­gögn­in sem þeir Hee og Guðmund­ur hafa hannað eru stíl­hrein og búa yfir mikl­um létt­leika. „Eins og aðrir hönnuðir fal­legra garðhús­gagna leit­ast þeir við að gera hús­gögn sem sam­eina feg­urð og nota­gildi. Líkt og í stof­unni vill fólk að rými fjöl­skyld­unn­ar í garðinum sé fal­legt en líka þægi­legt enda staður til að verja löng­um gæðastund­um sam­an.“

Bend­ir Kjart­an sér­stak­lega á litlu hjóla­borðin eft­ir Well­ing/​Ludvik. Hann seg­ir að þegar farið er út á pall vilji flest­ir sækja eitt­hvað gott mat­arkyns í eld­húsið og hent­ugt að hafa fær­an­legt borð und­ir t.d. nokkra osta, kex og jan­vel flösku af víni. „Hjóla­borðið er hent­ug lausn, en er líka svo vel heppnuð hönn­un að það sóm­ir sér vel í stof­unni árið um kring.“

Hugað að heild­ar­mynd­inni

Flest­ir vita að til að inn­rétta heim­ili fal­lega þarf margt að passa sam­an. Arki­tekt­úr húss­ins, stærð her­bergj­anna, staðsetn­ing glugga og val á gól­efni og glugga­tjöld­um get­ur haft mikið að segja um hvers kon­ar hús­gögn­um er best að raða í hvert rými. Í garðinum gild­ir það sama, og þarf að huga að heild­ar­mynd­inni og sam­spili garðhús­gagn­anna við um­hverfi sitt.

Seg­ir Kjart­an að garðar og sval­ir geti verið mjög breyti­leg. „Sums staðar er mikið notað af viði, en á öðrum heim­il­um er grjót eða gras í aðal­hlut­verki. Hús­gögn­in og hönn­un garðsins verður að geta myndað eina heild.“

Skemmti­leg­ast er ef hægt er að tengja sam­an hönn­un­ina innn­dyra og ut­an­dyra og al­gengt í dag að arki­tekt­ar hanni stof­ur og garða þannig að opna má á milli. „Á mínu heim­ili er t.d. stór og mik­il hurð frá svöl­un­um út í garðinn og þegar veðrið er gott er hægt að opna upp á gátt og stækka húsið út á pall­inn.“