GJAFALEIKUR: IITTALA NAPPULA

Nappula kertastjakarnir voru hannaðir árið 2012 af Matti Klenell. Innblástur kertastjakanna fékk hann í ferð sinni í Nuutajärvi glersafnið í Finnlandi og varð hann yfir sig hrifinn af borði sem hann sá þar, en það var einstakt fyrir óvenjulega lögun sína. Innblásinn af formi borðsins teiknaði hann Nappula kertastjakana sem samtvinna ást hans á nútímalegri og vintage hönnun. Nappula kertastjakarnir eru framleiddir úr brass og stáli sem er púðurhúðað í svörtum, hvítum, grænum og blágrænum lit.

Smart blanda af Iittala Nappula og Iittala Festivo saman á borði frá HAY.

Matti Klenell er sænskur hönnuður sem hefur sérhæft sig í hönnun á glervörum og eru þekktustu vörurnar sem hann hefur hannað fyrir Iittala staflanlegu Lempi glösin og sería af glerfuglum sem bera einfalda nafnið Birds. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann þegar skapað sér stórt nafn í hönnunarheiminum.

Smelltu “like” við facebook síðu Epal og skildu eftir skemmtilegt komment við myndina af Nappula kertastjökunum. Heppnin gæti verið með þér!
Eftir helgi drögum við út einn heppinn lesanda sem hlýtur tvo fallega gyllta Nappula kertastjaka.