Heimsókn frá Montana og Fritz Hansen dagana 13. – 15. júní

Heimsókn frá Montana og Fritz Hansen –

Sérfræðingar frá Montana og Fritz Hansen verða í verslun okkar Epal Skeifunni dagana 13. – 15. júní. Kíktu í heimsókn og fáðu ráðgjöf sérfræðinga og gerðu góð kaup á hönnun frá Montana og Fritz Hansen. 

Fritz Hansen

Fritz Hansen er alþjóðlegt hönnunarmerki, stofnað í Danmörku árið 1872 og er í dag órjúfanlegur hluti af menningararfi dana og þjóðarsál. Fritz Hansen framleiðir heimsþekkta hönnun, klassík sem þekkist um allan heim ásamt nútímalegum húsgögnum, lýsingu og smávöru sem bera af í gæðum og endingu. Fritz Hansen framleiðir hönnun eftir nokkra þekktustu hönnuði heims og má þar nefna húsgögn Arne Jacobsen, einum áhrifaríkasta arkitekt sem uppi hefur verið.

Montana

Montana er eitt þekktasta hönnunarmerki dana, stofnað árið 1982 af Peter J. Lassen og fer öll framleiðsla fram í Danmörku. Montana hannar og framleiðir hillukerfi sem hægt er að sérsníða að þörfum hvers og eins og gera þær rýmið persónulegra. Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og hægt er að fá hillurnar í yfir 30 ólíkum litum.

Montana hillurnar eru klassísk dönsk hönnun eins og hún gerist best.