Saga þýska hönnunarfyrirtækisins HEWI nær allt aftur til ársins 1929 þegar fyrirtækið var stofnað af Heinrich Wilke. Í dag er fyrirtækið margverðlaunað og leiðandi á sviði aðgengishönnunar, en það hannar og framleiðir m.a. ýmis stuðningshandföng, baðbekki, handlaugar, salernisstoðir og aðra hönnun fyrir baðherbergi með notagildi og fullkomið aðgengi í huga. HEWI hefur margoft unnið alþjóðlegu Red Dot verðlaunin fyrir bestu hönnunina, og árið 2011 unnu þeir verðlaunin “Architects Favourite” í flokki Aðgengishönnunar, en baðherbergislína HEWI nýtur mikilla vinsælda meðal arkitekta og innanhússhönnuða um heim allann.
Það var árið 1979 sem HEWI hannaði fyrstu vörulínu sína sem var sérhönnuð fyrir aldraða og hreyfihamlaða til að auðvelda þeim allt aðgengi. Línan var unnin í samstarfi við arkitekta og notendur og hefur HEWI síðan þá verið leiðandi framleiðandi í aðgengishönnun í heiminum.
Vörurnar frá HEWI auðvelda skipulagningu og hönnun, eins býður fyrirtækið upp á samhæfðar tæknilegar undirstöður fyrir sérsniðnar lausnir í formi efnis og lita. Hvert verkefni er einstakt og við skipulagningu þess er leitað að lausnum sem sameina á sem bestan hátt kröfur um hönnun og gæði.
Sem dæmi um sérsniðnar lausnir frá HEWI eru:
-Skilti/vegvísar sem vísa fólki veginn innanhúss.
-Samræmd hönnun hurðahúna, lama o.fl.
-Handrið og veggvarnir úr viði, málmi og plasti.
-Þægilegar, einfaldar lausnir sem auðvelda hindrunarlaust aðgengi í baðherbergjum sem og fjölbreytilegt úrval fylgihluta fyrir baðherbergi.
Nýttu þér þekkta kosti HEWI varanna sem eru:
-Tæknileg fullkomnun
-Tímalaus hönnun
-Gæði og góð ending
-Gott samspil verðs og gæða
-Lítill viðhaldskostnaður
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.hewi.de