Dögg Guðmundsdóttir stundaði nám í iðnhönnun við Istituto Europeo di Design í Mílanó þaðan sem hún hélt yfir til Danmerkur og lærði vöru- og grafíska hönnun við the Danish Design School og útskrifaðist hún að lokum frá Royal Danish Academy of Fine Arts árið 2011 með meistaragráðu í hönnun. Fjölbreytt hönnun Daggar endurspeglar tilraunir með nýjan efnivið úr íslensku hráefni og hafa verk hennar sterka tengingu við íslenskan þjóðararf.