Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson útskrifuðust sem húsgagna og innanhússarkitektar frá Danmars Design Skole í Kaupmannahöfn 1983.
Þau stofnuðu teiknistofuna Go Form árið 1987 og hafa innréttað heimili, fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og gerðum ásamt því að sérhanna húsgögn fyrir stofnanir og fyrirtæki.