Ólafur Elíasson er dansk-íslenskur listamaður sem fæddist í Danmörku árið 1967. Hann stundaði nám við Konunglegu Listaakademíuna í Kaupmannahöfn. Hann er þekktur fyrir skúlptúra og umsvifamiklar innsetningar í listsköpun sinni þar sem hann notar fyrirbæri eins og ljós, vatn og lofthita til að auka reynslu áhorfandans af verkinu. Ólafur Elíasson hefur tekið þátt í fjölda verkefna á opinberum stöðum og er þekktur um heim allan. Hann býr í Berlín og Kaupamannahöfn en er með vinnustofu í Berlín.