Salóme Hollanders
Salóme Hollanders er hönnuður og myndlistarmaður búsett í Reykjavík. Hún útskrifaðist með BA gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2022 og vinnur nú skapandi verkefni á breiðum skala. Í gegnum verk sín ögrar hún sjálfri sér, bæði sem listamaður og hönnuður, og nýtir rýmið sem skapast við skörun sviðanna tveggja. Helstu miðlar hennar marka vöruhönnun, innsetningar, skúlptúrgerð og málverk.
Salóme vinnur gjarnan með andstæður, svo sem geómetríu, kerfi og tölur í bland við ófyrirsjáanleg og lífræn form. Hún kannar mörk efniviðarins og færir hann á milli vídda, oft inn í umhverfi eða samhengi sem virðist honum ónáttúrulegt. Áherslan er á óvænta útkomu og leit að hinu óþekkta.
Samhliða skapandi verkefnum starfar Salóme sem kennari og umsjónaraðili stafræns verkstæðis Listaháskóla Íslands. Hún er einnig annar stofnandi altént studio.