Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Ingólfur Örn Guðmundsson iðnhönnuður er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars.
Regina er einfaldur þrýhyrndur vasi sem má raða saman á ólíka vegu eftir hæð eða lit. Vasinn getur staðið einn og sér eða sem vasi fyrir greinar eða blóm. Regina kemur í þremur mismunandi litum, grámattur, silfur og brons í eftirfarandi hæðum: 36 cm, 29 cm og 24 cm.
Regina vasarnir fást í Epal Skeifunni.
Ingólfur Örn Guðmundsson sótti nám á hönnunarbraut Iðnskólans í Hafnarfirði haustið 1990 og hóf nám í Iðnhönnun við The Ohio State University í Columbus Ohio 1991 og útskrifaðist með láði árið 1995. Vann með námi um tveggja ára skeið hjá Design Central Hönnunarfyrirtækinu í Columbus Ohio og vann lokaverkefni sitt fyrir Marel en verkefnið var hönnun á einfaldri vog. Var ráðinn til Marel sem vöruhönnuður sumarið 1995 og hannaði nokkrar vörur á ferli sínum hjá Marel ásamt því að leiða ímyndar- og markaðsmál Marel um 24 ára skeið.
Ingólfur Örn starfar í dag sem yfirmaður viðskiptaþróunar hjá Nýsköpunarfyrirækinu Skaginn 3X.
Regina vasarnir eru til sýnis á HönnunarMars í Epal dagana 25. – 27. júní.