Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Stundumstudio er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars.
Í ár samanstendur stundumstudio af Bjarma Fannari Irmusyni og Kristínu Soffíu Þorsteinsdóttur. Þau eru vöruhönnuðir frá Lhí og hafa frá útskrift árið 2018, rannsakað íslensku ullina, eiginleika hennar og möguleika. Undanfarin tvö ár hafa þau leitað leiða til að setja ullina í nýtt samhengi og nýjan búning með það að markmiði að opna augu fólks fyrir þeim möguleikum sem íslenska ullin býr yfir.
Á Hönnunarmars 2020 mun stundumstudio upplýsa íslensku ullina. Ullin er hér sett í nýtt samhengi og annað form en vanter. stundumstudio sýnir verk sem unnið hefur verið á síðustumánuðum sérstaklega fyrir Hönnunarmars 2020. Verkið erniðurstaða tveggja ára rannsóknar og tilrauna á íslenskuullinni og eiginleikum hennar. Markmið vinnu stundumstudiosá íslensku ullinni er að setja þetta þekkta efni í nýtt samhengifyrir nýjan markhóp þar sem aukin verðmætasköpun ogupphafning efnisins er hinn rauði þráður. Leitast er við aðfinna nýja áhugaverða fleti á efninu og leiðir til að nota það ánýjan, spennandi og hagkvæman hátt.
Vertu velkomin/ á Hönnunarmars í Epal Skeifunni.