HönnunarMars hefst í Epal í dag með opnunarhófi á milli kl. 17 – 19. Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis, enda hefur verslunin haft það að leiðarljósi frá stofnun að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi.
Hönnunarmerkið ANNA THORUNN var stofnað af Önnu Þórunni Hauksdóttur við útskrift frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Vörurnar eru hannaðar og framleiddar út frá innblástri af eigin upplifun og tilfinningum. Hönnunin byggist á einskonar ástríðuferðalagi sem Anna Þórunn leggur í sem part af hönnunarferlinu. Ferlið endar svo með hlut sem hefur ekki einungis notagildi heldur vekur einnig upp tilfinningar hjá notandanum.
ANNA THORUNN er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars og sýnir nýjar vörur –
Ottobre
Hugmyndin af sófaborðinu Ottobre kemur frá skúlptúrum í allri sinn mynd.
Hugsunin að hafa efni fyrir framan sig sem hægt er að vinna með og gera að sínu jafnvel tvinna saman ólíkum efnum með ólíkri efniskennd bæði sjómrænu og áþreifanlegu hljómar afar spennandi.
Efnin tvö sem eru notuð er í Ottobre er spegill sem virkar eins og fljótandi efni sem drekkur í sig umhverfið og hvern einasta sólargeisla meðan viðurinn er stöðugur og jarðtengdur,virkar eins og massi sem enginn getur hreyft við. Einskonar ying og yang.
Bliss
Formið á Bliss er mjúkt og áreynslulaust en kúlu formið hefur ávallt heillað mig. Í æsku eignaðist ég spegil með slíku formi sem hafði verið vinsæll á áttunda áratugnum en svo skemmtilega vildi til að ég rakst á hann á flóamarkaði og einhvern veginn festis hann í huga mér og vasinn Bliss varð til. Vasinn er nútímalegur með smá yfirbragð áttunda áratugarins sem gefur hverju rými aukna gleði og hamingju. Hver er þín hamingja?
Kimati
Hugmyndin af Kimati kemur út frá vöntun á fallegri, tímalausri og praktískri hirslu fyrir eyrnalokka. Með Kimati er auðvelt að halda skipulagi á eyrnalokkunum og þannig geta gengið að þeim vísum. Fyrir þægindi er spegill í loki hirslunnar sem auðveldar að setja lokkana á sig.