Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis.
Dögg Guðmundsdóttir er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars.
Hiti er sería af glæsilegum borð og gólflampa ásamt hangandi ljósum sem innblásin eru af klassískri danskri hönnun en undir nokkrum erlendum áhrifum. Hiti lamparnir eru hannaðir af Philip Bro og Dögg Guðmundsdóttur 2018 og eru fyrstu lamparnir sem danski húsgagnaframleiðandinn FDB Møbler kynnir. Lamparnir eru með sporöskjulaga kúlulaga gleri og fætur eru úr hnotu.