HÖNNUNARMARS Í EPAL

Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd:

Hönnunarmars hefst í dag í Epal Skeifunni, miðvikudaginn 26.mars. Opnunarhóf stendur á milli kl.17-19.

Sýnd verður áhugaverð hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða, 30 hönnuðir kynna 60 nýjar vörur. Epal hefur frá stofnun 1975 haft að leiðarljósi að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja hönnun og gæðavörur sem skara fram úr.

Hér að neðan má sjá lítið brot af því sem sjá má í Epal á Hönnunarmars.

Anna Þórunn Hauksdóttir kynnir lampann KOL 305.

Ingibjörg Hanna kynnir nýja línu af púðum og rúmfötum ásamt fallegri rólu fyrir heimilið.

Sigríður Hjaltdal Pálsdóttir kynnir línuna Famlily frá BYBIBI.

María Dýrfjörð kynnir munsturlínuna Hulduheimur sem er innblásin af verkum Guðjóns Samúelssonar húsameistara.

Dagný Björg Stefánsdóttir kynnir fyrstu vöru sína, kollinn Okta.

Inga Sól Ingibjargardóttir kynnir m.a. fjölnota húsgagnið Ask.

Guðrún Valdimarsdóttir kynnir skrifborðið Hylur.

 Þér er boðið á opnun Hönnunarmars í Epal Skeifunni 6, miðvikudaginn 26 mars kl 17-19.

Sjáumst