HÖNNUNARMARS: EYGLÓ BENEDIKTSDÓTTIR

Eygló Benediktsdóttir er myndlistamaður og keramíkhönnuður. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Bergen University of Arts and Design með áherslu á keramík. Þar áður kláraði Eygló diplóma í mótun frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Þar fékk hún m.a. góðan tæknilegan grunn. Í Bergen naut Eygló sín í listrænu frelsi og í dag nýtast þessir ólíku skólar henni vel þar sem hún á það til að dansa á línu milli myndlistar og hönnunar. Hvort sem það er í hönnun eða myndlist þá sækir Eygló innblástur sinn í upplifanir sínar, minningar og umhverfi sitt. Hún sækir mikið til náttúrunnar og eru lífræn form einkennandi í verkum hennar. Eftir nám hefur Eygló verið dugleg að taka þátt í sýningum og byggja upp alþjóðlegt tengslanet.

medusa2

floresco1

floresco2
floresco

Hönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11. mars frá kl. 17-19. Viðburðinn á facebook má sjá -hér. 

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.