HÖNNUNARMARS: GUÐMUNDUR LÚÐVÍK

Guðmundur Lúðvík sýnir á HönnunarMars í Epal stólinn Contour sem framleiddur er af hollenska fyrirtækinu Arco.

“Í leit eftir möguleikum innan handverks, listsköpun og hönnun hef ég fundið minn eiginn leikvöll. Niðurstaða þessarar leitar er undirstaða mín í rannsóknum og tilraunum með þróun nýrrar hönnunar”

Guðmundur Lúðvík Grétarsson er fæddur árið 1970 í Reykjavík. Hann hélt í framhaldsnám til Kaupmannahafnar árið 1999 og hefur verið búsettur í Danmörku síðan.

Bakgrunnur Guðmundar sameinar handverk, list og hönnun. Handverkið ólst hann upp með og vann í mörg ár sem smiður áður en leiðin lá í Myndlistaskóla Íslands þar sem nám í höggmyndlist hófst. Að lokum lá leiðin í Danish Design School þar sem formlegri mentun lauk sem húsgagnahönnuður árið 2002. Þessi vegferð hefur verið honum bæði eðlileg og rökrétt og hefur mótað hæfni hans til þess að vinna á skapandi hátt og nýta tækni- og fagurfræðilegar hliðar hönnunarfagsins.

Guðmundur Lúðvík rekur eigið stúdíó og er annar eigenda hönnunarfyrirtækisins Welling/Ludvik Industrial Design.

Arco-Contour-Gudmundur_Ludvik-HiRes-01