Hekla Björk Guðmundsdóttir hönnuður og listakona er alin upp á Laugalandi Holtum í Rangárvallasýslu. Hekla hannar og framleiðir undir nafninu Heklaíslandi sem á upphaf sitt að rekja til ársins 1996 þegar Hekla hannaði og framleiddi gjafakort út frá málverkum sínum.
Hekla hefur alla tíð unnið við list og sækir allan sinn innblástur í íslenska náttúru og hefðir. Lóan, kindin og hesturinn hafa einnig spilað stórt hlutverk í sköpun Heklu ásamt villtri flóru Íslands.
“Á Hönnunarmars 2014 kynntum við meðal annars viskustykki í textíllínunni Lóa og Krummi sem kom svo í verslanir fyrir jólin 2014 ásamt svuntum í stíl. Á Hönnunarmar 2015 kynnum við svo viðbót við línuna – löbera (40*140 cm), ofnhanska og pottaleppa.”
“Hugmyndin af bakgrunns munstri í lóu og krumma línunni er fengin út frá þúfum nú örlítið stílfærðar með tilvísun í ósnortna náttúru Íslands, þaðan sem innblástur af nær öllum verkum Heklu kemur.”
“Markmið Heklaíslandi er að halda áfram að hanna og framleiða gæða vörur með séríslenskum/norrrænum áhrifum. Málverkið er sterkt í mest allri hönnun Heklu, listakonan og hönnuðurinn vinna vel saman og útkoman er einstök.”
Hönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11. mars frá kl. 17-19. Viðburðinn á facebook má sjá -hér.
Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.