Myndlistarmaðurinn Hjalti Parelius hefur hannað skrifborð sem ber heitið D01 og verður frumsýnt á Hönnunarmars í Epal. D01-skrifborðið var hannað með vinnuþarfir hönnuðar og listamanns í huga að sögn Hjalta.
„Borðið þurfti að vera einfalt í hönnun, hafa gott geymslupláss í skúffum, og hafa pláss fyrir tvo 23″ skjái, ásamt teiknibretti og fartölvu. Upphaflega ætlaði ég að smíða borðið sjálfur en áttaði mig fljótt á eigin takmörkunum í trésmíði. Ég ákvað að ef ég færi út í að gera borðið yrði það smíðað af fagmanni. TJ Innréttingar í Hafnarfirði hafa tekið það að sér að smíða borðið og kom það betur út en ég hefði nokkurn tímann trúað,“ segir Hjalti. Hann hefur haft nóg að gera síðustu mánuði en hann var síðasta haust ráðinn í að mála risastór málverk í nýjum höfuðstöðvum Alvogen. //Sjá betur viðtal á Smartlandi á mbl.is -hér.
Hönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11.mars.
Vertu velkomin/n.