HÖNNUNARMARS Í EPAL

Með þátttöku EPAL í HönnunarMars hefur opnast nýr gluggi að góðri hönnun.

Epal kynnti á HönnunarMars 2016 nýjar vörur sem var afrakstur samvinnu íslenskra og danskra hönnuða sem öll eiga það sameiginlegt að hafa náð langt í sínu fagi – þessi samvinna fékk nafnið BYLGJUR: undir íslenskum áhrifum.

“Sex framsæknir hönnuðir voru fengnir í tilefni 40 ára afmæli Epal til að hanna nýjar vörur úr íslensku hráefni og útfrá íslenskum innblæstri sem höfðar til alþjóðamarkaðar. Útkoman var fjölbreytt en þar má nefna gólfmottu, húsgögn, værðarvoð, trefla ásamt fleiru. Hönnuðir verkefnisins voru þau Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir, Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, Margrethe Odgaard, Christina L. Halstrøm, Ulrik Nordentoft og Sebastian Holmbäck.”

Við sýndum einnig áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða, þekktra jafnt sem nýrra. Þar má nefna Sigurjón Pálsson, Scintilla, Önnu Þórunni, Ragnheiði Ösp, Guðmund Lúðvík, Elsu Nielsen, Ingibjörgu Hönnu, Sverrir Þór Viðarsson ásamt fleirum. Á Epal blogginu má sjá úttekt um verk hvers og eins hönnuðar sem við mælum svo sannarlega með að skoða, sjá hér. 

Ljósmyndarinn Gunnar Sverrisson tók myndirnar hér að neðan af sýningunni okkar í ár.
_A9T0007 _A9T0009 _A9T0011 _A9T0012 _A9T0017 _A9T0019 _A9T0022 _A9T0025 _A9T0031 _A9T0039 _A9T0043 _A9T0049 _A9T0055 _A9T0059 _A9T0066 _A9T0069 _A9T0072 _A9T0075 _A9T0078 _A9T9991 _A9T9998