Hönnunarmars í Epal : Sigga Heimis

Hönnunarmars hefst í Epal á morgun, eða þann 21.mars frá kl.17.00 til 20.00, en þar munu rúmlega 40 íslenskir hönnuðir sýna hönnun sína.
Ein af þeim er iðnhönnuðurinn Sigga Heimis, sem unnið hefur meðal annars fyrir IKEA og sem hönnunarstjóri hjá Fritz Hansen.
Fyrir hönnunarmars 2012 hefur Sigga Heimis hannað stóla og skápa sem innblásnir eru frá Íslandi og eru þeir einnig framleiddir á Íslandi.
Geymsluskáparnir eru úr stáli, en eitt af uppáhaldsefnum sem Sigga vinnur með eru einmitt málmar. Skáparnir draga form sitt frá hefðbundnum skápum en skemmtilegar litasamsetningar gera skápana nýja og öðruvísi.
Stólarnir draga form sitt frá fiskum, sem er helsta útflutningsvara Íslands, en þó eru fiskar sjaldan notaðir sem innblástur í hönnun íslenskra hönnuða.
Vertu velkomin/nn á opnun Hönnunarmars í Epal á morgun á milli 17.00-20.00
Sjáumst!