LÝSA er viðarlampi með mjúkum línum í naumhyggjustíl. Hönnuðurinn losaði sig við það sem ekki er nauðsynlegt og hélt eftir því allra mikilvægasta. Eins eftirtektarverð og LÝSA er, þá hefur hún kallað fram tilfinningar áþekkar “ást við fyrstu sýn”. LÝSA er lampi sem tekur sig ekki of alvarlega í útliti en er samt úthugsuð og sniðug hönnun.
“Þegar ég vann við að hanna tæknilegar vörur sem byggðu á LED-lýsingu þá sá ég fjótlega hversu mikil gæði voru í lýsingunni og ég gerði mér grein fyrir því frelsi sem hún getur veitt hönnuðum. Það var þá sem ég fékk innblásturinn til að skapa skemmtilega og gagnlega vöru sem myndi nýta þessa tækni” segir Julie.
Þegar Julie vann með LED-tækni með föður sínum, sem er ljósatæknir, fékk hún hugmyndina að hönnun LÝSU, frumlegum lampa sem er í senn hagnýtur og fallegur. Julie hefur alltaf þótt krefjandi verk að hanna lampa, því að hennar mati á lampi ekki einungis að vera hagnýtur og tæknilegur, heldur einnig vel hannað augnakonfekt. Með þetta markmið í huga, að viðbættri þekkingu hennar á LED tækni – ásamt mikilli vinnu – fæddist LÝSA.
Julie Gasiglia er 24 ára franskur hönnuður sem hefur búið á Íslandi í tvö ár. Snemma varð ljóst hvar áhugi hennar lá, þar sem hún varði mestum tíma við að teikna og hanna hluti. Julie útskrifaðist árið 2011 sem innanhússhönnuður frá IPESAA í Montpellier í Frakklandi. Eftir útskrift starfaði hún sem aðstoðarmanneskja fyrir arkitektastofuna Aplus í Montpellier árin 2011-2012 og svo sem vöruhönnuður hjá Escaliers Décors árin 2012-2013. Í mars 2013 flutti hún til Íslands og hefur síðan þá unnið sem verktaki við innanhússhönnun, vöruhönnun og grafíska hönnun, bæði á Íslandi sem og í fjarverkefnum fyrir frönsk fyrirtæki.
Hönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11. mars frá kl. 17-19. Viðburðinn á facebook má sjá -hér.
Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.