HÖNNUNARMARS: POSTULÍNA

Postulína kynnir nýja blómavasa 9 (Planet 9) sem minna á hnetti og eru innblásnir af hugmyndum sem settar hafa verið fram um nýjundu reikistjörnuna, 9. Vel má ímynda sér að upp úr líflausu yfirborði slíkrar plánetu skjótist líf, blóm upp úr eyðimörkinni, rétt eins og upp úr svörtum sandi sem finna má við strendur Íslands.

Segja má að blómavasarnir séu sjálfstætt framhald af blómapottaseriu Postulínu, Draumur um vor, sem sýnd var í fyrra á Hönnunarmars.

Eins og á við um fyrri verk Postulínu eru nýju vasarnir unnir á rennibekk. Að þessu sinni er unnið með kúluna, sem eins og allir vita er mikilvægt fagurfræðilegt grunnform.

Vatnslitamyndirnar sem með fylgja hafa einnig verið unnar á rennibekknum og þannig kannar Postulína möguleika vinnuaðferða sinna í nýjum miðlum.

IMG_3640IMG_3762