Vöruhönnuðurinn Snæbjörn Stefánsson kynnir á HönnunarMars í Epal keramikvasa sem hann hefur unnið að síðustu 3 ár, ásamt skrifborði sem faðir hans heitinn, Stefán Snæbjörnsson innanhússarkitekt og húsgagnahönnuður hannaði.
Snæbjörn Stefánsson útskrifaðist sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2006 og hefur síðan þá í gegnum hönnunarstúdíó sitt Hugdetta unnið að allskyns hönnunartengdum verkefnum. Ásamt eiginkonu sinni, hönnuðinum Róshildi Jónsdóttur, rekur hann Grettisborg sem er spennandi hönnunar-íbúðarhótel í miðbæ Reykjarvíkur.
Myndirnar hér að neðan eru frá hönnunarferlinu,
Vertu velkomin/n á HönnunarMars í Epal.