Epal, Hús og Híbýli og Paper Collective efna til samkeppni fyrir skapandi og listræna hönnuði. Við leitum að hugmynd að verki sem gæti verið næsta veggspjald framleitt af danska fyrirtækinu Paper Collective, en þeir eru vel þekktir fyrir fallega hönnun á sínu sviði þar sem listamenn eru fengnir til að hanna fallegar myndir sem skreyta mörg heimili í dag.
Verðlaunin eru ekki af verri endanum því vinningstillagan gæti endað sem næsta metsöluafurð Paper Collective, en jafnframt eru peningaverðlaun að upphæð 200.000 kr. fyrir þann sem dómnefndin velur. Vinningshafinn mun einnig sitja fyrir svörum í Húsum og Híbýlum þar sem hugmyndin er kynnt og við kynnumst listamanninum betur.
Umsóknarfrestur er til og með 30. júní 2017 en tillögur skal senda ásamt stuttri lýsingu á listamanni á netfangiðsamkeppni@epal.is. Við hvetjum þátttakendur til að kynna sér stefnu Paper Collective inn á heimasíðu þeirra, paper-collective.com. Myndinni ber að skila sem PDF og má hugmyndin ekki hafa birst né verið söluvara með neinum hætti áður. Paper Collective áskilur sér rétt á myndinni eftir keppnina.