ÍSLENSK HÖNNUN FRÁ NORMANN COPENHAGEN

Húsgagnahönnuðurinn Sigurjón Pálsson hannaði þessa fallegu vaðfugla sem danska hönnunarfyrirtækið Normann Copenhagen keypti til framleiðslu fyrr á þessu ári og bera nú heitið Shorebirds. Fuglarnir eru komnir til sölu hjá okkur í Epal og hafa þeir vakið mikla athygli. Sigurjón er þriðji íslenski hönnuðurinn til að heilla Normann Copenhagen en fyrirtækið framleiðir einnig vörur eftir þær Bryndísi Bolladóttur og Helgu I. Sigurbjarnardóttur.

V3-7070599811001_Shorebird_Swan_Ducky_1

1001_Shorebird_Swan_Ducky_2

Fyrirmyndirnar sótti Sigurjón í íslensku vaðfuglana, spóa, stelk og sendling.

Shorebirds koma í þremur stærðum og í fjórum mismunandi litum.