2023 endurútgáfa af INKA húsgögnum Gunnars Magnússonar – íslenskri hönnunarklassík frá 1962, er nú fáanleg í verslunum Epal.
Gunnar Magnússon er eitt af stærstu nöfnum íslenskrar hönnunarsögu og húsgögn hans hafa vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi. Inka línan er ein af tímalausu og klassísku vörulínum hans, og sú fyrsta sem FÓLK endurútgefur.
Inka hönnunin eftir Gunnar Magnússon var upprunalega hönnuð árið 1962 og FÓLK hefur nú hafið endurútgáfu á vörum Gunnars, í samræmi við sjálfbærni- og hringrásaráherslur fyrirtækisins.
Form Inka einkennist af tveim ferningum, tengdum saman með láréttri línu sem skapa form sófans og stólsins. Armarnir eru breiðir, með pláss fyrir olnboga, góða bók eða kaffibolla. Kostur hönnunarinnar er að húsgögnin geta staðið á miðju gólfi og verið falleg frá öllum hliðum.
Gunnar hannaði Inka línuna á meðan hann var við nám og störf í Kaupmannahöfn, þar sem hann starfaði undir handleiðslu og í návígi við nokkra af þekktustu hönnuðum Danmerkur, meðal annars Børge Mogensen.
Húsgögnin eru úr FSC vottaðri eik eða aski og hægt er að velja áklæði í ýmsum litum.