Það eru margar góðar hugmyndir að finna núna á jólaborðinu í Epal sem innanhússarkitektarnir Elísabet Ómarsdóttir og Andrés James Andrésson dekkuðu.
Andrés James útskrifaðist sem innnanhússarkitekt frá IED í Mílanó og starfar hann í dag í Epal ásamt því að starfa sjálfstætt sem innanhússarkitekt. Elísabet Ómarsdóttir útskrifaðist sem innanhússarkitekt frá Paris American Academy ásamt því að leggja stund við lýsingarfræði við Tækniskólann. Í dag starfar Elísabet í Epal ásamt því að starfa sem sjálfstætt starfandi innanhússarkitekt.
Stellið er frá Design House Stockholm og er einstaklega flott, jólakertastjakinn er frá Ferm Living, nýtt og skemmtilegt jóladagatal eftir Gerði Steinars og servíettur frá Ingibjörgu Hönnu. Punkturinn yfir i-ið er svo að sjálfsögðu gylltu jóla lakkrískúlurnar.
Það kemur einstaklega vel út að hafa hvítt í grunninn og skreyta þá með hlutum í sterkari litum svosem rauður jólasveinn frá Rosendahl og grænu greni. Hvíti fallegi dúkurinn er svo frá Hay og kannan frá Georg Jensen.