Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal í desember og höfum við fengið til okkar hönnuði og annálaða fagurkera sem dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.
Jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 9. – 16. desember er glæsilegt og fengum við til okkar þau Anthony Bacigalupo og Ýr Káradóttur sem eru hönnuðurnir á bak við Reykjavík Trading Co. Þau sérhæfa sig í handgerðum gæðavörum fyrir heimilið og vinna aðallega með náttúruleg efni eins og leður, við og ull. Náttúran er helsti innblástur þeirra og jarðlitir eru ríkjandi í allri þeirra hönnun. Anthony og Ýr hafa hannað fyrir Dill, Kex og Skál ásamt því að hafa unnið með mörgum öðrum veitingastöðum, hótelum og kaffihúsum. Þau hjónin reka litla búð sem kallast The Shed (Skúrinn) í hjarta Hafnarfjarðar en þar eru þau einnig með vinnuaðstöðu.
Borðið er dekkað með matarstelli, kertastjaka og gylltu skrauti frá Ferm Living, tauservíettum frá Vipp, kaffikönnu frá Stelton, kökudisk frá Dutch Deluxes ásamt handgerðu skrauti frá The Shed. Stólarnir og borðið eru frá Carl Hansen & son.