Elva Hrund Ágústsdóttir dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 26.nóvember – 2.desember. Elva Hrund er menntaður innanhússráðgjafi frá Danmörku og starfar sem stílisti og blaðamaður hjá Húsum og híbýlum.
“Hugmyndin að borðinu kom er ég valdi dúkinn sem er nýr frá Ferm Living. Ég vildi halda í stílhreint yfirbragð með litatónunum hvítum, svörtum og gráum, en það má komast langt á einfaldleikanum með smá „dassi“ af jólarauðum lit. Mér finnst það koma vel út að hafa matarstellið allt í sama lit því þá verður það afgerandi og á sama tíma fær annað skraut að njóta sín fyrir miðju borðsins. Mig langaði einnig til að fanga athygli þeirra sem skoða borðið með því að leika mér með jólakúlurnar og nota þær í öðrum tilgangi en bara sem punt á grein. Þó maður myndi kannski ekki ganga svo langt á aðfangadagskvöldi að brjóta jólakúlur á matardiskana þá má setja þær ofaní blómavasa, á diskana eða jafnvel setja í þær band og hengja aftan á stólbökin.”
Dúkur: Ferm Living. Matarstell: Iittala Hnífapör: Georg Jensen. Glös: Iittala. Servíettur: iHanna Home. Vasar: Muuto. Kertastjaki: Muuto. Hreindýr: Kristinsson.
Kíktu við og fáðu góðar hugmyndir fyrir jólaboðin!