JÓLABORÐIÐ: ELVA HRUND ÁGÚSTSDÓTTIR

Elva Hrund Ágústs­dótt­ir blaðamaður og stílisti hjá Hús­um og hí­býl­um skreyt­ti hátíðar­borð Epal vikuna 8.-15.desember. Svart, hvítt og silf­ur er áber­andi og því henta skreyt­ing­arn­ar einka­vel t.d. fyr­ir ára­móta- eða ný­árs­boð. Matur á Mbl.is tók stutt viðtal við Elvu Hrund og fáum við að birta það hér. Ljósmyndir tók Golli.

928643

Hvaðan fékkstu inn­blást­ur að borðinu?

Þar sem ég hef verið að hugsa og skrifa um jól­in síðan í októ­ber þá er hug­ur minn far­inn að leita til ára­mót­anna. Þetta ger­ist hjá blaðamönn­um sem eru tveim­ur mánuðum á und­an öðrum í und­ir­bún­ingi jól­anna. Ég var því innstillt á að gera eitt­hvað nýtt og hefði helst vilja leggja á borð und­ir frost­lögðum himni sem er kannski óger­legt þar sem við erum ekki með frost þessa dag­ana og borðið er staðsett inn í hús­gagna­versl­un. En það má alltaf láta sig dreyma. Ég valdi því að líta til  ára­mót­anna og þá hugsa ég um glimmer og góss á borðið, enda alltaf gott partí ef þetta tvennt er á boðstól­um.

screen-shot-2016-12-14-at-22-38-28

Skreyt­ir þú borðið eins á milli ára? 

Nei, það geri ég ekki. Grunn­ur­inn er kannski alltaf sá sami, með frá­vik­um, en puntið breyt­ist ár hvert. Stund­um er það tengt tíðarand­an­um og það er mis­mikið skraut á milli ára. Á aðfanga­dag er til dæm­is góð hefð að setja eitt nýtt jóla­skraut á disk­inn hjá hverj­um og ein­um sem viðkom­andi gætu síðan hengt á jóla­tréð – nema það séu 20 manns í mat, þá tek­ur ekki mörg ár að fylla tréð af skrauti. Ann­ars snýst þetta um að nota hug­mynda­flugið, horfa í kring­um sig og nota líka það sem er til. Allt í bland – allt í boði!

screen-shot-2016-12-14-at-22-38-40

Hvernig mat­ar­stell finnst þér fal­leg­ust?
Ég hrífst alltaf að ein­fald­leik­an­um í öllu. Ein­fald­leik­inn er grunn­ur­inn í svo mörgu. En að sama skapi get ég brotið upp stemn­ing­una með ólík­um fylgi­hlut­um, hvort sem það eru skál­ar með ým­iss kon­ar áferð eða litl­ir hliðardisk­ar. Þegar gróf­ir hlut­ir mæta ein­föld­um lín­um, þá ger­ist eitt­hvað spenn­andi.
screen-shot-2016-12-14-at-22-38-01

Þín bestu kaup í borðbúnaði?
Ég gæti nefnt svo margt. Arte-hnífa­pör­in frá WMF, hönnuð af Makio Hasuike eru ómiss­andi á „spari­borðið“ og mér finnst nauðsyn­legt að skipta yfir í steik­ar­hnífa­pör með góðri steik. Spariglös­in eru kannski ekki svo mikið spari, því þau eru notuð við hvert til­efni enda eru all­ir dag­ar til­efni til að fagna og skála – er það ekki? En þetta vinn­ur allt sam­an, disk­ar, glös, áhöld og bakk­ar, og ég get í sann­leika sagt orðið óró­leg ef mér finnst eitt­hvað ekki al­veg passa inn í „heild­arpakk­ann“ á borðinu. Því þegar kem­ur að því að dekka borð þá er ég eins og lít­ill krakki að bíða eft­ir jól­un­um, á erfitt með að halda aft­ur að mér og hlakka til að setj­ast við borð, sem búið er að leggja fal­lega á og skreyta, með mín­um upp­á­halds.

screen-shot-2016-12-14-at-22-37-44

En þau verstu?
Það eru án efa bláu gler­disk­arn­ir sem ég keypti áður en ég byrjaði að búa og glös í stíl. Hjálp, hvað þetta var ekki smekk­lega valið og hálf­vand­ræðal­egt að segja frá því líka.

Ef þú ætt­ir að velja þér einn hlut til að kaupa á hátíðar­borðið, hvað væri það?
Það væri fal­leg­ur stjaki því það er „möst“ að hafa annaðhvort kerti eða seríu á borði, nú eða dá­semd­ar skreyt­ingu í fal­leg­um vasa.

Hvernig mætti skreyta fal­legt borð án þess að eyða of mikl­um pen­ing­um?
Sækja grein­ar og köngla út í skóg, og drífa alla fjöl­skyld­una með í æv­in­týra­för.

screen-shot-2016-12-14-at-22-38-58