Hér að neðan má sjá nokkrar hugmyndir af jólagjöfum, hjá okkur í Epal er mikið úrval af gjafavöru, kíktu við og fáðu aðstoð við valið.
Skartgripatré frá Menu er falleg gjöf.
Ferm Living býður upp á mjög gott úrval af púðum í allskyns mynstrum og litum.
Gefðu íslenska hönnun í pakkann! Frá Umemi eru margir fallegir púðar og í nokkrum litum.
Bourgie lampinn frá Kartell er fallegur.
Ekki Rúdolf snaginn frá Ingibjörgu Hönnu er flottur til að hengja á flíkur, töskur eða skartgripi.
Tinna Gunnarsdóttir hannaði þessa fallegu snaga sem kallast Starkaður og kemur formið frá hvalatönnum.
Nappali er nýleg hönnun frá iittala, kertastjakarnir koma í nokkrum litum og stærðum.
Frá HAY er úrval af fallegum og einstökum rúmfötum sem hönnunarteymið Scholten&Baijing hannaði.
Hábollar eða Hoch die Tassen frá Hrafnkel Birgisson eru flottir undir kaffi, en einnig er flott að geyma skartgripi í stökum bolla.
Steinunn Vala hannar undir nafninu Hring eftir hring litríka og fallega skartgripi, eyrnalokka, hálsmen og hringa.
Klassísku Marimekko veskin eru til í mörgum stærðum og litum.
Maribowl frá iittala er mjög vinsæl, hægt er að safna skálunum, en einnig er fallegt að eiga staka undir meðlæti, sósur eða nammið.