Louis Poulsen kynnti á síðasta ári koparlampann Ph 3½-2½ í tilefni af 120 ára afmæli hönnuðarins Poul Henningsen en fyrir það höfðu þeir einnig gefið út koparútgáfu af ljósinu PH 3½ -3. Bæði lampinn og loftljósið hafa hlotið gífurlega góðar viðtökur enda um að ræða einstaka hönnunarvöru sem aðeins var framleidd í takmörkuðu upplagi.
Með koparlampanum fylgja tveir skermar, einn úr gleri og annar úr kopar svo hægt er að skipta um og breyta útliti lampans á auðveldan hátt. Poul Henningsen leitaðist við að hanna lampa sem gefa milda birtu og eru PH-ljósin í dag auðþekkjanleg, því á þeim eru að minnsta kosti þrír skermar.
Enn eigum við til örfá eintök af lampanum og látum við nokkrar myndir fylgja af þessum glæsilega grip, -sjón er sögu ríkari!
Lampinn kostar 198.000 kr. sem er sama verð og lampinn er á í Danmörku.
Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og kynnið ykkur betur þessa fallegu hönnun.